Viðskipti innlent

Semja við Skeljung í stað N1

Jón Hákon Haraldsson skrifar
N1 seldi flugvélabensín fyrir 9 milljarða á níu mánuðum.
N1 seldi flugvélabensín fyrir 9 milljarða á níu mánuðum. Fréttablaðið/Valli
Icelandair hættir að kaupa eldsneyti af N1 þegar samningur rennur út á gamlársdag.

Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri N1 fyrir þriðja fjórðung. Icelandair hyggst semja við Skeljung. Staðfestir Valgeir Baldursson, forstjóri Skeljungs, að viðræður standi yfir.

Í árshlutauppgjöri N1 segir að tekjur félagsins af viðskiptum við Icelandair á fyrstu 9 mánuðum ársins hafi verið 9,2 milljarðar króna af 39,3 milljarða heildarsölu N1. Áhrif þessara viðskipta við Icelandair á EBITDA félagsins eru þó sögð óveruleg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×