Viðskipti innlent

Sala Alibaba jókst um 32% milli ára

Sæunn Gísladóttir skrifar
Jack Ma, stofnandi Alibaba.
Jack Ma, stofnandi Alibaba. Vísir/EPA
Kínverski vefrisinn Alibaba tilkynnti að sala á öðrum ársfjórðungi hefði aukist um 32 prósent milli ára. Söluaukning var ofar spám greiningaraðila. Salan nam 22,17 milljörðum yuan, jafnvirði 450 milljarða íslenskra króna, sem var tæplega milljarði yuan, jafnvirði 20 milljarða íslenskra króna yfir spám.

Hlutabréf Alibaba í New York Kauphöllinni hækkuðu um 8,5 prósent í kjölfar tilkynningarinnar. 







Fleiri fréttir

Sjá meira


×