Viðskipti innlent

Tekjur Nýherja jukust um 17%

Sæunn Gísladóttir skrifar
Finnur Oddsson er forstjóri Nýherja.
Finnur Oddsson er forstjóri Nýherja.
Tekjur Nýherja á fyrstu níu mánuðum ársins numu 9,7 milljörðum króna og jukust um 17 prósent milli ára. Vöru- og þjónustusala á þriðja ársfjórðungi nam númum þremur milljörðum króna og jókst um 18,6 prósent milli ára. 

Framlegð nam 828 milljónum króna á ársfjórðungnum og 2,5 milljörðum króna á fyrsti níu mánuðum ársins sem er tæplega 300 milljón króna hækkun milli ára.

EBITDA hækkaði milli ára og nam 240 milljónum króna á ársfjórðungnum og 693 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Jákvæð rekstrarafkoma var hjá öllum félögum samstæðunnar á fyrstu níu mánuðum ársins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×