Nóbelsverðlaun og misskipting 14. október 2015 10:00 Nóbelsverðlaun voru fyrst veitt fyrir rannsóknir í hagfræði 1969. Til verðlaunanna hafði verið stofnað árið áður til að fagna 300 ára afmæli Seðlabanka Svíþjóðar, elzta seðlabanka heims. Þá voru tiltölulega nýfallnir frá tveir risar sem hefðu trúlega hreppt eða a.m.k. verðskuldað verðlaunin hefðu þeir enn verið ofar moldu. Fyrsta rokkstjarnan Annar risinn var bandaríski hagfræðingurinn Irving Fisher (1867-1947), prófessor í hagfræði í Yale-háskóla, einn merkasti hagfræðingur allra tíma og jafnframt næstum örugglega hinn afkastamesti, þótt hann þyrfti að eyða þremur árum á berklahæli. Ritaskrá hans telur 2.425 ritverk. Fisher lét sér fátt óviðkomandi á vettvangi hagfræðinnar og var jafnframt snjall uppfinningamaður. Hann fann t.d. upp spjaldskrána, gagnlegt skrifstofutæki sem lifði fram á tölvuöld. Hann setti fyrstur manna fram vísitölur svo annað dæmi sé tekið úr hversdagslífinu. Hann fór eins og eldibrandur milli fyrirlestrasala og barðist m.a. fyrir bindindi (hann var bannmaður), grænmetisáti og hreinlæti. Fisher var fyrsta rokkstjarna hagfræðinnar. Ein fyrirlestraferðin endaði illa. Fisher fór um öll Bandaríkin 1929 til að lýsa þeirri skoðun að verðhækkun hlutabréfa væri komin til að vera: Ekkert að óttast, sagði hann. Bréfin hrundu þá um haustið og efnahagslífið með og þá einnig orðstír Fishers. Samt skrifuðu fáir af meira viti og dýpri skilningi en hann um heimskreppuna eftir á, orsakir hennar og afleiðingar. En Fisher fékk ekki að njóta sannmælis fyrir þau skrif fyrr en menn dustuðu af þeim rykið í bankahremmingum síðustu ára. Bensíngjöf og bólusetningar Hinn risinn var Bretinn John Maynard Keynes (1883-1946), upphafsmaður þjóðhagfræði nútímans. Hann var ekki síður fjöllyndur en Fisher, ýmist háskólakennari í Cambridge eða embættismaður í London, listaverkasafnari og ballettunnandi, kvæntist rússneskri ballerínu. Hann vakti fyrst athygli með því að rísa gegn Versalasamningunum 1919 í bók þar sem hann spáði rétt fyrir um efnahagslegar afleiðingar skaðabótanna sem Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar lögðu á Þjóðverja eftir stríðið mikla sem við köllum nú fyrri heimsstyrjöldina. Frægastur varð Keynes fyrir að rísa gegn ríkjandi hagfræði sem kenndi að kreppan mikla sem hófst 1929 yrði aðeins tímabundin. Tíminn leið, en kreppunni slotaði ekki. Keynes birti höfuðrit sitt 1936 þar sem hann lagði grunninn að nýrri þjóðhagfræði þar sem almannavaldið hefur svigrúm til að vernda efnahagslífið fyrir duttlungum einkaframtaksins með því t.d. að stíga á bensíngjöfina þegar heimilin og fyrirtækin halda að sér höndum og efnahagslífið lendir af þeim sökum í lægð. Þessu fræðilega framlagi Keynes á heimsbyggðin það að þakka að bankahremmingarnar í Bandaríkjunum 2007-2008 leiddu ekki af sér nýja heimskreppu. Þeir sem halda áfram að berjast gegn arfleifð Keynes af stjórnmálaástæðum eru næsti bær við fólkið sem berst nú gegn bólusetningu barna. Deilur um verðlaun Bókmenntaverðlaun Nóbels hafa iðulega vakið deilur, ýmist vegna margra rithöfunda sem verðlaunanefndin gekk fram hjá, t.d. Leo Tolstoy, Henrik Ibsen, Mark Twain, Anton Chekov, August Strindberg, Karen Blixen, Graham Greene og Jorge Luis Borges, eða vegna óverðugra höfunda sem sátt náðist um í nefndinni. Hagfræðiverðlaunin hafa ekki vakið umtalsverðar deilur nema tvisvar, í fyrra skiptið þegar Milton Friedman (1912-2006), prófessor í Chicago, hlaut verðlaunin 1976 og pólitískum andstæðingum hans var ekki skemmt. Friedman var samt fyllilega verður verðlaunanna. Hitt skiptið var þegar tveir fjármálaprófessorar hlutu verðlaunin 1997 og risavaxinn vogunarsjóður sem þeir stýrðu ásamt öðrum komst í sögulegt þrot árið eftir svo að bandarískt efnahagslíf lék á reiðiskjálfi. Fátækt skiptir máli Fyrir nokkrum dögum tilkynnti Nóbelsnefndin í Stokkhólmi að hagfræðiverðlaunin í ár hljóti Angus Deaton, prófessor í Princeton-háskóla í Bandaríkjunum, fyrir tölfræðilegar rannsóknir m.a. á fátækt og ójöfnuði. Deaton er Skoti, tæplega sjötugur að aldri. Hann sezt við hljóðfærið heima hjá sér flesta daga og spilar m.a. verk Chopins og Schumanns. Hann birti dásamlega bók í hittiðfyrra þar sem hann kortleggur framför heimsins síðustu 250 ár með því að reifa hagtölur og heilbrigðistölur hlið við hlið (The Great Escape: Health, Wealth, and the Origin of Inequality, 2013). Framför heimsins lýsir sér ekki aðeins í meiri tekjum og minna erfiði, heldur einnig og ekki síður í auknu heilbrigði og langlífi. Með þessari verðlaunaveitingu sendir Nóbelsnefndin skýr skilaboð: Fátækt skiptir máli. Það er holl brýning nú þegar heimsbyggðin á í vök að verjast fyrir árás taumlausrar græðgi á grunnstoðir samfélagsins. Og svo er það einnig ánægjuleg upplyfting að ár eftir ár skuli berast fréttir frá Nóbelsnefndunum í Stokkhólmi af frækilegum sigrum í fræðum og vísindum ekki síður en t.d. íþróttum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nóbelsverðlaun Þorvaldur Gylfason Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nóbelsverðlaun voru fyrst veitt fyrir rannsóknir í hagfræði 1969. Til verðlaunanna hafði verið stofnað árið áður til að fagna 300 ára afmæli Seðlabanka Svíþjóðar, elzta seðlabanka heims. Þá voru tiltölulega nýfallnir frá tveir risar sem hefðu trúlega hreppt eða a.m.k. verðskuldað verðlaunin hefðu þeir enn verið ofar moldu. Fyrsta rokkstjarnan Annar risinn var bandaríski hagfræðingurinn Irving Fisher (1867-1947), prófessor í hagfræði í Yale-háskóla, einn merkasti hagfræðingur allra tíma og jafnframt næstum örugglega hinn afkastamesti, þótt hann þyrfti að eyða þremur árum á berklahæli. Ritaskrá hans telur 2.425 ritverk. Fisher lét sér fátt óviðkomandi á vettvangi hagfræðinnar og var jafnframt snjall uppfinningamaður. Hann fann t.d. upp spjaldskrána, gagnlegt skrifstofutæki sem lifði fram á tölvuöld. Hann setti fyrstur manna fram vísitölur svo annað dæmi sé tekið úr hversdagslífinu. Hann fór eins og eldibrandur milli fyrirlestrasala og barðist m.a. fyrir bindindi (hann var bannmaður), grænmetisáti og hreinlæti. Fisher var fyrsta rokkstjarna hagfræðinnar. Ein fyrirlestraferðin endaði illa. Fisher fór um öll Bandaríkin 1929 til að lýsa þeirri skoðun að verðhækkun hlutabréfa væri komin til að vera: Ekkert að óttast, sagði hann. Bréfin hrundu þá um haustið og efnahagslífið með og þá einnig orðstír Fishers. Samt skrifuðu fáir af meira viti og dýpri skilningi en hann um heimskreppuna eftir á, orsakir hennar og afleiðingar. En Fisher fékk ekki að njóta sannmælis fyrir þau skrif fyrr en menn dustuðu af þeim rykið í bankahremmingum síðustu ára. Bensíngjöf og