Viðskipti innlent

Kristín Erla nýr forstöðumaður Eignastýringar Landsbankans

Bjarki Ármannsson skrifar
Kristín Erla Jóhannsdóttir.
Kristín Erla Jóhannsdóttir. Mynd/Landsbankinn
Kristín Erla Jóhannsdóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns Eignastýringar Landsbankans.

Kristín Erla er með BS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Hún hefur starfað hjá bankanum frá því í nóvember í fyrra en var þar áður hjá Kaupþingi og Arion banka í rúman áratug.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×