Viðskipti erlent

Díselsvindlið setti strik í reikninginn

Sæunn Gísladóttir skrifar
Matthias Mueller nýr forstjóri Volkswagen vonast til að endurvinna traust viðskiptavina.
Matthias Mueller nýr forstjóri Volkswagen vonast til að endurvinna traust viðskiptavina. Vísir/AFP
Volkswagen hefur tilkynnt um 3,5 milljarða evra, jafnvirði 500 milljörðum íslenskra króna, rekstrartap á þriðja ársfjórðungi, og 2,5 milljarða evra, jafnvirði 250 milljarða króna, tap fyrir skatt. Í september játaði bílaframleiðandinn á sig sök í díselsvindli og hefur það því sett stórt strik í reikninginn á þriðja ársfjórðungi.

Sala dróst saman um 3,7 prósent frá júlí til septemberlok og framleiðsla dróst saman um 11,6 prósent á tímabilinu samanborið við fyrra ár. Forsvarsmenn Volkswagen segjast hins vegar eiga von á 4 prósent aukningu í sölu yfir allt árið. Hagnaðurinn verður hins vegar mun lægri þar sem fyrirtækið þarf að greiða himinháar sektir vegna díselsvindlsins.

Matthias Mueller, nýr forstjóri fyrirtækisins, segist vonast til að endurvinna traust viðskiptavina VW á næstu mánuðum. Enn er óljóst hversu háar sektir bílaframleiðandinn komi til með að greiða vegna svindlbúnaðar í 11 milljón bílum.


Tengdar fréttir

VW byrjar að innkalla í janúar

Bílframleiðandinn Volkswagen ætlar að hefja innköllun bíla sem búnir eru svindlbúnaðnum svokallaða í janúar á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×