Viðskipti innlent

Blómaverkstæði Binna lokað eftir 26 ára rekstur

sæunn gísladóttir skrifar
Blómaverkstæði Binna var rekið í 26 ár við Skólavörðustíg.
Blómaverkstæði Binna var rekið í 26 ár við Skólavörðustíg. vísir/anton
Blómaverkstæði Binna við Skólavörðustíg 12 hefur verið lokað eftir 26 ára starfsemi.

Þetta staðfestir Hendrik Berndsen, betur þekktur sem Binni, í samtali við Markaðinn. Búðinni var lokað þann 1. október. Aðspurður vildi Binni ekki ræða hvers vegna ákveðið hefði verið að loka. „Það er bara ósköp eðlilegt, ég er ekkert að ræða það neitt,“ segir Binni.

Blómaverkstæði Binna var ein þekktasta blómabúð Reykjavíkur og hafði Binni staðið blómavaktina lengur en flestir aðrir í Reykjavík. Hringbraut greindi frá því í ágúst að búðin væri til sölu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×