Bertrand Kan vill taka sæti í stjórn Símans jón hákon halldórsson skrifar 28. október 2015 08:00 Bertrand Kan kynntist Símanum fyrst í einkavæðingarferlinu. „Ef ég yrði beðinn um það þá myndi ég sannarlega hafa áhuga,“ segir fjárfestirinn Bertrand Kan, spurður hvort hann hafi hug á að taka sæti í stjórn Símans. Kan er í forsvari fyrir félagið L1088 ehf. Það er félag sem keypti fimm prósenta hlut í Símanum í aðdraganda útboðs. Kan hefur fylgst með Símanum frá árinu 2004, þegar hann var helsti ráðgjafi Morgan Stanley í að einkavæða fyrirtækið. Um nokkurra áratuga skeið hafa fjárfestingar í fjarskipta-, fjölmiðla- og tæknifyrirtækjum verið hans sérsvið. Hann situr meðal annars í stjórn spænska fjarskiptafélagsins Cellnex. Hann segir Símann ekki vera stærsta fyrirtækið sem hann hafi fjárfest í. En stærð Símans hafi sína kosti. „Stóru fyrirtækin eru alltaf svolítið eins og stór olíuskip. Það er erfitt að breyta um kúrs. Síminn er miklu auðstýranlegri,“ segir Kan. Kan segir að Síminn starfi líka á breiðari grundvelli en mörg önnur fyrirtæki. „Það hefur starfað á fjölmiðlamarkaði um nokkurra ára skeið. Það hefur líka verið sneggra en mörg önnur fyrirtæki að tileinka sér starfsemi á stafræna markaðnum og með tónlistarveitum,“ segir Kan. Hjá Símanum átti menn sig á þeim fjölmörgu tækifærum sem felist í internetinu og það líki honum. Kan segir að það hafi verið hugmynd stjórnenda Símans að hann kæmi að fjárfestingu í fyrirtækinu með þeim. „Mér hefur líkað vel við Símann í þau rúmu tíu ár sem ég hef þekkt fyrirtækið. Ég sagðist því vera áhugasamur og þannig byrjaði það,“ segir Kan. Hann vill ekki greina frá því hvað hann persónulega keypti stóran hlut. „Mér finnst það ekki skipta máli. Ég er ekki stærsti hluthafinn í hópnum og ekki sá minnsti. Ég er í miðjunni og er hluti af hópnum.“ Aðdragandinn að útboðinu hefur verið gagnrýndur harðlega. Bæði vegna þess að fjárfestahópurinn sem Kan tilheyrir keypti á genginu 2,5 á hlut og einnig þar sem bankinn seldi vildarviðskiptavinum sínum hlut á 2,8 fyrir útboðið. Vegið meðalgengi í útboðinu var hins vegar 3,33 á hlut. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, er einn þeirra sem hafa gagnrýnt söluferlið og kallað það klúður. Kan segist hafa orðið var við gagnrýnina. Hann bendir á að hópurinn hafi samið um hlutinn fyrir síðasta sumar. Ómögulegt hafi verið að sjá hvernig útboðið myndi fara. „Þótt við hefðum haft væntingar um það hvernig útboðið færi höfðum við enga vissu. Þetta varð niðurstaðan,“ segir Kan. Í öðru lagi lúti hlutabréfin sem fjárfestahópurinn keypti ekki sömu leikreglum og þau sem voru seld í útboðinu. „Vegna þess að hluti samningsins var að við myndum ekki selja þau fyrr en 2017. Það er gott að sjá að bréfin hafa hækkað í verði en hagnaðurinn er aðeins á blaði og markaðir hreyfast upp á við og niður,“ segir Kan. Það sé því ekki hægt að segja fyrr en árið 2017 hversu góð fjárfestingin var. Fólk sem keypti í útboðinu geti hins vegar keypt og selt hvenær sem það vill. „Ég vil gjarnan sjá að fólk beri saman epli og epli. Sölubannið kemur hins vegar ekki illa við mig þar sem ég sé bréfin sem langtímafjárfestingu.“ Tengdar fréttir Bréf í Símanum seld á þriðjungi hærra gengi en fjárfestar og forstjórinn keyptu á Hlutur fjárfestanna hefur hækkað um 440 milljónir króna síðan í ágúst. 8. október 2015 10:27 Arion banki: Óheppilegt að selja til valinna viðskiptavina á lægra gengi skömmu fyrir útboð Bankinn mun taka gagnrýni á sölu bankans á hlut sínum í Símanum til greina en telur að verðlagning sí hafi verið réttmæt. 23. október 2015 11:08 Bjarni Benediktsson segir Símasöluna klúður Fjármálaráðherra segir enga þolinmæði í samfélaginu vera á sölu til útvalda. 20. október 2015 09:57 Arion óttaðist lægra verð yrði allt selt í einu Arion banki óttaðist að lægra verð fengist fyrir eignarhlut sinn í Símanum yrði 31 prósents eignarhlutur seldur í einu lagi. 10. október 2015 07:00 Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
