Viðskipti erlent

Hungurleika skemmtigarður væntanlegur

Sæunn Gísladóttir skrifar
Jennifer Lawrence fer með aðalhutverk Hungurleikamyndanna.
Jennifer Lawrence fer með aðalhutverk Hungurleikamyndanna.
Framleiðslufyrirtækið Lionsgate sem framleiðir Hunger Games, Hungerleikja myndirnar, hyggst byggja tvo skemmtigarða í Bandaríkjunum og í Kína, byggða á kvikmyndaseríunni. Garðarnir verða í Atlanta og Macau. Þessu greinir NY Times frá.

Fyrirhugað er einnig að vera með danssýningu byggða á Step Up, auk rússíbana byggða á Divergent kivkmyndunum og Now You See Me. Talið er að tekjur af skemmtigörðunum geti nýst framleiðslufyrirtækinu vel sem velti 2,4 milljörðum dollara, tæpum 300 milljörðum íslenskra króna, á síðasta ári.

Lionsgate hefur aldrei nýtt karakterana sína í skemmtigarða áður. Avatron Smart Park í Atlanta þar sem Hunger Games kvikmyndirnar verða í fyrirrúmi mun líklega opna árið 2019. 

Síðasta Hungurleikjamyndin er væntanleg í lok þessa árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×