Lægri vextir hækka íbúðaverð Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. október 2015 07:00 Lífeyrissjóður verslunarmanna lækkaði vexti á verðtryggðum lánum úr 3,7 prósentum í 3,6. Fastir vextir á verðtryggðum lánum Arion lækkuðu úr 3,9 prósentum í 3,8 og úr 7,5 í 7,25 á óverðtryggðum. vísir/vilhelm „Lækkun langtímavaxta á íbúðalánum grefur undan peningastefnunni og minnkar bit stýrivaxtahækkana,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Hún segir lækkanir á vöxtum íbúðalána til þess fallnar að auka verðbólgu. Ásdís bætir við að vaxtalækkanir komi til með að auka eftirspurn á fasteignamarkaði og þrýsti þar með fasteignaverði upp, með tilheyrandi áhrifum á verðbólgu. „Þegar vextir lækka þá lækkar fjármögnunarkostnaður miðað við óbreytt veðhlutfall og kaupgeta einstaklinga á fasteignamarkaði eykst.“ Ásdís bendir á að búist sé við frekari vaxtahækkunum Seðlabankans, þótt þeim hafi verið haldið óbreyttum við síðustu vaxtaákvörðun. Það sé furðuleg staða að langtímavextir á markaði lækki við slíkar aðstæður. „Erlendir aðilar sjá mikinn þrótt í íslensku efnahagslífi ólíkt til dæmis því sem við sjáum í Evrópu,“ segir Ásdís og bætir við að áhugi þeirra á að fjárfesta í löngum ríkisbréfum hafi því aukist mjög hratt á síðustu mánuðum. Aukin eftirspurn eftir slíkum bréfum hafi því leitt til þess að langtímavextir hafi lækkað. „Þetta er undarleg staða,“ segir Ásdís.„Þetta minnir um margt á stöðuna 2004-2005 þegar Seðlabankinn hækkaði vexti til að sporna gegn aukinni þenslu og verðbólgu. Á sama tíma leiddi aukin samkeppni á íbúðalánamarkaði hins vegar til þess að langtímavextir fóru lækkandi. Þá var það Íbúðalánasjóður sem keppti við viðskiptabankana en í dag eru það lífeyrissjóðirnir,“ bætir hún við. Ásdís segir líka skipta máli hver veðhlutföllin eru. „Aðgengi að lánsfé ræðst ekki aðeins af vaxtakostnaði heldur einnig veðhlutfalli. Á árunum 2004-2006 voru í boði allt að 100% íbúðalán en sú staða er ekki uppi núna. Fyrstu kaupendur þurfa enn sem komið er að reiða fram eigið fé en fjármagnskostnaðurinn er hins vegar að lækka.“Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SAValdimar Ármann, sérfræðingur hjá GAMMA og aðjúnkt við hagfræðideild Háskóla Íslands, tekur undir þá skoðun að vaxtalækkunin vinni gegn vaxtahækkunum Seðlabankans. Hann tekur fram að þessi lækkun sé bein afleiðing af þróun ávöxtunarkröfu af ríkisskuldabréfum. „Ríkisskuldabréfavextir leggja ákveðið gólf á markaði og menn miða við það,“ segir Valdimar. Þetta þýði að lífeyrissjóðurinn og bankinn séu alls ekki markvisst að ganga gegn markmiðum Seðlabankans. Þá segir Valdimar að menn geti líka spurt sig út í aðgerðir sveitarfélaga sem hafa heitið því að niðurgreiða lán til fyrstu kaupenda. „Er það þá að ógna fjármálastöðugleika? Það eykur lánsfjármagn og eykur þar af leiðandi eftirspurn eftir íbúðum,“ segir Valdimar. Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
„Lækkun langtímavaxta á íbúðalánum grefur undan peningastefnunni og minnkar bit stýrivaxtahækkana,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Hún segir lækkanir á vöxtum íbúðalána til þess fallnar að auka verðbólgu. Ásdís bætir við að vaxtalækkanir komi til með að auka eftirspurn á fasteignamarkaði og þrýsti þar með fasteignaverði upp, með tilheyrandi áhrifum á verðbólgu. „Þegar vextir lækka þá lækkar fjármögnunarkostnaður miðað við óbreytt veðhlutfall og kaupgeta einstaklinga á fasteignamarkaði eykst.“ Ásdís bendir á að búist sé við frekari vaxtahækkunum Seðlabankans, þótt þeim hafi verið haldið óbreyttum við síðustu vaxtaákvörðun. Það sé furðuleg staða að langtímavextir á markaði lækki við slíkar aðstæður. „Erlendir aðilar sjá mikinn þrótt í íslensku efnahagslífi ólíkt til dæmis því sem við sjáum í Evrópu,“ segir Ásdís og bætir við að áhugi þeirra á að fjárfesta í löngum ríkisbréfum hafi því aukist mjög hratt á síðustu mánuðum. Aukin eftirspurn eftir slíkum bréfum hafi því leitt til þess að langtímavextir hafi lækkað. „Þetta er undarleg staða,“ segir Ásdís.„Þetta minnir um margt á stöðuna 2004-2005 þegar Seðlabankinn hækkaði vexti til að sporna gegn aukinni þenslu og verðbólgu. Á sama tíma leiddi aukin samkeppni á íbúðalánamarkaði hins vegar til þess að langtímavextir fóru lækkandi. Þá var það Íbúðalánasjóður sem keppti við viðskiptabankana en í dag eru það lífeyrissjóðirnir,“ bætir hún við. Ásdís segir líka skipta máli hver veðhlutföllin eru. „Aðgengi að lánsfé ræðst ekki aðeins af vaxtakostnaði heldur einnig veðhlutfalli. Á árunum 2004-2006 voru í boði allt að 100% íbúðalán en sú staða er ekki uppi núna. Fyrstu kaupendur þurfa enn sem komið er að reiða fram eigið fé en fjármagnskostnaðurinn er hins vegar að lækka.“Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SAValdimar Ármann, sérfræðingur hjá GAMMA og aðjúnkt við hagfræðideild Háskóla Íslands, tekur undir þá skoðun að vaxtalækkunin vinni gegn vaxtahækkunum Seðlabankans. Hann tekur fram að þessi lækkun sé bein afleiðing af þróun ávöxtunarkröfu af ríkisskuldabréfum. „Ríkisskuldabréfavextir leggja ákveðið gólf á markaði og menn miða við það,“ segir Valdimar. Þetta þýði að lífeyrissjóðurinn og bankinn séu alls ekki markvisst að ganga gegn markmiðum Seðlabankans. Þá segir Valdimar að menn geti líka spurt sig út í aðgerðir sveitarfélaga sem hafa heitið því að niðurgreiða lán til fyrstu kaupenda. „Er það þá að ógna fjármálastöðugleika? Það eykur lánsfjármagn og eykur þar af leiðandi eftirspurn eftir íbúðum,“ segir Valdimar.
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira