Ísavía segir Samkeppniseftirlitið á villigötum Heimir Már Pétursson skrifar 23. október 2015 13:50 Talsmaður Ísavía segir Samkeppniseftirlitið beina tilmælum sínum um úthlutun afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli til rangra aðila. Félagið úthluti ekki afgreiðslutímunum og sé ekki heimilt samkvæmt dómsúrskurðum að breyta þeim. Samkeppniseftirlitið hefur birt nýjan úrskurð vegna afgreiðslutíma flugfélaga á háannatímum Keflavíkurflugvallar á morgnana og síðdegis. En WOW Air kvartaði til eftirlitsins þar sem það taldi Ísavía hygla Icelandair við úthlutun tímanna. Samkeppniseftirlitið beinir því til innanríkisráðherra og Samgöngustofu að grípa til aðgerða vegna samkeppnishindrana sem tengist úthlutun afgreiðslutímanna. Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Ísavía segir fjölda afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli ákvarðaða út frá afkastagetu flugvallarins. Úthlutunin fari fram eftir samræmdum EES reglum sem innleiddar hafi verið hér á landi í samræmi við skuldbindingar íslenska ríkisins. Samkvæmt reglunum sé úthlutunin á höndum sjálfstæðs samræmingarstjóra í Evrópu sem hafi úthlutað afgreiðslutímum í samræmi við þær reglur sem um úthlutun afgreiðslutíma gilda. Yfirvöld eða flugvallarrekendur viðkomandi landa megi ekki hafa afskipti af ákvörðunum hans varðandi úthlutunina og megi ekki breyta þeim úthlutunarreglum. Guðni segir Ísavía því ekki hafa brotið neinar reglur. „Það hefur einmitt verið úrskurðað um það af áfrýjunarnefnd samkeppnismála, héraðsdómi EFTA dómstólnum og Hæstarétti á öllum stigum þessa máls að það hafi verið farið eftir settum reglum við úthlutun afgreiðslutíma,“ segir Guðni. Það sé mjög skýrt kveðið á um það í úrskurði Samkeppniseftirlitsins að farið sé eftir þessum reglum. „En ef Samkeppniseftirlitið hefur eitthvað við þessar reglur að athuga ætti það að beina því til Evrópusambandsins þaðan sem þessar reglur koma. Til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Það ætti frekar að beina þessum tilmælum til þeirra heldur en þeirra sem fara eftir reglunum,“ segir Guðni Sigurðsson. Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Talsmaður Ísavía segir Samkeppniseftirlitið beina tilmælum sínum um úthlutun afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli til rangra aðila. Félagið úthluti ekki afgreiðslutímunum og sé ekki heimilt samkvæmt dómsúrskurðum að breyta þeim. Samkeppniseftirlitið hefur birt nýjan úrskurð vegna afgreiðslutíma flugfélaga á háannatímum Keflavíkurflugvallar á morgnana og síðdegis. En WOW Air kvartaði til eftirlitsins þar sem það taldi Ísavía hygla Icelandair við úthlutun tímanna. Samkeppniseftirlitið beinir því til innanríkisráðherra og Samgöngustofu að grípa til aðgerða vegna samkeppnishindrana sem tengist úthlutun afgreiðslutímanna. Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Ísavía segir fjölda afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli ákvarðaða út frá afkastagetu flugvallarins. Úthlutunin fari fram eftir samræmdum EES reglum sem innleiddar hafi verið hér á landi í samræmi við skuldbindingar íslenska ríkisins. Samkvæmt reglunum sé úthlutunin á höndum sjálfstæðs samræmingarstjóra í Evrópu sem hafi úthlutað afgreiðslutímum í samræmi við þær reglur sem um úthlutun afgreiðslutíma gilda. Yfirvöld eða flugvallarrekendur viðkomandi landa megi ekki hafa afskipti af ákvörðunum hans varðandi úthlutunina og megi ekki breyta þeim úthlutunarreglum. Guðni segir Ísavía því ekki hafa brotið neinar reglur. „Það hefur einmitt verið úrskurðað um það af áfrýjunarnefnd samkeppnismála, héraðsdómi EFTA dómstólnum og Hæstarétti á öllum stigum þessa máls að það hafi verið farið eftir settum reglum við úthlutun afgreiðslutíma,“ segir Guðni. Það sé mjög skýrt kveðið á um það í úrskurði Samkeppniseftirlitsins að farið sé eftir þessum reglum. „En ef Samkeppniseftirlitið hefur eitthvað við þessar reglur að athuga ætti það að beina því til Evrópusambandsins þaðan sem þessar reglur koma. Til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Það ætti frekar að beina þessum tilmælum til þeirra heldur en þeirra sem fara eftir reglunum,“ segir Guðni Sigurðsson.
Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira