Viðskipti innlent

Skattakóngurinn Landsbankinn greiðir ríkinu 12,5 milljarða

ingvar haraldsson skrifar
Landsbankinn greiðir hæsta skatta á þessu ári.
Landsbankinn greiðir hæsta skatta á þessu ári. Vísir/Andri Marinó
Landsbankinn er sá lögaðili sem greiðir hæsta skatta á árinu, alls 12,5 milljarða króna. Bankar og slitabú raða sér í efstu sæti listans.

Næst á eftir Landsbankanum koma Kaupþing og Glitnir sem bæði greiða tæplega 10,3 milljarða króna. Þá greiðir Ríkissjóður sjálfum sér 10,25 milljarða króna.

Í næstu sætum koma svo enn fleiri bankastofnanir. Arion banki greiðir 7,9 milljarða, LBI eða Gamli Landsbankinn, greiðir 6,9 milljarða og Íslandsbanki tæpa 5 milljarða. Þá greiðir GLB Holding, dótturfélag Glitnis, 4,3 milljarða króna.

Samtals nema þessar greiðslur banka og slitabúa 57 milljörðum króna.

Af greiðslum lögaðili munar mest um tryggingargjald fyrir ríkið sem skilar ríkissjóð 75 milljörðum króna. Þá nemur tekjuskattur 63,8 milljörðum króna og bankaskatturinn svokallaði 33,6 milljörðum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×