Matvara og flugmiðar munu hækka í desember Sæunn Gísladóttir skrifar 13. nóvember 2015 16:02 Greining Íslandsbanka spáir því að fatnaður, matvara og flugfargjöld. Í jólamánuðinum munu matvara og flugmiðar hækka í verði að mati greiningar Íslandsbanka. Báðir þessir liðir hafa haft árstíðabundna tilhneigingu til hækkunar í þessum mánuði. Greiningin gerir ráð fyrir að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 0,2 prósent í desember. Greiningin spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) muni lækka um 0,2% í nóvember frá októbermánuði. Þrátt fyrir lækkunina mun verðbólga aukast úr 1,8% í 2,1% gangi spáin eftir, enda lækkaði VNV um 0,5% í nóvember 2014. Verðbólga verður þó miðað við spána áfram undir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands. Í greiningunni segir að verðbólguhorfur til skemmri tíma hafi batnað nokkuð frá síðustu spá, en til meðallangs tíma séu horfurnar lítið breyttar. Talið er að verðbólgan verði nokkuð undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans í árslok. Horfur eru á að verðbólga aukist þegar líður á næsta ár. Verður hún samkvæmt spánni rétt við verðbólgumarkmið að jafnaði á næsta ári, en nærri efri mörkum markmiðsins árið 2017.Flugfargjöld og fatnaður lækka í nóvemberSpáin um 0,2% lækkun VNV í nóvember felur í sér umtalsverða breytingu frá bráðabirgðaspá (0,1% hækkun). Breytingin felst að stærstum hluta í fjórum liðum: fötum og skóm, ferða- og flutningalið, mat og drykk, og húsnæði. Fyrrnefndu þrír liðirnir eru einnig helstu áhrifaþættir í þeirri lækkun sem spáð er. Flugfargjöld eru þyngsti einstaki áhrifaþátturinn til lækkunar í spánni að þessu sinni. Þessi liður muni vega til 0,14% lækkunar VNV í nóvember. Árstíðaráhrif eru sterk í þessum lið, og auk þess gætu sterkari króna, lægra eldsneytisverð og aukin samkeppni haft áhrif. Í spánni kemur einnig fram að fata- og skóliður VNV muni lækka um ríflega 2% í nóvember, sem hefur áhrif til 0,10% lækkunar vísitölunnar. Húsnæðisliður VNV hefur hins vegar einna mest áhrif til hækkunar hennar í nóvemberspánni. Alls eru áhrifin til 0,08% hækkunar. Þar af er gert ráð fyrir 0,4% hækkun á reiknaðri húsaleigu (0,06% í VNV) og svipaðri hækkun á greiddri húsaleigu (0,02% í VNV). Aðrir liðir vega minna og eru samanlögð áhrif þeirra á VNV óveruleg í spánni. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Í jólamánuðinum munu matvara og flugmiðar hækka í verði að mati greiningar Íslandsbanka. Báðir þessir liðir hafa haft árstíðabundna tilhneigingu til hækkunar í þessum mánuði. Greiningin gerir ráð fyrir að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 0,2 prósent í desember. Greiningin spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) muni lækka um 0,2% í nóvember frá októbermánuði. Þrátt fyrir lækkunina mun verðbólga aukast úr 1,8% í 2,1% gangi spáin eftir, enda lækkaði VNV um 0,5% í nóvember 2014. Verðbólga verður þó miðað við spána áfram undir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands. Í greiningunni segir að verðbólguhorfur til skemmri tíma hafi batnað nokkuð frá síðustu spá, en til meðallangs tíma séu horfurnar lítið breyttar. Talið er að verðbólgan verði nokkuð undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans í árslok. Horfur eru á að verðbólga aukist þegar líður á næsta ár. Verður hún samkvæmt spánni rétt við verðbólgumarkmið að jafnaði á næsta ári, en nærri efri mörkum markmiðsins árið 2017.Flugfargjöld og fatnaður lækka í nóvemberSpáin um 0,2% lækkun VNV í nóvember felur í sér umtalsverða breytingu frá bráðabirgðaspá (0,1% hækkun). Breytingin felst að stærstum hluta í fjórum liðum: fötum og skóm, ferða- og flutningalið, mat og drykk, og húsnæði. Fyrrnefndu þrír liðirnir eru einnig helstu áhrifaþættir í þeirri lækkun sem spáð er. Flugfargjöld eru þyngsti einstaki áhrifaþátturinn til lækkunar í spánni að þessu sinni. Þessi liður muni vega til 0,14% lækkunar VNV í nóvember. Árstíðaráhrif eru sterk í þessum lið, og auk þess gætu sterkari króna, lægra eldsneytisverð og aukin samkeppni haft áhrif. Í spánni kemur einnig fram að fata- og skóliður VNV muni lækka um ríflega 2% í nóvember, sem hefur áhrif til 0,10% lækkunar vísitölunnar. Húsnæðisliður VNV hefur hins vegar einna mest áhrif til hækkunar hennar í nóvemberspánni. Alls eru áhrifin til 0,08% hækkunar. Þar af er gert ráð fyrir 0,4% hækkun á reiknaðri húsaleigu (0,06% í VNV) og svipaðri hækkun á greiddri húsaleigu (0,02% í VNV). Aðrir liðir vega minna og eru samanlögð áhrif þeirra á VNV óveruleg í spánni.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira