Viðskipti innlent

Bein útsending: Íbúðamarkaðurinn í uppsveiflu

Fundurinn fer fram í Hofi á Akureyri.
Fundurinn fer fram í Hofi á Akureyri. Vísir/Pjetur
Ný skýrsla Greiningar Íslandsbanka um íbúðamarkaðinn á Íslandi verður til umfjöllunar á opnum fræðslufundi bankans í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í dag. Fundurinn hefst klukkan 17 og verður í beinni útsendingu á Vísi.

Dagskrá fundarins má sjá hér að neðan en reiknað er með því að hann standi til um klukkan 18:30.

Hvert er íbúðaverð að fara?

Ingólfur Hreiðar Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka

Verð og verðþróun á fasteignamarkaðinum

Elvar Orri Hreinsson, sérfræðingur í Greiningu Íslandsbanka

Aukin fjölbreytni í fjármögnun íbúða

Finnur Bogi Hannesson, vörustjóri húsnæðislána Íslandsbanka

Íbúðamarkaðurinn á Akureyri

Björn Guðmundsson, Fasteignasölunni Byggð






Fleiri fréttir

Sjá meira


×