Matvara og flugmiðar munu hækka í desember Sæunn Gísladóttir skrifar 13. nóvember 2015 16:02 Greining Íslandsbanka spáir því að fatnaður, matvara og flugfargjöld. Í jólamánuðinum munu matvara og flugmiðar hækka í verði að mati greiningar Íslandsbanka. Báðir þessir liðir hafa haft árstíðabundna tilhneigingu til hækkunar í þessum mánuði. Greiningin gerir ráð fyrir að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 0,2 prósent í desember. Greiningin spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) muni lækka um 0,2% í nóvember frá októbermánuði. Þrátt fyrir lækkunina mun verðbólga aukast úr 1,8% í 2,1% gangi spáin eftir, enda lækkaði VNV um 0,5% í nóvember 2014. Verðbólga verður þó miðað við spána áfram undir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands. Í greiningunni segir að verðbólguhorfur til skemmri tíma hafi batnað nokkuð frá síðustu spá, en til meðallangs tíma séu horfurnar lítið breyttar. Talið er að verðbólgan verði nokkuð undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans í árslok. Horfur eru á að verðbólga aukist þegar líður á næsta ár. Verður hún samkvæmt spánni rétt við verðbólgumarkmið að jafnaði á næsta ári, en nærri efri mörkum markmiðsins árið 2017.Flugfargjöld og fatnaður lækka í nóvemberSpáin um 0,2% lækkun VNV í nóvember felur í sér umtalsverða breytingu frá bráðabirgðaspá (0,1% hækkun). Breytingin felst að stærstum hluta í fjórum liðum: fötum og skóm, ferða- og flutningalið, mat og drykk, og húsnæði. Fyrrnefndu þrír liðirnir eru einnig helstu áhrifaþættir í þeirri lækkun sem spáð er. Flugfargjöld eru þyngsti einstaki áhrifaþátturinn til lækkunar í spánni að þessu sinni. Þessi liður muni vega til 0,14% lækkunar VNV í nóvember. Árstíðaráhrif eru sterk í þessum lið, og auk þess gætu sterkari króna, lægra eldsneytisverð og aukin samkeppni haft áhrif. Í spánni kemur einnig fram að fata- og skóliður VNV muni lækka um ríflega 2% í nóvember, sem hefur áhrif til 0,10% lækkunar vísitölunnar. Húsnæðisliður VNV hefur hins vegar einna mest áhrif til hækkunar hennar í nóvemberspánni. Alls eru áhrifin til 0,08% hækkunar. Þar af er gert ráð fyrir 0,4% hækkun á reiknaðri húsaleigu (0,06% í VNV) og svipaðri hækkun á greiddri húsaleigu (0,02% í VNV). Aðrir liðir vega minna og eru samanlögð áhrif þeirra á VNV óveruleg í spánni. Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Í jólamánuðinum munu matvara og flugmiðar hækka í verði að mati greiningar Íslandsbanka. Báðir þessir liðir hafa haft árstíðabundna tilhneigingu til hækkunar í þessum mánuði. Greiningin gerir ráð fyrir að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 0,2 prósent í desember. Greiningin spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) muni lækka um 0,2% í nóvember frá októbermánuði. Þrátt fyrir lækkunina mun verðbólga aukast úr 1,8% í 2,1% gangi spáin eftir, enda lækkaði VNV um 0,5% í nóvember 2014. Verðbólga verður þó miðað við spána áfram undir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands. Í greiningunni segir að verðbólguhorfur til skemmri tíma hafi batnað nokkuð frá síðustu spá, en til meðallangs tíma séu horfurnar lítið breyttar. Talið er að verðbólgan verði nokkuð undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans í árslok. Horfur eru á að verðbólga aukist þegar líður á næsta ár. Verður hún samkvæmt spánni rétt við verðbólgumarkmið að jafnaði á næsta ári, en nærri efri mörkum markmiðsins árið 2017.Flugfargjöld og fatnaður lækka í nóvemberSpáin um 0,2% lækkun VNV í nóvember felur í sér umtalsverða breytingu frá bráðabirgðaspá (0,1% hækkun). Breytingin felst að stærstum hluta í fjórum liðum: fötum og skóm, ferða- og flutningalið, mat og drykk, og húsnæði. Fyrrnefndu þrír liðirnir eru einnig helstu áhrifaþættir í þeirri lækkun sem spáð er. Flugfargjöld eru þyngsti einstaki áhrifaþátturinn til lækkunar í spánni að þessu sinni. Þessi liður muni vega til 0,14% lækkunar VNV í nóvember. Árstíðaráhrif eru sterk í þessum lið, og auk þess gætu sterkari króna, lægra eldsneytisverð og aukin samkeppni haft áhrif. Í spánni kemur einnig fram að fata- og skóliður VNV muni lækka um ríflega 2% í nóvember, sem hefur áhrif til 0,10% lækkunar vísitölunnar. Húsnæðisliður VNV hefur hins vegar einna mest áhrif til hækkunar hennar í nóvemberspánni. Alls eru áhrifin til 0,08% hækkunar. Þar af er gert ráð fyrir 0,4% hækkun á reiknaðri húsaleigu (0,06% í VNV) og svipaðri hækkun á greiddri húsaleigu (0,02% í VNV). Aðrir liðir vega minna og eru samanlögð áhrif þeirra á VNV óveruleg í spánni.
Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira