Viðskipti innlent

905 milljóna gjaldþrot StjórnarZ

ingvar haraldsson skrifar
Byr tapaði á fjárfestingum Lava Capital á Bretlandi.
Byr tapaði á fjárfestingum Lava Capital á Bretlandi. vísir/pjetur
Gjaldþrotskiptum í félaginu StjórnarZ ehf. er lokið. Ekkert fékkst upp í lýstar kröfur sem námu 905 milljónum króna.

StjórnarZ var stofnað árið 2007 um stjórnarsetu Sparisjóðsins Byr í bresku fjárfestingarfélaginu Lava Capital sem var einnig í eigu Byrs. Breska félagið fjárfesti í fasteignum á vel völdum stöðum í London og nágrenni.

Fjögurra milljarða gjaldþrot fjárfestingafélagsins

Lava Capital lauk gjaldþrotaskiptum í mars á þessu ári en ekkert fékkst upp í lýstar kröfur sem námu fjórum milljörðum króna.

Fjallað er um Lava Capital í Rannsóknarskýrslu Alþingis um fall sparisjóðanna. Þar kemur fram að Byr hefði lánað Lava Capital andvirði 3,4 milljarða króna í breskum pundum árið 2007. Engar stjórnarsamþykktir fengust fyrir láninu.

Árið 2008 hafi eignir og skuldir verið skráðar tæplega 2,3 milljarðar króna.

Í ársreikningi ársins 2009 voru eignirnar hins vegar metnar á 210 milljónir króna en skuldirnar á 2,3 milljarð króna.



StjórnarZ sameinað öðrum félögum

Í frétt Mbl um gjaldþrot félagsins er greint frá því að Íslandsbanki hafi eignast bæði StjórnarZ og Lava Capital við yfirtöku Byrs árið 2011.

Þá hafi Íslands­banki sam­einað StjórnarZ ehf. við þrjú önnur félög sem bankinn hafi yfirtekið og reyndust eignarlaus en skulduðu mikið. Fé­lög­in sem um ræðir eru Net­kort ehf., Grettistiklur ehf. og Slátt­an ehf. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×