Viðskipti innlent

Metár í fjölda starfandi

Sæunn Gísladóttir skrifar
Skráð atvinnuleysi er um þessar mundir um 3 prósent af mannafla á ári.
Skráð atvinnuleysi er um þessar mundir um 3 prósent af mannafla á ári. Vísir/Stefán
Árið 2008 var metár í fjölda starfandi, en nú er ljóst að það met verður slegið á árinu 2015, samkvæmt þjóðhagsspá Hagstofunnar. Skráð atvinnuleysi er um þessar mundir um 3 prósent af mannafla á ári.

Skráð atvinnuleysi sem var lægst eitt prósent á ári 2007, rauk upp í átta prósent árin 2009 og 2010, en þá voru að meðaltali nær 12 þúsund færri starfandi en árið 2008. Aukning atvinnu hefur síðustu þrjú ár verið veruleg. Árið 2013 er talið að ársverkum hafi fjölgað milli 3 og 4%, rúmlega 2% árið 2014 og í ár stefnir í að aukningin verði nærri 3,5%. Frá síðari hluta ársins 2011 hefur starfandi fjölgað samfellt. Árið 2014 var svipaður fjöldi starfandi og árið 2007.

Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi haldist svipað á spátímanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×