Viðskipti innlent

Gunnar nýr forstjóri Odda

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gunnar H. Sverrisson hefur verið ráðinn forstjóri Odda.
Gunnar H. Sverrisson hefur verið ráðinn forstjóri Odda.
Gunnar H. Sverrisson hefur verið ráðinn forstjóri Odda. Hann tekur við starfinu af Þorgeiri Baldurssyni, sem verið hefur forstjóri Odda og tengdra félaga frá árinu 1983 og starfað hjá fyrirtækinu síðan 1960. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Odda.

Gunnar er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hann starfaði áður sem forstjóri hjá Íslenskum aðalverktökum (ÍAV) og tengdum félögum 2004-2014. Gunnar var fjármálastjóri ÍAV 1998-2004, forstöðumaður stjórnunarsviðs Kaupþings 1996-1998 og fjármálastjóri Ármannsfells 1992-1996. Hann sat í stjórn Plastprents 1999-2003, en það fyrirtæki var sameinað Odda árið 2012. Eiginkona Gunnars er Sigríður Hrólfsdóttir rekstrarhagfræðingur og eiga þau þrjú börn.

Oddi er stærsti framleiðandi landsins á sviði umbúða úr pappír og plasti, ásamt því að veita atvinnulífinu fjölbreytta prentþjónustu að því er segir í tilkynningunni. Oddi hefur um 3.500 viðskiptavini og 240 starfsmenn á fjórum stöðum í Reykjavík. Velta fyrirtækisins er liðlega 5 milljarðar króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×