Viðskipti innlent

Þrír nýir starfsmenn til Svar

Sæunn Gísladóttir skrifar
Björgvin Jónsson, Ingi Björn Ágústsson og Óskar Tómasson eru nýir starfsmenn Spyr.
Björgvin Jónsson, Ingi Björn Ágústsson og Óskar Tómasson eru nýir starfsmenn Spyr.
Nýlega hafa þrír liðsmenn bæst við teymi upplýsingatæknifyrirtækisins Svar sem nýverið fékk dreifingarrétt á Aruba netlausnum sem er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í þráðlausum netkerfum.

Óskar Tómasson er nýr sölustjóri símkerfalausna hjá Svar. Óskar hefur mikla reynslu af markaðs- og sölustjórnun, meðal annars sem framkvæmdastjóri hjá Bang & Olufsen á Íslandi. Óskar kemur til með að leggja áherslu á símkerfalausnir Svar.

Ingi Björn Ágústsson, ráðgjafi í net- og skýlausnum. Ingi mun einbeita sér að Aruba lausnum og netlausnum almennt sem og Microsoft skýjalausnum. Ingi Björn kemur frá Nýherja og hefur yfir 10 ára reynslu í upplýsingatækni.

Björgvin Jónsson er nýr rekstrarstjóri þjónustusviðs Svar. Hans megin svið verður rekstur deildarinnar, verkefnastýring og innleiðing á stærri verkefnum. Björgvin var áður hjá Sensa þar sem hann starfaði sem lausnamiðaður sérfræðingur í Cisco umhverfi.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×