Íbúðalánasjóður selji meira Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. október 2015 07:00 Guðlaugur Þór segir að víða á landsbyggðinni veigri fólk sér við því að byggja því bygggingarkostnaður sé hærri en markaðsverð íbúða. En Ibúðalánasjóður geti selt íbúðir í eigu sjóðsins. vísir/vilhelm Það þarf að ganga vasklegar fram i því að selja íbúðir í eigu Íbúðalánasjóðs, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns. Á fundi fjárlaganefndar í síðustu viku kom fram að um 1523 íbúðir eru í eigu sjóðsins. Hann telur að menn hafi markvisst verið að halda uppi verði á fasteignum uppi með því að halda eftir óseldum eignum. „En þegar þú ert búinn að hafa autt húsnæðið í ákveðið langan tíma, að þá hefur það áhrif á húsnæðið. Það fer í niðurníðslu og þá lækkar þú markaðsvirðið á öllu svæðinu. Af því að ef þú átt húsnæði einhversstaðar þá viltu ekki hafa húsnæði i kringum þig sem er mjög illa farið,‟ segir hann.Smelltu á myndina til að sjá hana skýrari.Guðlaugur bendir á að á mörgum stöðum úti á landi vantar húsnæði. „Fólk veigrar sér við því að byggja af augljósum ástæðum. Það er bara út af því að þar er markaðsverðið lægra en byggingarverðmætið. Hins vegar ertu með opinberan banka sem á húsnæði sem er oft á tíðum autt,‟ segir Guðlaugur. Málið sé einfalt. Íbúðalánasjóður eigi að selja fleiri eignir og þar með lækki íbúðaverð. Hann bendir líka á að Íbúðalánasjóður þurfi að standa skil á kostnaði vegna óseldra eigna. „Og því lengra sem við bíðum með að selja því meiri verður beinn og óbeinn kostnaður.‟ Guðlaugur Þór segist ekki hafa orðið var við tregðu hjá Íbúðalánasjóði til að selja. Sérstaklega ekki hjá nýjum stjórnendum sjóðsins. „Það er ráðuneytið sem þarf að taka ákvörðun um þetta,‟ segir Guðlaugur og vísar þar til velferðarráðuneytisins. Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Það þarf að ganga vasklegar fram i því að selja íbúðir í eigu Íbúðalánasjóðs, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns. Á fundi fjárlaganefndar í síðustu viku kom fram að um 1523 íbúðir eru í eigu sjóðsins. Hann telur að menn hafi markvisst verið að halda uppi verði á fasteignum uppi með því að halda eftir óseldum eignum. „En þegar þú ert búinn að hafa autt húsnæðið í ákveðið langan tíma, að þá hefur það áhrif á húsnæðið. Það fer í niðurníðslu og þá lækkar þú markaðsvirðið á öllu svæðinu. Af því að ef þú átt húsnæði einhversstaðar þá viltu ekki hafa húsnæði i kringum þig sem er mjög illa farið,‟ segir hann.Smelltu á myndina til að sjá hana skýrari.Guðlaugur bendir á að á mörgum stöðum úti á landi vantar húsnæði. „Fólk veigrar sér við því að byggja af augljósum ástæðum. Það er bara út af því að þar er markaðsverðið lægra en byggingarverðmætið. Hins vegar ertu með opinberan banka sem á húsnæði sem er oft á tíðum autt,‟ segir Guðlaugur. Málið sé einfalt. Íbúðalánasjóður eigi að selja fleiri eignir og þar með lækki íbúðaverð. Hann bendir líka á að Íbúðalánasjóður þurfi að standa skil á kostnaði vegna óseldra eigna. „Og því lengra sem við bíðum með að selja því meiri verður beinn og óbeinn kostnaður.‟ Guðlaugur Þór segist ekki hafa orðið var við tregðu hjá Íbúðalánasjóði til að selja. Sérstaklega ekki hjá nýjum stjórnendum sjóðsins. „Það er ráðuneytið sem þarf að taka ákvörðun um þetta,‟ segir Guðlaugur og vísar þar til velferðarráðuneytisins.
Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira