Einn stærsti samruni sögunnar í vændum Sæunn Gísladóttir skrifar 13. október 2015 16:20 AB InBev framleiðir meðal annars Budweiser, Stella Artois og Corona. Vísir/EPA Bjórframleiðandinn AB InBev, sem framleiðir meðal annars Budweiser, hefur náð samkomulagi við SABMiller um einn stærsta samruna í sögunni, og stærstu yfirtöku á bresku fyrirtæki. Í tilkynningu sem stjórnir framleiðandanna sendu frá sér í gær kom fram að framleiðendurnir hefðu náð samkomulagi í grundvallaratriðum um fyrirkomulag samningsins. Samningurinn er metinn á 109,4 milljarða dollara, jafnvirði 13.658 milljörðum króna. AB InBev er stærsta bruggfyrirtæki heims og SABMiller það annað stærsta. Eftir sameiningu mun samsteypan vera metin á 250 milljarða dollara, jafnvirði 31.000 milljarða króna, og eiga þriðjung af markaðshlutdeild bjórs í heimi. Þá mun samsteypan framleiða Stella Artois, Corona, Budweiser, Grolsch, Pilsner, Urquell. Greint var frá því að framleiðendurnir væru í viðræðum fyrir mánuði síðan, en í dag rann fresturinn á yfirtökutilboði út samkvæmt breskum lögum. SABMiller hafnaði nokkrum tilboðum AB InBev áður en komist var að samkomulagi um að AB InBev greiði 67,62 dollara, jafnvirði 8.400 króna, fyrir hvern hlut. Tilboðið er rúmlega 1100 krónum hærra á hvern hlut heldur en upphafstilboð AB InBev. Stjórnarformaður SABMiller, Jan du Plessis, sagði áður þegar fyrirtækið hafði hafnað tilboði AB InBev að AB InBev þyrfti á þeim að halda. Það virðist hafa verið rétt og fyrirtækið var greinilega tilbúið til að hækka tilboð sitt talsvert. Sérfræðingar telja ástæðu þess vera skýra. AB InBev er með ráðandi markaðsstöðu í Norður Ameríku og að stærstum hluta í Suður Ameríku. SABMiller er hins vegar með ráðandi markaðsstöðu í nokkrum af stærstu bjórmörkuðum heims, Afríku, Austur Evrópu og Ástralíu. Bruggfyrirtækin tvö skipta svo með sér Asíu og Vestur Evrópu. Auk þess hefur sala hjá SABMiller hækkað um 11% á öðrum ársfjórðungi í Afríku og um 9% í Rómönsku Ameríku. Á sama tíma jókst sala AB InBev í Bandaríkjunum um einungis 0,5% á síðasta ári og hefur fyrirtækið verið að missa markaðshlutdeild sína í Bandaríkjunum. Sérfræðingar telja því ákvörðun AB InBev skynsamlega, að kaupa vöxt SABMiller í stað þess að reyna að keppa við það á svæðum eins og Afríku og Indlandi. AB InBev hefur þangað til 28. október til að senda lokatilboð til SABMiller. Stjórn SABMiller hefur nú sagt að hún muni einróma styðja við núverandi tilboð. Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Bjórframleiðandinn AB InBev, sem framleiðir meðal annars Budweiser, hefur náð samkomulagi við SABMiller um einn stærsta samruna í sögunni, og stærstu yfirtöku á bresku fyrirtæki. Í tilkynningu sem stjórnir framleiðandanna sendu frá sér í gær kom fram að framleiðendurnir hefðu náð samkomulagi í grundvallaratriðum um fyrirkomulag samningsins. Samningurinn er metinn á 109,4 milljarða dollara, jafnvirði 13.658 milljörðum króna. AB InBev er stærsta bruggfyrirtæki heims og SABMiller það annað stærsta. Eftir sameiningu mun samsteypan vera metin á 250 milljarða dollara, jafnvirði 31.000 milljarða króna, og eiga þriðjung af markaðshlutdeild bjórs í heimi. Þá mun samsteypan framleiða Stella Artois, Corona, Budweiser, Grolsch, Pilsner, Urquell. Greint var frá því að framleiðendurnir væru í viðræðum fyrir mánuði síðan, en í dag rann fresturinn á yfirtökutilboði út samkvæmt breskum lögum. SABMiller hafnaði nokkrum tilboðum AB InBev áður en komist var að samkomulagi um að AB InBev greiði 67,62 dollara, jafnvirði 8.400 króna, fyrir hvern hlut. Tilboðið er rúmlega 1100 krónum hærra á hvern hlut heldur en upphafstilboð AB InBev. Stjórnarformaður SABMiller, Jan du Plessis, sagði áður þegar fyrirtækið hafði hafnað tilboði AB InBev að AB InBev þyrfti á þeim að halda. Það virðist hafa verið rétt og fyrirtækið var greinilega tilbúið til að hækka tilboð sitt talsvert. Sérfræðingar telja ástæðu þess vera skýra. AB InBev er með ráðandi markaðsstöðu í Norður Ameríku og að stærstum hluta í Suður Ameríku. SABMiller er hins vegar með ráðandi markaðsstöðu í nokkrum af stærstu bjórmörkuðum heims, Afríku, Austur Evrópu og Ástralíu. Bruggfyrirtækin tvö skipta svo með sér Asíu og Vestur Evrópu. Auk þess hefur sala hjá SABMiller hækkað um 11% á öðrum ársfjórðungi í Afríku og um 9% í Rómönsku Ameríku. Á sama tíma jókst sala AB InBev í Bandaríkjunum um einungis 0,5% á síðasta ári og hefur fyrirtækið verið að missa markaðshlutdeild sína í Bandaríkjunum. Sérfræðingar telja því ákvörðun AB InBev skynsamlega, að kaupa vöxt SABMiller í stað þess að reyna að keppa við það á svæðum eins og Afríku og Indlandi. AB InBev hefur þangað til 28. október til að senda lokatilboð til SABMiller. Stjórn SABMiller hefur nú sagt að hún muni einróma styðja við núverandi tilboð.
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira