Viðskipti innlent

Vefur kostar fimm milljónir

Sæunn Gísladóttir skrifar
Kostnaður á að smíða vef getur sveiflast talsvert.
Kostnaður á að smíða vef getur sveiflast talsvert. Sigurjón Ólafsson
Meðalkostnaður við að smíða nýjan vef nemur 5.018.541 krónum, þetta kom fram á morgunfundi Samtaka vefiðnaðarins (SVEF) í dag.

Á fundinum sagði Sigurjón Ólafsson vefráðgjafi frá niðurstöðu sinni um samantekt á því hver kostnaðurinn er við að smíða vef. Hann byggir þetta á samantekt á 19 vefverkefnum árin 2014 og 2015.

Kostnaður getur sveiflast talsvert en með góðum undirbúningi er hægt að lágmarka þessar sveiflur og gera raunhæfari áætlanir um kostnað við vefmálin.

Hér fyrir neðan má sjá glærur Sigurjóns, en hægt er að kynna sér áhugavert erindi hans nánar á funksjon.net.

Jón Cleon frá Landsvirkjun var einnig með erindi og gerði í því grein fyrir ferlinu á bak við nýjan vef Landsvirkjunar og hugmyndinni um hinar vel heppnuðu rafrænu árskýrslur, sem hafa vakið mikla athygli síðustu ár.

Hér fyrir neðan má sjá upptöku af fundi SVEF, sem fram fór í Listasafni Íslands í morgun.

Í upphafi (eftir 6 mínútur) flytur Markús M. Þorgeirsson formaður ávarp og kynnir starfsemi SVEF. Erindi Sigurjóns Ólafssonar hefst eftir 12 mínútur og erindi Jóns Cleon hefst eftir 40 mínútur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×