Íslendingar keypt Teslur fyrir hálfan milljarð Ingvar Haraldsson skrifar 4. nóvember 2015 07:00 Gísli Gíslason framkvæmdastjóri Even býst við þvi sala á rafbílum muni halda áfram að aukast. fréttablaðið/anton brink Íslendingar hafa keypt rafmagnsknúna Tesla-sportbíla fyrir um hálfan milljarð króna þau þrjú ár sem bíllinn hefur verið í sölu hér á landi. Bílasalan Even sem flytur inn og selur Teslur hefur selt 44 slíka bíla að sögn Gísla Gíslasonar, framkvæmdastjóra Even, en hver bíll kostar á milli tólf og átján milljóna króna. Þá segir Gísli að fyrirtækið hafi fengið pantanir í forsölu fyrir 36 lúxusrafjeppum frá Tesla sem nefnast Model X. Von er á þeim fyrstu til landsins í mars. „Þetta er sjö manna jeppi sem er 3,2 sekúndur upp í hundraðið,“ segir Gísli. Hver bíll mun kosta frá 14 milljónum króna. Even hefur pantað 50 jeppa frá Tesla og Gísli á von á því að búið verði að selja hina 14 áður en þeir fyrstu koma til landsins. Búast má við því að söluandvirði Model X-bílanna fari yfir 700 milljónir króna og því verði búið að selja Teslur hér á landi fyrir yfir 1,2 milljarða króna á fjögurra ára tímabili. Sala rafbíla hefur tekið kipp að undanförnu. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að búið væri að selja ríflega tvöfalt fleiri nýja rafbíla það sem af er þessu ári en allt síðasta ár. Tölurnar eru þó enn lítið brot af heildarbílasölu, en búið var að selja 240 nýja rafbíla á þessu ári. Gísli bendir á að þróunin varðandi rafbílavæðingu sé hröð og svipi til þess sem gerst hefur í Noregi þar sem selst hafi sextíu þúsund rafbílar. „Þar hefur salan verið að tvöfaldast á hverju ári og hefur verið frá 2011 og við erum komin í sama línurit og þeir, salan er farin að tvöfaldast á milli ára. Þetta er alveg ótrúlegt,“ segir hann. Tengdar fréttir Sprenging í sölu nýrra rafbíla Búið er að selja ríflega tvöfalt fleiri nýja rafmagnsbíla það sem af er þessu ári en allt síðasta ár. 29. október 2015 07:00 Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Íslendingar hafa keypt rafmagnsknúna Tesla-sportbíla fyrir um hálfan milljarð króna þau þrjú ár sem bíllinn hefur verið í sölu hér á landi. Bílasalan Even sem flytur inn og selur Teslur hefur selt 44 slíka bíla að sögn Gísla Gíslasonar, framkvæmdastjóra Even, en hver bíll kostar á milli tólf og átján milljóna króna. Þá segir Gísli að fyrirtækið hafi fengið pantanir í forsölu fyrir 36 lúxusrafjeppum frá Tesla sem nefnast Model X. Von er á þeim fyrstu til landsins í mars. „Þetta er sjö manna jeppi sem er 3,2 sekúndur upp í hundraðið,“ segir Gísli. Hver bíll mun kosta frá 14 milljónum króna. Even hefur pantað 50 jeppa frá Tesla og Gísli á von á því að búið verði að selja hina 14 áður en þeir fyrstu koma til landsins. Búast má við því að söluandvirði Model X-bílanna fari yfir 700 milljónir króna og því verði búið að selja Teslur hér á landi fyrir yfir 1,2 milljarða króna á fjögurra ára tímabili. Sala rafbíla hefur tekið kipp að undanförnu. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að búið væri að selja ríflega tvöfalt fleiri nýja rafbíla það sem af er þessu ári en allt síðasta ár. Tölurnar eru þó enn lítið brot af heildarbílasölu, en búið var að selja 240 nýja rafbíla á þessu ári. Gísli bendir á að þróunin varðandi rafbílavæðingu sé hröð og svipi til þess sem gerst hefur í Noregi þar sem selst hafi sextíu þúsund rafbílar. „Þar hefur salan verið að tvöfaldast á hverju ári og hefur verið frá 2011 og við erum komin í sama línurit og þeir, salan er farin að tvöfaldast á milli ára. Þetta er alveg ótrúlegt,“ segir hann.
Tengdar fréttir Sprenging í sölu nýrra rafbíla Búið er að selja ríflega tvöfalt fleiri nýja rafmagnsbíla það sem af er þessu ári en allt síðasta ár. 29. október 2015 07:00 Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Sprenging í sölu nýrra rafbíla Búið er að selja ríflega tvöfalt fleiri nýja rafmagnsbíla það sem af er þessu ári en allt síðasta ár. 29. október 2015 07:00