Haukur Helgi: Gott að hafa pressu á sér Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. október 2015 08:00 Haukur Helgi og Logi fyrir framan unga iðkendur í Ljónagryfjunni í gær. Mynd/Víkurfréttir Spennan var rafmögnuð í Ljónagryfjunni í gær þegar Domino's-deildarlið Njarðvíkur kynnti Hauk Helga Pálsson til sögunnar sem nýjasta leikmann liðsins. Heill heir af grænklæddum húnum og fyrrverandi stjörnur á borð við Brenton Birmingham tóku sér sæti í steyptri stúkunni í Ljónagryfjunni og biðu eftir að sjá Hauk Helga formlega ganga í raðir Njarðvíkur. Það er ekki á hverjum degi sem einn besti leikmaður þjóðarinnar kemur aftur heim til að spila í Domino's-deildinni. Hvað þá leikmaður sem hefur verið á jafn mikilli uppleið og Haukur Helgi undanfarin ár. Hann spilaði nú síðast með MBC í Þýskalandi á sex vikna samningi en var farið að leiðast þófið og vildi núllstilla sig hér heima. „Mann langar svo sem alltaf að koma heim en núna vildi ég láta slag standa eftir langa veru úti. Ég er bara aðeins að hlaða batteríin og fara svo aftur af stað eftir það,“ sagði Haukur Helgi við Fréttablaðið eftir undirskriftina í gær. Njarðvík var þó ekki eina liðið sem reyndi við hann. Haukur ræddi við Grindavík, Keflavík og Stjörnuna. „Njarðvík hefur mest tilfinningalegt gildi fyrir mig. Ég þekki mikið af góðu fólki hérna og það sem ég þarf til að hlaða batteríin almennilega er að vera í kringum gott fólk,“ sagði hann.Pressan mikil Njarðvík var hársbreidd frá því að slá út KR í undanúrslitum Íslandsmótsins síðasta vor. Tveir flautuþristar Stefans Bonneau smullu á hringnum áður en verðandi Íslandsmeistararnir tryggðu sér farseðilinn í úrslitin. Njarðvík hefur ekki orðið Íslandsmeistari síðan 2006. Það er langur tími í Ljónagryfjunni og fengu menn blóð á tennurnar við árangurinn í fyrra. „Við ætluðum okkur að byggja helst á sama liði og þess vegna sömdum við aftur við Bonneau. En svo meiðist hann rétt eftir að hann kemur til landsins sem var mikið áfall. Það stóð alltaf til að vera opnir fyrir öllu og styrkja hópinn ef eitthvað kæmi upp á. Með því að fá Hauk Helga höldum við okkar stefnu að vera í baráttunni um alla þá titla sem eru í boði,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, brosandi við Fréttablaðið í gær. Pressan er mikil á Hauki Helga. Þó Logi Gunnarsson sé kóngurinn í Njarðvík var það Bonneau sem átti að fara með Njarðvík alla leið og fyrst hann er meiddur er ábyrgðin sett á Hauk Helga. Hann fær þó góða hjálp frá Loga en í byrjunarliði Njarðvíkur eru nú tveir leikmenn sem voru á Evrópumótinu í sumar. „Maður tekur alltaf vel í pressu. Það er alltaf gott að hafa smá pressu á sér. Ég er alveg tilbúinn,“ sagði Haukur Helgi sem veit að Íslandsmeistaratitillinn er það eina sem er í boði með komu hans: „Ég stefni að því að vinna titilinn með Njarðvík,“ sagði Haukur Helgi Pálsson. Dominos-deild karla Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Hágrét eftir heimsmeistaratitil Sport Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Fótbolti Fleiri fréttir Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Sjá meira
Spennan var rafmögnuð í Ljónagryfjunni í gær þegar Domino's-deildarlið Njarðvíkur kynnti Hauk Helga Pálsson til sögunnar sem nýjasta leikmann liðsins. Heill heir af grænklæddum húnum og fyrrverandi stjörnur á borð við Brenton Birmingham tóku sér sæti í steyptri stúkunni í Ljónagryfjunni og biðu eftir að sjá Hauk Helga formlega ganga í raðir Njarðvíkur. Það er ekki á hverjum degi sem einn besti leikmaður þjóðarinnar kemur aftur heim til að spila í Domino's-deildinni. Hvað þá leikmaður sem hefur verið á jafn mikilli uppleið og Haukur Helgi undanfarin ár. Hann spilaði nú síðast með MBC í Þýskalandi á sex vikna samningi en var farið að leiðast þófið og vildi núllstilla sig hér heima. „Mann langar svo sem alltaf að koma heim en núna vildi ég láta slag standa eftir langa veru úti. Ég er bara aðeins að hlaða batteríin og fara svo aftur af stað eftir það,“ sagði Haukur Helgi við Fréttablaðið eftir undirskriftina í gær. Njarðvík var þó ekki eina liðið sem reyndi við hann. Haukur ræddi við Grindavík, Keflavík og Stjörnuna. „Njarðvík hefur mest tilfinningalegt gildi fyrir mig. Ég þekki mikið af góðu fólki hérna og það sem ég þarf til að hlaða batteríin almennilega er að vera í kringum gott fólk,“ sagði hann.Pressan mikil Njarðvík var hársbreidd frá því að slá út KR í undanúrslitum Íslandsmótsins síðasta vor. Tveir flautuþristar Stefans Bonneau smullu á hringnum áður en verðandi Íslandsmeistararnir tryggðu sér farseðilinn í úrslitin. Njarðvík hefur ekki orðið Íslandsmeistari síðan 2006. Það er langur tími í Ljónagryfjunni og fengu menn blóð á tennurnar við árangurinn í fyrra. „Við ætluðum okkur að byggja helst á sama liði og þess vegna sömdum við aftur við Bonneau. En svo meiðist hann rétt eftir að hann kemur til landsins sem var mikið áfall. Það stóð alltaf til að vera opnir fyrir öllu og styrkja hópinn ef eitthvað kæmi upp á. Með því að fá Hauk Helga höldum við okkar stefnu að vera í baráttunni um alla þá titla sem eru í boði,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, brosandi við Fréttablaðið í gær. Pressan er mikil á Hauki Helga. Þó Logi Gunnarsson sé kóngurinn í Njarðvík var það Bonneau sem átti að fara með Njarðvík alla leið og fyrst hann er meiddur er ábyrgðin sett á Hauk Helga. Hann fær þó góða hjálp frá Loga en í byrjunarliði Njarðvíkur eru nú tveir leikmenn sem voru á Evrópumótinu í sumar. „Maður tekur alltaf vel í pressu. Það er alltaf gott að hafa smá pressu á sér. Ég er alveg tilbúinn,“ sagði Haukur Helgi sem veit að Íslandsmeistaratitillinn er það eina sem er í boði með komu hans: „Ég stefni að því að vinna titilinn með Njarðvík,“ sagði Haukur Helgi Pálsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Hágrét eftir heimsmeistaratitil Sport Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Fótbolti Fleiri fréttir Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Sjá meira