Viðskipti innlent

Bergþóra tekur við sem forstjóri ÍSAM

Sæunn Gísladóttir skrifar
Bergþóra hefur gengt stöðu framkvæmdastjóra hjá Fastusi ehf  frá árinu 2012.
Bergþóra hefur gengt stöðu framkvæmdastjóra hjá Fastusi ehf frá árinu 2012. Vísir/ÍSAM
Bergþóra Þorkelsdóttir hefur verið ráðin forstjóri ÍSAM ehf. Bergþóra tekur við starfinu af Agli Ágústssyni sem á rúmlega 40 ára farsælan feril að baki  hjá félaginu, segir í tilkynningu.

Bergþóra hefur gengt stöðu framkvæmdastjóra hjá Fastusi ehf  frá árinu 2012 en Fastus er dótturfélag ÍSAM. Fyrir þann tíma starfaði hún sem framkvæmdastjóri hjá Líflandi og Kornaxi. Bergþóra er menntaður dýralæknir en hún hefur einnig stundað nám í markaðsfræðum við Chartered Institute of Marketing í Bretlandi og í rekstrar- og viðskiptafræði við Háskóla Íslands.  Bergþóra er gift Auðunni Hermannssyni mjólkurverkfræðingi en hann starfar sem framleiðslu og tæknistjóri hjá Mjólkusamsölunni. Þau eiga tvær dætur.

ÍSAM er ein af elstu heildsölum landsins stofnuð  1964. Í dag rekur félagið auk þessa framleiðslufyrirtækin, Mylluna, Frón, Kexsmiðjuna Akureyri og ORA.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×