Viðskipti innlent

Versti dagurinn

Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir vaxtahækkun hafa komið fólki í opna skjöldu.
Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir vaxtahækkun hafa komið fólki í opna skjöldu. Vísir/GVA
Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir vaxtahækkun Seðlabankans hafa komið mönnum í opna skjöldu. Seðlabankastjóri hafði ekki fyrr tilkynnt um ákvörðun bankans um að hækka stýrivexti um 0,25 prósent en mikil læti urðu á markaði.

Hlutabréfaverð tók dýfu en það jafnaði sig að miklu leyti þegar líða tók á daginn. Skuldabréfin lækkuðu hins vegar mun meira og hafa ekki lækkað meira á árinu. Þar voru viðskipti fyrir 31 milljarð, en það hefur ekki gerst síðan 2013.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×