Viðskipti innlent

Hagnaður N1 dróst saman milli ára

Sæunn Gísladóttir skrifar
Lækkun olíuverðs hafði neikvæð áhrif á afkomu N1 á þriðja ársfjórðungi.
Lækkun olíuverðs hafði neikvæð áhrif á afkomu N1 á þriðja ársfjórðungi.
Hagnaður N1 nam 740 milljónum á þriðja ársfjórðungi og lækkaði um tæpar 200 milljónir milli ára. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 1,1 milljarði á þriðja ársfjórðungi, samanborið við 1,25 milljarða a sama tímabili árið 2014.

Olíuverð lækkaði um 19-31 prósent á þriðja ársfjórðungi sem hafði neikvæð áhrif á afkomu félagsins. Stöðugildi voru 581 á þriðja ársfjórðungi samanborið við 631 ári áður. Eigið fé var 8,9 milljarðar og eiginfjárhlutfall 40,1 prósent í lok september 2015. Arðsemi eigin fjár var 20,7 prósent á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 12,5 prósent á fyrstu níu mánuðum árið 2014.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×