Viðskipti innlent

Jólabjórinn kominn í hillur ÁTVR

Atli Ísleifsson skrifar
Jólabjórinn verður til sölu í verslunum ÁTVR fram á þrettándann. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Jólabjórinn verður til sölu í verslunum ÁTVR fram á þrettándann. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/GVA
Starfsfólk ÁTVR hafa verið í óða önn að koma jólabjór fyrir í hillum verslana ÁTVR en sala á honum hefst í í dag. Alls verða 34 tegundir og 43 vörunúmer á boðstólnum og hafa aldrei verið fleiri.

Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir að jafn margar tegundir af íslenskum og útlenskum tegundum jólabjórs verði í boði þetta árið. Í gegnum tíðina hafi þó íslensku tegundirnar haft vinninginn þegar kemur að seldu magni.

Sigrún Ósk segir að rétt rúmir 670 þúsund lítrar hafi selst af jólabjór á síðasta ári. „Það hefur verið aukning á milli ára en það fer eftir því framboði sem við fáum. Ég á von á að salan í ár verði svipuð og á síðasta ári.“

Búist er við að um 100 þúsund lítrar af jólabjór seljist þessa fyrstu helgi en jólabjórinn verður til sölu í verslunum ÁTVR fram á þrettándann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×