„Markmið okkar var einfaldlega að ná fram góðu verði fyrir bankann“ Höskuldur Kári Schram skrifar 12. október 2015 18:38 Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn sé alltaf tilbúinn að endurskoða þá aðferðarfræði sem er notuð við hlutabréfaútboð. Hópur fjárfesta sem fékk að kaupa í Símanum áður en formlegt útboð hófst hefur þegar hagnast um mörg hundruð milljónir á viðskiptunum. Höskuldur segir kaupverðið hafa verið ásættanlegt og að ekki hafi verið hægt að vita með vissu hvernig hlutabréfin myndu þróast í verði. Hlutabréfaútboði Arion banka á rúmlega 30 prósenta hlut í Símanum lauk í síðustu viku. Fimmföld umframeftirspurn var eftir bréfum í fyrirtækinu og var eignarhlutinn seldur á 6,7 milljarða eða 3,33 krónur á hvern hlut. Tveir hópar fjárfesta fengu hins vegar að kaupa samtals tíu prósenta hlut nokkrum vikum áður en formlegt útboð hófst og hafa þeir nú þegar hagnast um 720 milljónir. Margir hafa gagnrýnt þetta fyrirkomulag og telja að með þessu sé Arionbanki að handvelja hóp manna og veita þeim tækifæri sem almenningi standi ekki til boða. Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn hafi fyrst og fremst haft það í huga að hámarka söluandvirði bréfanna.Lá ekki fyrir þegar til viðskiptanna var stofnað „Þetta lítur út hagfellt fyrir þennan hóp en þegar til þessara viðskipta var stofnað þá liggur það ekki fyrir. Þegar við náum saman um verð við þennan fyrri fjárfestahóp þá erum við með fyrirvara t.d. um sölubann. Þessi hópur má ekki eiga viðskipti með þessi bréf í 18 mánuði þá teljum við þetta vera mjög ásættanlegt verð. Það er í þessu eins og öllu að það er alltaf hægt að vera vitur eftir á en sannarlega vakti ekki annað fyrir okkur í þessu en að fá sem allra besta verð og styðja við útboðsferlið sem stóð þá fyrir dyrum,“ segir Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka. „Markmið okkar var einfaldlega að ná fram góðu verði fyrir bankann og tryggja farsæla skráningu og stuðla að góðum eftirmarkaði. við höfum náð öllu fram nema þessu síðasta,“ segir Höskuldur Hann segir að bankinn sé alltaf tilbúinn að endurskoða aðferðarfræði sína þegar kemur að hlutabréfaútboðum. „Við erum auðvitað til í að taka gagnrýni og við tökum þetta auðvitað í reynslubankann og metum það bara. Ég er kannski ekki til í segja það núna en við hlustum á gagnrýni og tökum það inn í reikninginn.“Í spilaranum að ofan má hlusta á stóran hluta viðtalsins sem fréttamaður Stöðvar 2 tók við Höskuld fyrr í dag. Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn sé alltaf tilbúinn að endurskoða þá aðferðarfræði sem er notuð við hlutabréfaútboð. Hópur fjárfesta sem fékk að kaupa í Símanum áður en formlegt útboð hófst hefur þegar hagnast um mörg hundruð milljónir á viðskiptunum. Höskuldur segir kaupverðið hafa verið ásættanlegt og að ekki hafi verið hægt að vita með vissu hvernig hlutabréfin myndu þróast í verði. Hlutabréfaútboði Arion banka á rúmlega 30 prósenta hlut í Símanum lauk í síðustu viku. Fimmföld umframeftirspurn var eftir bréfum í fyrirtækinu og var eignarhlutinn seldur á 6,7 milljarða eða 3,33 krónur á hvern hlut. Tveir hópar fjárfesta fengu hins vegar að kaupa samtals tíu prósenta hlut nokkrum vikum áður en formlegt útboð hófst og hafa þeir nú þegar hagnast um 720 milljónir. Margir hafa gagnrýnt þetta fyrirkomulag og telja að með þessu sé Arionbanki að handvelja hóp manna og veita þeim tækifæri sem almenningi standi ekki til boða. Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn hafi fyrst og fremst haft það í huga að hámarka söluandvirði bréfanna.Lá ekki fyrir þegar til viðskiptanna var stofnað „Þetta lítur út hagfellt fyrir þennan hóp en þegar til þessara viðskipta var stofnað þá liggur það ekki fyrir. Þegar við náum saman um verð við þennan fyrri fjárfestahóp þá erum við með fyrirvara t.d. um sölubann. Þessi hópur má ekki eiga viðskipti með þessi bréf í 18 mánuði þá teljum við þetta vera mjög ásættanlegt verð. Það er í þessu eins og öllu að það er alltaf hægt að vera vitur eftir á en sannarlega vakti ekki annað fyrir okkur í þessu en að fá sem allra besta verð og styðja við útboðsferlið sem stóð þá fyrir dyrum,“ segir Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka. „Markmið okkar var einfaldlega að ná fram góðu verði fyrir bankann og tryggja farsæla skráningu og stuðla að góðum eftirmarkaði. við höfum náð öllu fram nema þessu síðasta,“ segir Höskuldur Hann segir að bankinn sé alltaf tilbúinn að endurskoða aðferðarfræði sína þegar kemur að hlutabréfaútboðum. „Við erum auðvitað til í að taka gagnrýni og við tökum þetta auðvitað í reynslubankann og metum það bara. Ég er kannski ekki til í segja það núna en við hlustum á gagnrýni og tökum það inn í reikninginn.“Í spilaranum að ofan má hlusta á stóran hluta viðtalsins sem fréttamaður Stöðvar 2 tók við Höskuld fyrr í dag.
Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira