Viðskipti innlent

Viðgerð lokið vegna bilunar í farsímakerfi 365

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Viðgerð er lokið.
Viðgerð er lokið. Vísir
Vegna uppfærslu í kerfum Símans í nótt kom upp bilun í farsímakerfi 365 snemma í morgun. Unnið hefur verið að viðgerð í samstarfi við farsímasérfræðinga Símans og er henni lokið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá 365 miðlum.

Í einhverjum tilfellum þurfa viðskiptavinir að endurræsa síma sína til að ná sambandi . Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem bilunin kann að hafa valdið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×