Hallar mikið á konur með viðskiptafræðimenntun Sæunn Gísladóttir skrifar 5. nóvember 2015 07:00 Meðaltal heildarlauna viðskipta- og hagfræðinga er 860 þúsund krónur og hefur hækkað um 8,4 prósent frá árinu 2013. Staðalfrávik er þó 390 þúsund krónur. Miðgildi heildarlauna meðal viðskipta- og hagfræðinga er 777 þúsund, Þetta kemur fram í nýrri kjarakönnun Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga sem kemur út í dag. Könnunin er byggð á launum félagsmanna í febrúar, gild svör voru samtals 904. Ekki voru tekin svör frá félagsmönnum sem starfa erlendis. Samkvæmt könnuninni hafa laun hækkað meðal allra hópa eftir menntun og starfsaldri samanborið við árið 2013. Mesta hækkunin er meðal þeirra sem eru með 0-2 ára starfsreynslu en hún nemur 20 prósentum. Launahækkun frá 2013 var 8-11 prósent fyrir þá sem lokið hafa BS/BA-, masters- og cand. oecon-prófi, en tvö prósent hjá MBA og fjögur prósent hjá þeim sem hafa lokið doktorsprófi. Heildarlaun hækka með aukinni menntun, undantekningin er að þeir sem eru með mastersgráðu voru með lægri laun en þeir sem hafa cand. oecon-gráðu. Skýringin liggur m.a. í því að cand. oecon-hópurinn er eldri og með hærri starfsaldur en hópurinn með masterspróf. Töluverður munur er á launum kynjanna og hallar mikið á konur. Innan hópa þar sem a.m.k. fimm einstaklingar voru í hverjum hópi kemur í ljós að laun karla eru hærri í 13 tilfellum og laun kvenna eru hærri í þremur tilvikum. Sú þróun virðist eiga sér stað að meðal þeirra sem lokið hafa BS/BA- og mastersnámi er launamunurinn mikill þegar starfsaldur er lægstur en minnkar svo með auknum starfsaldri en virðist svo aukast á ný þegar líður á starfsaldurinn. Launamunur kynjanna með BS/BA-gráðu nemur 18 prósentum eftir 10 ára starfsreynslu og 31,1 prósenti hjá þeim sem eru með mastersgráðu eftir 6-10 ára starfsreynslu. Þetta er í samræmi við niðurstöður Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat, sem hefur gefið það út að launamunur kynjanna aukist með aldri, oft vegna áhrifa barneigna á starfsframa kvenna. Svo virðist sem konur geti hins vegar í sumum tilfellum endurheimt hærri laun eftir að barnauppeldinu lýkur. Samkvæmt kjarakönnuninni eru konur, sem eru með cand. oecon-gráðu og 30 ára eða meiri starfsreynslu, með hærri laun en karlar með sömu menntun og reynslu. Lítið úrtak gæti hins vegar skýrt þetta. MBA-nám virðist skila konum hæstu laununum, konur með MBA-nám og 3-5 ára eða 11-20 ára starfsaldur eru með hærri laun en karlar með sambærilega menntun. Konur með MBA-nám og 3-5 ára starfsreynslu eru með 40% hærri laun en karlar. Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Meðaltal heildarlauna viðskipta- og hagfræðinga er 860 þúsund krónur og hefur hækkað um 8,4 prósent frá árinu 2013. Staðalfrávik er þó 390 þúsund krónur. Miðgildi heildarlauna meðal viðskipta- og hagfræðinga er 777 þúsund, Þetta kemur fram í nýrri kjarakönnun Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga sem kemur út í dag. Könnunin er byggð á launum félagsmanna í febrúar, gild svör voru samtals 904. Ekki voru tekin svör frá félagsmönnum sem starfa erlendis. Samkvæmt könnuninni hafa laun hækkað meðal allra hópa eftir menntun og starfsaldri samanborið við árið 2013. Mesta hækkunin er meðal þeirra sem eru með 0-2 ára starfsreynslu en hún nemur 20 prósentum. Launahækkun frá 2013 var 8-11 prósent fyrir þá sem lokið hafa BS/BA-, masters- og cand. oecon-prófi, en tvö prósent hjá MBA og fjögur prósent hjá þeim sem hafa lokið doktorsprófi. Heildarlaun hækka með aukinni menntun, undantekningin er að þeir sem eru með mastersgráðu voru með lægri laun en þeir sem hafa cand. oecon-gráðu. Skýringin liggur m.a. í því að cand. oecon-hópurinn er eldri og með hærri starfsaldur en hópurinn með masterspróf. Töluverður munur er á launum kynjanna og hallar mikið á konur. Innan hópa þar sem a.m.k. fimm einstaklingar voru í hverjum hópi kemur í ljós að laun karla eru hærri í 13 tilfellum og laun kvenna eru hærri í þremur tilvikum. Sú þróun virðist eiga sér stað að meðal þeirra sem lokið hafa BS/BA- og mastersnámi er launamunurinn mikill þegar starfsaldur er lægstur en minnkar svo með auknum starfsaldri en virðist svo aukast á ný þegar líður á starfsaldurinn. Launamunur kynjanna með BS/BA-gráðu nemur 18 prósentum eftir 10 ára starfsreynslu og 31,1 prósenti hjá þeim sem eru með mastersgráðu eftir 6-10 ára starfsreynslu. Þetta er í samræmi við niðurstöður Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat, sem hefur gefið það út að launamunur kynjanna aukist með aldri, oft vegna áhrifa barneigna á starfsframa kvenna. Svo virðist sem konur geti hins vegar í sumum tilfellum endurheimt hærri laun eftir að barnauppeldinu lýkur. Samkvæmt kjarakönnuninni eru konur, sem eru með cand. oecon-gráðu og 30 ára eða meiri starfsreynslu, með hærri laun en karlar með sömu menntun og reynslu. Lítið úrtak gæti hins vegar skýrt þetta. MBA-nám virðist skila konum hæstu laununum, konur með MBA-nám og 3-5 ára eða 11-20 ára starfsaldur eru með hærri laun en karlar með sambærilega menntun. Konur með MBA-nám og 3-5 ára starfsreynslu eru með 40% hærri laun en karlar.
Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira