Íslendingar keypt Teslur fyrir hálfan milljarð Ingvar Haraldsson skrifar 4. nóvember 2015 07:00 Gísli Gíslason framkvæmdastjóri Even býst við þvi sala á rafbílum muni halda áfram að aukast. fréttablaðið/anton brink Íslendingar hafa keypt rafmagnsknúna Tesla-sportbíla fyrir um hálfan milljarð króna þau þrjú ár sem bíllinn hefur verið í sölu hér á landi. Bílasalan Even sem flytur inn og selur Teslur hefur selt 44 slíka bíla að sögn Gísla Gíslasonar, framkvæmdastjóra Even, en hver bíll kostar á milli tólf og átján milljóna króna. Þá segir Gísli að fyrirtækið hafi fengið pantanir í forsölu fyrir 36 lúxusrafjeppum frá Tesla sem nefnast Model X. Von er á þeim fyrstu til landsins í mars. „Þetta er sjö manna jeppi sem er 3,2 sekúndur upp í hundraðið,“ segir Gísli. Hver bíll mun kosta frá 14 milljónum króna. Even hefur pantað 50 jeppa frá Tesla og Gísli á von á því að búið verði að selja hina 14 áður en þeir fyrstu koma til landsins. Búast má við því að söluandvirði Model X-bílanna fari yfir 700 milljónir króna og því verði búið að selja Teslur hér á landi fyrir yfir 1,2 milljarða króna á fjögurra ára tímabili. Sala rafbíla hefur tekið kipp að undanförnu. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að búið væri að selja ríflega tvöfalt fleiri nýja rafbíla það sem af er þessu ári en allt síðasta ár. Tölurnar eru þó enn lítið brot af heildarbílasölu, en búið var að selja 240 nýja rafbíla á þessu ári. Gísli bendir á að þróunin varðandi rafbílavæðingu sé hröð og svipi til þess sem gerst hefur í Noregi þar sem selst hafi sextíu þúsund rafbílar. „Þar hefur salan verið að tvöfaldast á hverju ári og hefur verið frá 2011 og við erum komin í sama línurit og þeir, salan er farin að tvöfaldast á milli ára. Þetta er alveg ótrúlegt,“ segir hann. Tengdar fréttir Sprenging í sölu nýrra rafbíla Búið er að selja ríflega tvöfalt fleiri nýja rafmagnsbíla það sem af er þessu ári en allt síðasta ár. 29. október 2015 07:00 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Íslendingar hafa keypt rafmagnsknúna Tesla-sportbíla fyrir um hálfan milljarð króna þau þrjú ár sem bíllinn hefur verið í sölu hér á landi. Bílasalan Even sem flytur inn og selur Teslur hefur selt 44 slíka bíla að sögn Gísla Gíslasonar, framkvæmdastjóra Even, en hver bíll kostar á milli tólf og átján milljóna króna. Þá segir Gísli að fyrirtækið hafi fengið pantanir í forsölu fyrir 36 lúxusrafjeppum frá Tesla sem nefnast Model X. Von er á þeim fyrstu til landsins í mars. „Þetta er sjö manna jeppi sem er 3,2 sekúndur upp í hundraðið,“ segir Gísli. Hver bíll mun kosta frá 14 milljónum króna. Even hefur pantað 50 jeppa frá Tesla og Gísli á von á því að búið verði að selja hina 14 áður en þeir fyrstu koma til landsins. Búast má við því að söluandvirði Model X-bílanna fari yfir 700 milljónir króna og því verði búið að selja Teslur hér á landi fyrir yfir 1,2 milljarða króna á fjögurra ára tímabili. Sala rafbíla hefur tekið kipp að undanförnu. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að búið væri að selja ríflega tvöfalt fleiri nýja rafbíla það sem af er þessu ári en allt síðasta ár. Tölurnar eru þó enn lítið brot af heildarbílasölu, en búið var að selja 240 nýja rafbíla á þessu ári. Gísli bendir á að þróunin varðandi rafbílavæðingu sé hröð og svipi til þess sem gerst hefur í Noregi þar sem selst hafi sextíu þúsund rafbílar. „Þar hefur salan verið að tvöfaldast á hverju ári og hefur verið frá 2011 og við erum komin í sama línurit og þeir, salan er farin að tvöfaldast á milli ára. Þetta er alveg ótrúlegt,“ segir hann.
Tengdar fréttir Sprenging í sölu nýrra rafbíla Búið er að selja ríflega tvöfalt fleiri nýja rafmagnsbíla það sem af er þessu ári en allt síðasta ár. 29. október 2015 07:00 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Sprenging í sölu nýrra rafbíla Búið er að selja ríflega tvöfalt fleiri nýja rafmagnsbíla það sem af er þessu ári en allt síðasta ár. 29. október 2015 07:00