Lægri vextir hækka íbúðaverð Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. október 2015 07:00 Lífeyrissjóður verslunarmanna lækkaði vexti á verðtryggðum lánum úr 3,7 prósentum í 3,6. Fastir vextir á verðtryggðum lánum Arion lækkuðu úr 3,9 prósentum í 3,8 og úr 7,5 í 7,25 á óverðtryggðum. vísir/vilhelm „Lækkun langtímavaxta á íbúðalánum grefur undan peningastefnunni og minnkar bit stýrivaxtahækkana,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Hún segir lækkanir á vöxtum íbúðalána til þess fallnar að auka verðbólgu. Ásdís bætir við að vaxtalækkanir komi til með að auka eftirspurn á fasteignamarkaði og þrýsti þar með fasteignaverði upp, með tilheyrandi áhrifum á verðbólgu. „Þegar vextir lækka þá lækkar fjármögnunarkostnaður miðað við óbreytt veðhlutfall og kaupgeta einstaklinga á fasteignamarkaði eykst.“ Ásdís bendir á að búist sé við frekari vaxtahækkunum Seðlabankans, þótt þeim hafi verið haldið óbreyttum við síðustu vaxtaákvörðun. Það sé furðuleg staða að langtímavextir á markaði lækki við slíkar aðstæður. „Erlendir aðilar sjá mikinn þrótt í íslensku efnahagslífi ólíkt til dæmis því sem við sjáum í Evrópu,“ segir Ásdís og bætir við að áhugi þeirra á að fjárfesta í löngum ríkisbréfum hafi því aukist mjög hratt á síðustu mánuðum. Aukin eftirspurn eftir slíkum bréfum hafi því leitt til þess að langtímavextir hafi lækkað. „Þetta er undarleg staða,“ segir Ásdís.„Þetta minnir um margt á stöðuna 2004-2005 þegar Seðlabankinn hækkaði vexti til að sporna gegn aukinni þenslu og verðbólgu. Á sama tíma leiddi aukin samkeppni á íbúðalánamarkaði hins vegar til þess að langtímavextir fóru lækkandi. Þá var það Íbúðalánasjóður sem keppti við viðskiptabankana en í dag eru það lífeyrissjóðirnir,“ bætir hún við. Ásdís segir líka skipta máli hver veðhlutföllin eru. „Aðgengi að lánsfé ræðst ekki aðeins af vaxtakostnaði heldur einnig veðhlutfalli. Á árunum 2004-2006 voru í boði allt að 100% íbúðalán en sú staða er ekki uppi núna. Fyrstu kaupendur þurfa enn sem komið er að reiða fram eigið fé en fjármagnskostnaðurinn er hins vegar að lækka.“Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SAValdimar Ármann, sérfræðingur hjá GAMMA og aðjúnkt við hagfræðideild Háskóla Íslands, tekur undir þá skoðun að vaxtalækkunin vinni gegn vaxtahækkunum Seðlabankans. Hann tekur fram að þessi lækkun sé bein afleiðing af þróun ávöxtunarkröfu af ríkisskuldabréfum. „Ríkisskuldabréfavextir leggja ákveðið gólf á markaði og menn miða við það,“ segir Valdimar. Þetta þýði að lífeyrissjóðurinn og bankinn séu alls ekki markvisst að ganga gegn markmiðum Seðlabankans. Þá segir Valdimar að menn geti líka spurt sig út í aðgerðir sveitarfélaga sem hafa heitið því að niðurgreiða lán til fyrstu kaupenda. „Er það þá að ógna fjármálastöðugleika? Það eykur lánsfjármagn og eykur þar af leiðandi eftirspurn eftir íbúðum,“ segir Valdimar. Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Sjá meira
„Lækkun langtímavaxta á íbúðalánum grefur undan peningastefnunni og minnkar bit stýrivaxtahækkana,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Hún segir lækkanir á vöxtum íbúðalána til þess fallnar að auka verðbólgu. Ásdís bætir við að vaxtalækkanir komi til með að auka eftirspurn á fasteignamarkaði og þrýsti þar með fasteignaverði upp, með tilheyrandi áhrifum á verðbólgu. „Þegar vextir lækka þá lækkar fjármögnunarkostnaður miðað við óbreytt veðhlutfall og kaupgeta einstaklinga á fasteignamarkaði eykst.“ Ásdís bendir á að búist sé við frekari vaxtahækkunum Seðlabankans, þótt þeim hafi verið haldið óbreyttum við síðustu vaxtaákvörðun. Það sé furðuleg staða að langtímavextir á markaði lækki við slíkar aðstæður. „Erlendir aðilar sjá mikinn þrótt í íslensku efnahagslífi ólíkt til dæmis því sem við sjáum í Evrópu,“ segir Ásdís og bætir við að áhugi þeirra á að fjárfesta í löngum ríkisbréfum hafi því aukist mjög hratt á síðustu mánuðum. Aukin eftirspurn eftir slíkum bréfum hafi því leitt til þess að langtímavextir hafi lækkað. „Þetta er undarleg staða,“ segir Ásdís.„Þetta minnir um margt á stöðuna 2004-2005 þegar Seðlabankinn hækkaði vexti til að sporna gegn aukinni þenslu og verðbólgu. Á sama tíma leiddi aukin samkeppni á íbúðalánamarkaði hins vegar til þess að langtímavextir fóru lækkandi. Þá var það Íbúðalánasjóður sem keppti við viðskiptabankana en í dag eru það lífeyrissjóðirnir,“ bætir hún við. Ásdís segir líka skipta máli hver veðhlutföllin eru. „Aðgengi að lánsfé ræðst ekki aðeins af vaxtakostnaði heldur einnig veðhlutfalli. Á árunum 2004-2006 voru í boði allt að 100% íbúðalán en sú staða er ekki uppi núna. Fyrstu kaupendur þurfa enn sem komið er að reiða fram eigið fé en fjármagnskostnaðurinn er hins vegar að lækka.“Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SAValdimar Ármann, sérfræðingur hjá GAMMA og aðjúnkt við hagfræðideild Háskóla Íslands, tekur undir þá skoðun að vaxtalækkunin vinni gegn vaxtahækkunum Seðlabankans. Hann tekur fram að þessi lækkun sé bein afleiðing af þróun ávöxtunarkröfu af ríkisskuldabréfum. „Ríkisskuldabréfavextir leggja ákveðið gólf á markaði og menn miða við það,“ segir Valdimar. Þetta þýði að lífeyrissjóðurinn og bankinn séu alls ekki markvisst að ganga gegn markmiðum Seðlabankans. Þá segir Valdimar að menn geti líka spurt sig út í aðgerðir sveitarfélaga sem hafa heitið því að niðurgreiða lán til fyrstu kaupenda. „Er það þá að ógna fjármálastöðugleika? Það eykur lánsfjármagn og eykur þar af leiðandi eftirspurn eftir íbúðum,“ segir Valdimar.
Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Sjá meira