Viðskipti innlent

Vöruskiptin í október voru óhagstæð um 3,6 milljarða

Sæunn Gísladóttir skrifar
Útflutningur fob nam 46,8 milljörðum króna í október.
Útflutningur fob nam 46,8 milljörðum króna í október. Vísir/GVA
Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar fyrir október 2015 var útflutningur fob 46,8 milljarðar króna og innflutningur fob var 50,4 milljarðar króna. Vöruskiptin í október, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 3,6 milljarða króna.

Athygli skal vakin á því að áætlun um eldsneytiskaup íslenskra flutningsfara erlendis er nú meðtalin í bráðabirgðatölum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×