bólusetningar Hinn risinn var Bretinn John Maynard Keynes (1883-1946), upphafsmaður þjóðhagfræði nútímans. Hann var ekki síður fjöllyndur en Fisher, ýmist háskólakennari í Cambridge eða embættismaður í London, listaverkasafnari og ballettunnandi, kvæntist rússneskri ballerínu. Hann vakti fyrst athygli með því að rísa gegn Versalasamningunum 1919 í bók þar sem hann spáði rétt fyrir um efnahagslegar afleiðingar skaðabótanna sem Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar lögðu á Þjóðverja eftir stríðið mikla sem við köllum nú fyrri heimsstyrjöldina. Frægastur varð Keynes fyrir að rísa gegn ríkjandi hagfræði sem kenndi að kreppan mikla sem hófst 1929 yrði aðeins tímabundin. Tíminn leið, en kreppunni slotaði ekki. Keynes birti höfuðrit sitt 1936 þar sem hann lagði grunninn að nýrri þjóðhagfræði þar sem almannavaldið hefur svigrúm til að vernda efnahagslífið fyrir duttlungum einkaframtaksins með því t.d. að stíga á bensíngjöfina þegar heimilin og fyrirtækin halda að sér höndum og efnahagslífið lendir af þeim sökum í lægð. Þessu fræðilega framlagi Keynes á heimsbyggðin það að þakka að bankahremmingarnar í Bandaríkjunum 2007-2008 leiddu ekki af sér nýja heimskreppu. Þeir sem halda áfram að berjast gegn arfleifð Keynes af stjórnmálaástæðum eru næsti bær við fólkið sem berst nú gegn bólusetningu barna. Deilur um verðlaun Bókmenntaverðlaun Nóbels hafa iðulega vakið deilur, ýmist vegna margra rithöfunda sem verðlaunanefndin gekk fram hjá, t.d. Leo Tolstoy, Henrik Ibsen, Mark Twain, Anton Chekov, August Strindberg, Karen Blixen, Graham Greene og Jorge Luis Borges, eða vegna óverðugra höfunda sem sátt náðist um í nefndinni. Hagfræðiverðlaunin hafa ekki vakið umtalsverðar deilur nema tvisvar, í fyrra skiptið þegar Milton Friedman (1912-2006), prófessor í Chicago, hlaut verðlaunin 1976 og pólitískum andstæðingum hans var ekki skemmt. Friedman var samt fyllilega verður verðlaunanna. Hitt skiptið var þegar tveir fjármálaprófessorar hlutu verðlaunin 1997 og risavaxinn vogunarsjóður sem þeir stýrðu ásamt öðrum komst í sögulegt þrot árið eftir svo að bandarískt efnahagslíf lék á reiðiskjálfi. Fátækt skiptir máli Fyrir nokkrum dögum tilkynnti Nóbelsnefndin í Stokkhólmi að hagfræðiverðlaunin í ár hljóti Angus Deaton, prófessor í Princeton-háskóla í Bandaríkjunum, fyrir tölfræðilegar rannsóknir m.a. á fátækt og ójöfnuði. Deaton er Skoti, tæplega sjötugur að aldri. Hann sezt við hljóðfærið heima hjá sér flesta daga og spilar m.a. verk Chopins og Schumanns. Hann birti dásamlega bók í hittiðfyrra þar sem hann kortleggur framför heimsins síðustu 250 ár með því að reifa hagtölur og heilbrigðistölur hlið við hlið (The Great Escape: Health, Wealth, and the Origin of Inequality, 2013). Framför heimsins lýsir sér ekki aðeins í meiri tekjum og minna erfiði, heldur einnig og ekki síður í auknu heilbrigði og langlífi. Með þessari verðlaunaveitingu sendir Nóbelsnefndin skýr skilaboð: Fátækt skiptir máli. Það er holl brýning nú þegar heimsbyggðin á í vök að verjast fyrir árás taumlausrar græðgi á grunnstoðir samfélagsins. Og svo er það einnig ánægjuleg upplyfting að ár eftir ár skuli berast fréttir frá Nóbelsnefndunum í Stokkhólmi af frækilegum sigrum í fræðum og vísindum ekki síður en t.d. íþróttum.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar