Viðskipti innlent

Lindex innkallar barnavesti sem gætu valdið köfnunarhættu

Bjarki Ármannsson skrifar
Vestið sem um ræðir.
Vestið sem um ræðir. Mynd/Lindex
Fataverslunin Lindex hefur innkallað bleikt barnavesti sem uppfyllir ekki gæða- og öryggisskilyrði. Í tilkynningu frá Lindex segir að hnappar á vestinu hafi ekki verið festir á með réttum hætti og geta því dottið af og valdið hættu á köfnun.

Í tilkynningunni segir einnig að Lindex harmi að vestið hafi staðist prófanir í víðtæku öryggis- og gæðaeftirliti fyrirtækisins.

Barnavestið sem um ræðir er með vörunúmerið 7233167 og innköllunin nær einungis til þess. Viðskiptavinir sem hafa keypt slíkt vesti eru beðnir um að snúa sér til næstu verslunar Lindex og fá endurgreitt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×