Viðskipti innlent

Meðaltekjur á Íslandi næst hæstar á Norðurlöndum

Sæunn Gísladóttir skrifar
Ísland er hálaunaland samkvæmt nýjustu tölum OECD.
Ísland er hálaunaland samkvæmt nýjustu tölum OECD. Vísir/Vilhelm
Meðaltekjur á Íslandi eru næst hæstar á Norðurlöndum samkvæmt tölum OECD. Árið 2014 voru meðalárstekjur barnlauss einstaklings á Íslandi eftir skatta og bætur næst hæstar á Norðurlöndum, eða 36 þúsund USD, jafnvirði 4,5 milljóna króna, samanborið við 5,3 milljónir króna í Noregi, 4,4 milljónir í Svíþjóð 4,4 milljónirog 4 milljónir í Danmörku og Finnlandi. Þessu greinir SA frá.

Í greiningu Samtaka atvinnulífsins kemur fram að Ísland var í tíunda sæti á lista OECD yfir bestu launakjörin meðal meðlimaríkja árið 2014. Ísland er því hálaunaland samkvæmt alþjóðlegum samanburði OECD, Efnahags- og þróunarsamvinnustofnunarinnar í París. Í umræðu um kjaramál er því hins vegar sífellt haldið fram að Ísland sé láglaunaland, einkum í samanburði við Norðurlönd. Samkvæmt gögnum OECD eru meðaltekjur á Íslandi næst hæstar á Norðurlöndunum og því er nær sanni að segja að Ísland sé hálaunaland. Við samanburð launa milli landa er algengast að látið sé nægja að umreikna þau í sama gjaldmiðil. Sá einfaldi útreikningur dregur upp skakka mynd af mismun á kaupmætti launa og þar með lífskjörum í viðkomandi löndum.

SA segir ástæðurnar einkum vera tvær. Skattkerfi ríkja eru mismunandi sem hefur áhrif á ráðstöfunartekjur og kaupmátt þeirra og þar sem laun eru há er verðlag einnig hátt og þar sem laun eru lág er verðlag lágt. Af síðarnefndu ástæðunni er mismunur á launum milli landa meiri en á kaupmætti launa. Launahækkanir á Íslandi eru miklu meiri á þessu ári en í öðrum löndum OECD. Útlit er fyrir að kaupmáttur aukist um 6% á Íslandi en framleiðni minnki um 0,4%. Það gengur þvert gegn efnahagslögmálum og getur ekki gengið til lengdar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×