Einn stærsti samruni sögunnar í vændum Sæunn Gísladóttir skrifar 13. október 2015 16:20 AB InBev framleiðir meðal annars Budweiser, Stella Artois og Corona. Vísir/EPA Bjórframleiðandinn AB InBev, sem framleiðir meðal annars Budweiser, hefur náð samkomulagi við SABMiller um einn stærsta samruna í sögunni, og stærstu yfirtöku á bresku fyrirtæki. Í tilkynningu sem stjórnir framleiðandanna sendu frá sér í gær kom fram að framleiðendurnir hefðu náð samkomulagi í grundvallaratriðum um fyrirkomulag samningsins. Samningurinn er metinn á 109,4 milljarða dollara, jafnvirði 13.658 milljörðum króna. AB InBev er stærsta bruggfyrirtæki heims og SABMiller það annað stærsta. Eftir sameiningu mun samsteypan vera metin á 250 milljarða dollara, jafnvirði 31.000 milljarða króna, og eiga þriðjung af markaðshlutdeild bjórs í heimi. Þá mun samsteypan framleiða Stella Artois, Corona, Budweiser, Grolsch, Pilsner, Urquell. Greint var frá því að framleiðendurnir væru í viðræðum fyrir mánuði síðan, en í dag rann fresturinn á yfirtökutilboði út samkvæmt breskum lögum. SABMiller hafnaði nokkrum tilboðum AB InBev áður en komist var að samkomulagi um að AB InBev greiði 67,62 dollara, jafnvirði 8.400 króna, fyrir hvern hlut. Tilboðið er rúmlega 1100 krónum hærra á hvern hlut heldur en upphafstilboð AB InBev. Stjórnarformaður SABMiller, Jan du Plessis, sagði áður þegar fyrirtækið hafði hafnað tilboði AB InBev að AB InBev þyrfti á þeim að halda. Það virðist hafa verið rétt og fyrirtækið var greinilega tilbúið til að hækka tilboð sitt talsvert. Sérfræðingar telja ástæðu þess vera skýra. AB InBev er með ráðandi markaðsstöðu í Norður Ameríku og að stærstum hluta í Suður Ameríku. SABMiller er hins vegar með ráðandi markaðsstöðu í nokkrum af stærstu bjórmörkuðum heims, Afríku, Austur Evrópu og Ástralíu. Bruggfyrirtækin tvö skipta svo með sér Asíu og Vestur Evrópu. Auk þess hefur sala hjá SABMiller hækkað um 11% á öðrum ársfjórðungi í Afríku og um 9% í Rómönsku Ameríku. Á sama tíma jókst sala AB InBev í Bandaríkjunum um einungis 0,5% á síðasta ári og hefur fyrirtækið verið að missa markaðshlutdeild sína í Bandaríkjunum. Sérfræðingar telja því ákvörðun AB InBev skynsamlega, að kaupa vöxt SABMiller í stað þess að reyna að keppa við það á svæðum eins og Afríku og Indlandi. AB InBev hefur þangað til 28. október til að senda lokatilboð til SABMiller. Stjórn SABMiller hefur nú sagt að hún muni einróma styðja við núverandi tilboð. Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Sjá meira
Bjórframleiðandinn AB InBev, sem framleiðir meðal annars Budweiser, hefur náð samkomulagi við SABMiller um einn stærsta samruna í sögunni, og stærstu yfirtöku á bresku fyrirtæki. Í tilkynningu sem stjórnir framleiðandanna sendu frá sér í gær kom fram að framleiðendurnir hefðu náð samkomulagi í grundvallaratriðum um fyrirkomulag samningsins. Samningurinn er metinn á 109,4 milljarða dollara, jafnvirði 13.658 milljörðum króna. AB InBev er stærsta bruggfyrirtæki heims og SABMiller það annað stærsta. Eftir sameiningu mun samsteypan vera metin á 250 milljarða dollara, jafnvirði 31.000 milljarða króna, og eiga þriðjung af markaðshlutdeild bjórs í heimi. Þá mun samsteypan framleiða Stella Artois, Corona, Budweiser, Grolsch, Pilsner, Urquell. Greint var frá því að framleiðendurnir væru í viðræðum fyrir mánuði síðan, en í dag rann fresturinn á yfirtökutilboði út samkvæmt breskum lögum. SABMiller hafnaði nokkrum tilboðum AB InBev áður en komist var að samkomulagi um að AB InBev greiði 67,62 dollara, jafnvirði 8.400 króna, fyrir hvern hlut. Tilboðið er rúmlega 1100 krónum hærra á hvern hlut heldur en upphafstilboð AB InBev. Stjórnarformaður SABMiller, Jan du Plessis, sagði áður þegar fyrirtækið hafði hafnað tilboði AB InBev að AB InBev þyrfti á þeim að halda. Það virðist hafa verið rétt og fyrirtækið var greinilega tilbúið til að hækka tilboð sitt talsvert. Sérfræðingar telja ástæðu þess vera skýra. AB InBev er með ráðandi markaðsstöðu í Norður Ameríku og að stærstum hluta í Suður Ameríku. SABMiller er hins vegar með ráðandi markaðsstöðu í nokkrum af stærstu bjórmörkuðum heims, Afríku, Austur Evrópu og Ástralíu. Bruggfyrirtækin tvö skipta svo með sér Asíu og Vestur Evrópu. Auk þess hefur sala hjá SABMiller hækkað um 11% á öðrum ársfjórðungi í Afríku og um 9% í Rómönsku Ameríku. Á sama tíma jókst sala AB InBev í Bandaríkjunum um einungis 0,5% á síðasta ári og hefur fyrirtækið verið að missa markaðshlutdeild sína í Bandaríkjunum. Sérfræðingar telja því ákvörðun AB InBev skynsamlega, að kaupa vöxt SABMiller í stað þess að reyna að keppa við það á svæðum eins og Afríku og Indlandi. AB InBev hefur þangað til 28. október til að senda lokatilboð til SABMiller. Stjórn SABMiller hefur nú sagt að hún muni einróma styðja við núverandi tilboð.
Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Sjá meira
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent