Viðskipti innlent

Jes Staley verður nýr forstjóri Barclays

Sæunn Gísladóttir skrifar
Jes Staley starfaði hjá JP Morgan Chase í 30 ár.
Jes Staley starfaði hjá JP Morgan Chase í 30 ár. Vísir/Getty
Stjórn breska bankans Barclays mun að öllum líkindum útnefna James 'Jes' Staley sem nýjan forstjóra, samkvæmt heimildum BBC. Fyrrum forstjóri bankans, Anthony Jenkins, var rekinn í júli. Staley vinnur um þessar mundir fyrir fjárfestasjóðinn Blue Mountain Capital Management. Stjórnin hefur ákveðið að útnefna Staley en bíður samþykki eftirlitsaðila áður en formleg tilkynning verður send út. 

James Staley er 59 ára gamall. Hann starfaði áður sem forstjóri fjárfestingabanka JP Morgan Chase. Hann starfaði þar í 30 ár áður en hann færði sig yfir til Blue Mountain árið 2013. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann er orðaður við forstjórastarfið hjá Barclays. Fyrir þremur árum greindi CNBC frá því að hann væri meðal þeirra sem verið væri að velja úr fyrir starfið, en þá var Jenkins skipaður. Staley hefur setið í stjórn Svissneska bankans UBS frá því fyrr á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×