„Ef ég yrði beðinn um það þá myndi ég sannarlega hafa áhuga,“ segir fjárfestirinn Bertrand Kan, spurður hvort hann hafi hug á að taka sæti í stjórn Símans. Kan er í forsvari fyrir félagið L1088 ehf. Það er félag sem keypti fimm prósenta hlut í Símanum í aðdraganda útboðs. Kan hefur fylgst með Símanum frá árinu 2004, þegar hann var helsti ráðgjafi Morgan Stanley í að einkavæða fyrirtækið. Um nokkurra áratuga skeið hafa fjárfestingar í fjarskipta-, fjölmiðla- og tæknifyrirtækjum verið hans sérsvið. Hann situr meðal annars í stjórn spænska fjarskiptafélagsins Cellnex. Hann segir Símann ekki vera stærsta fyrirtækið sem hann hafi fjárfest í. En stærð Símans hafi sína kosti. „Stóru fyrirtækin eru alltaf svolítið eins og stór olíuskip. Það er erfitt að breyta um kúrs. Síminn er miklu auðstýranlegri,“ segir Kan. Kan segir að Síminn starfi líka á breiðari grundvelli en mörg önnur fyrirtæki. „Það hefur starfað á fjölmiðlamarkaði um nokkurra ára skeið. Það hefur líka verið sneggra en mörg önnur fyrirtæki að tileinka sér starfsemi á stafræna markaðnum og með tónlistarveitum,“ segir Kan. Hjá Símanum átti menn sig á þeim fjölmörgu tækifærum sem felist í internetinu og það líki honum. Kan segir að það hafi verið hugmynd stjórnenda Símans að hann kæmi að fjárfestingu í fyrirtækinu með þeim. „Mér hefur líkað vel við Símann í þau rúmu tíu ár sem ég hef þekkt fyrirtækið. Ég sagðist því vera áhugasamur og þannig byrjaði það,“ segir Kan. Hann vill ekki greina frá því hvað hann persónulega keypti stóran hlut. „Mér finnst það ekki skipta máli. Ég er ekki stærsti hluthafinn í hópnum og ekki sá minnsti. Ég er í miðjunni og er hluti af hópnum.“ Aðdragandinn að útboðinu hefur verið gagnrýndur harðlega. Bæði vegna þess að fjárfestahópurinn sem Kan tilheyrir keypti á genginu 2,5 á hlut og einnig þar sem bankinn seldi vildarviðskiptavinum sínum hlut á 2,8 fyrir útboðið. Vegið meðalgengi í útboðinu var hins vegar 3,33 á hlut. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, er einn þeirra sem hafa gagnrýnt söluferlið og kallað það klúður. Kan segist hafa orðið var við gagnrýnina. Hann bendir á að hópurinn hafi samið um hlutinn fyrir síðasta sumar. Ómögulegt hafi verið að sjá hvernig útboðið myndi fara. „Þótt við hefðum haft væntingar um það hvernig útboðið færi höfðum við enga vissu. Þetta varð niðurstaðan,“ segir Kan. Í öðru lagi lúti hlutabréfin sem fjárfestahópurinn keypti ekki sömu leikreglum og þau sem voru seld í útboðinu. „Vegna þess að hluti samningsins var að við myndum ekki selja þau fyrr en 2017. Það er gott að sjá að bréfin hafa hækkað í verði en hagnaðurinn er aðeins á blaði og markaðir hreyfast upp á við og niður,“ segir Kan. Það sé því ekki hægt að segja fyrr en árið 2017 hversu góð fjárfestingin var. Fólk sem keypti í útboðinu geti hins vegar keypt og selt hvenær sem það vill. „Ég vil gjarnan sjá að fólk beri saman epli og epli. Sölubannið kemur hins vegar ekki illa við mig þar sem ég sé bréfin sem langtímafjárfestingu.“
Tengdar fréttir Bréf í Símanum seld á þriðjungi hærra gengi en fjárfestar og forstjórinn keyptu á Hlutur fjárfestanna hefur hækkað um 440 milljónir króna síðan í ágúst. 8. október 2015 10:27 Arion banki: Óheppilegt að selja til valinna viðskiptavina á lægra gengi skömmu fyrir útboð Bankinn mun taka gagnrýni á sölu bankans á hlut sínum í Símanum til greina en telur að verðlagning sí hafi verið réttmæt. 23. október 2015 11:08 Bjarni Benediktsson segir Símasöluna klúður Fjármálaráðherra segir enga þolinmæði í samfélaginu vera á sölu til útvalda. 20. október 2015 09:57 Arion óttaðist lægra verð yrði allt selt í einu Arion banki óttaðist að lægra verð fengist fyrir eignarhlut sinn í Símanum yrði 31 prósents eignarhlutur seldur í einu lagi. 10. október 2015 07:00 Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Bréf í Símanum seld á þriðjungi hærra gengi en fjárfestar og forstjórinn keyptu á Hlutur fjárfestanna hefur hækkað um 440 milljónir króna síðan í ágúst. 8. október 2015 10:27
Arion banki: Óheppilegt að selja til valinna viðskiptavina á lægra gengi skömmu fyrir útboð Bankinn mun taka gagnrýni á sölu bankans á hlut sínum í Símanum til greina en telur að verðlagning sí hafi verið réttmæt. 23. október 2015 11:08
Bjarni Benediktsson segir Símasöluna klúður Fjármálaráðherra segir enga þolinmæði í samfélaginu vera á sölu til útvalda. 20. október 2015 09:57
Arion óttaðist lægra verð yrði allt selt í einu Arion banki óttaðist að lægra verð fengist fyrir eignarhlut sinn í Símanum yrði 31 prósents eignarhlutur seldur í einu lagi. 10. október 2015 07:00
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun