Nóbelsverðlaun og misskipting 14. október 2015 10:00 Nóbelsverðlaun voru fyrst veitt fyrir rannsóknir í hagfræði 1969. Til verðlaunanna hafði verið stofnað árið áður til að fagna 300 ára afmæli Seðlabanka Svíþjóðar, elzta seðlabanka heims. Þá voru tiltölulega nýfallnir frá tveir risar sem hefðu trúlega hreppt eða a.m.k. verðskuldað verðlaunin hefðu þeir enn verið ofar moldu. Fyrsta rokkstjarnan Annar risinn var bandaríski hagfræðingurinn Irving Fisher (1867-1947), prófessor í hagfræði í Yale-háskóla, einn merkasti hagfræðingur allra tíma og jafnframt næstum örugglega hinn afkastamesti, þótt hann þyrfti að eyða þremur árum á berklahæli. Ritaskrá hans telur 2.425 ritverk. Fisher lét sér fátt óviðkomandi á vettvangi hagfræðinnar og var jafnframt snjall uppfinningamaður. Hann fann t.d. upp spjaldskrána, gagnlegt skrifstofutæki sem lifði fram á tölvuöld. Hann setti fyrstur manna fram vísitölur svo annað dæmi sé tekið úr hversdagslífinu. Hann fór eins og eldibrandur milli fyrirlestrasala og barðist m.a. fyrir bindindi (hann var bannmaður), grænmetisáti og hreinlæti. Fisher var fyrsta rokkstjarna hagfræðinnar. Ein fyrirlestraferðin endaði illa. Fisher fór um öll Bandaríkin 1929 til að lýsa þeirri skoðun að verðhækkun hlutabréfa væri komin til að vera: Ekkert að óttast, sagði hann. Bréfin hrundu þá um haustið og efnahagslífið með og þá einnig orðstír Fishers. Samt skrifuðu fáir af meira viti og dýpri skilningi en hann um heimskreppuna eftir á, orsakir hennar og afleiðingar. En Fisher fékk ekki að njóta sannmælis fyrir þau skrif fyrr en menn dustuðu af þeim rykið í bankahremmingum síðustu ára. Bensíngjöf og bólusetningar Hinn risinn var Bretinn John Maynard Keynes (1883-1946), upphafsmaður þjóðhagfræði nútímans. Hann var ekki síður fjöllyndur en Fisher, ýmist háskólakennari í Cambridge eða embættismaður í London, listaverkasafnari og ballettunnandi, kvæntist rússneskri ballerínu. Hann vakti fyrst athygli með því að rísa gegn Versalasamningunum 1919 í bók þar sem hann spáði rétt fyrir um efnahagslegar afleiðingar skaðabótanna sem Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar lögðu á Þjóðverja eftir stríðið mikla sem við köllum nú fyrri heimsstyrjöldina. Frægastur varð Keynes fyrir að rísa gegn ríkjandi hagfræði sem kenndi að kreppan mikla sem hófst 1929 yrði aðeins tímabundin. Tíminn leið, en kreppunni slotaði ekki. Keynes birti höfuðrit sitt 1936 þar sem hann lagði grunninn að nýrri þjóðhagfræði þar sem almannavaldið hefur svigrúm til að vernda efnahagslífið fyrir duttlungum einkaframtaksins með því t.d. að stíga á bensíngjöfina þegar heimilin og fyrirtækin halda að sér höndum og efnahagslífið lendir af þeim sökum í lægð. Þessu fræðilega framlagi Keynes á heimsbyggðin það að þakka að bankahremmingarnar í Bandaríkjunum 2007-2008 leiddu ekki af sér nýja heimskreppu. Þeir sem halda áfram að berjast gegn arfleifð Keynes af stjórnmálaástæðum eru næsti bær við fólkið sem berst nú gegn bólusetningu barna. Deilur um verðlaun Bókmenntaverðlaun Nóbels hafa iðulega vakið deilur, ýmist vegna margra rithöfunda sem verðlaunanefndin gekk fram hjá, t.d. Leo Tolstoy, Henrik Ibsen, Mark Twain, Anton Chekov, August Strindberg, Karen Blixen, Graham Greene og Jorge Luis Borges, eða vegna óverðugra höfunda sem sátt náðist um í nefndinni. Hagfræðiverðlaunin hafa ekki vakið umtalsverðar deilur nema tvisvar, í fyrra skiptið þegar Milton Friedman (1912-2006), prófessor í Chicago, hlaut verðlaunin 1976 og pólitískum andstæðingum hans var ekki skemmt. Friedman var samt fyllilega verður verðlaunanna. Hitt skiptið var þegar tveir fjármálaprófessorar hlutu verðlaunin 1997 og risavaxinn vogunarsjóður sem þeir stýrðu ásamt öðrum komst í sögulegt þrot árið eftir svo að bandarískt efnahagslíf lék á reiðiskjálfi. Fátækt skiptir máli Fyrir nokkrum dögum tilkynnti Nóbelsnefndin í Stokkhólmi að hagfræðiverðlaunin í ár hljóti Angus Deaton, prófessor í Princeton-háskóla í Bandaríkjunum, fyrir tölfræðilegar rannsóknir m.a. á fátækt og ójöfnuði. Deaton er Skoti, tæplega sjötugur að aldri. Hann sezt við hljóðfærið heima hjá sér flesta daga og spilar m.a. verk Chopins og Schumanns. Hann birti dásamlega bók í hittiðfyrra þar sem hann kortleggur framför heimsins síðustu 250 ár með því að reifa hagtölur og heilbrigðistölur hlið við hlið (The Great Escape: Health, Wealth, and the Origin of Inequality, 2013). Framför heimsins lýsir sér ekki aðeins í meiri tekjum og minna erfiði, heldur einnig og ekki síður í auknu heilbrigði og langlífi. Með þessari verðlaunaveitingu sendir Nóbelsnefndin skýr skilaboð: Fátækt skiptir máli. Það er holl brýning nú þegar heimsbyggðin á í vök að verjast fyrir árás taumlausrar græðgi á grunnstoðir samfélagsins. Og svo er það einnig ánægjuleg upplyfting að ár eftir ár skuli berast fréttir frá Nóbelsnefndunum í Stokkhólmi af frækilegum sigrum í fræðum og vísindum ekki síður en t.d. íþróttum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nóbelsverðlaun Þorvaldur Gylfason Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Nóbelsverðlaun voru fyrst veitt fyrir rannsóknir í hagfræði 1969. Til verðlaunanna hafði verið stofnað árið áður til að fagna 300 ára afmæli Seðlabanka Svíþjóðar, elzta seðlabanka heims. Þá voru tiltölulega nýfallnir frá tveir risar sem hefðu trúlega hreppt eða a.m.k. verðskuldað verðlaunin hefðu þeir enn verið ofar moldu. Fyrsta rokkstjarnan Annar risinn var bandaríski hagfræðingurinn Irving Fisher (1867-1947), prófessor í hagfræði í Yale-háskóla, einn merkasti hagfræðingur allra tíma og jafnframt næstum örugglega hinn afkastamesti, þótt hann þyrfti að eyða þremur árum á berklahæli. Ritaskrá hans telur 2.425 ritverk. Fisher lét sér fátt óviðkomandi á vettvangi hagfræðinnar og var jafnframt snjall uppfinningamaður. Hann fann t.d. upp spjaldskrána, gagnlegt skrifstofutæki sem lifði fram á tölvuöld. Hann setti fyrstur manna fram vísitölur svo annað dæmi sé tekið úr hversdagslífinu. Hann fór eins og eldibrandur milli fyrirlestrasala og barðist m.a. fyrir bindindi (hann var bannmaður), grænmetisáti og hreinlæti. Fisher var fyrsta rokkstjarna hagfræðinnar. Ein fyrirlestraferðin endaði illa. Fisher fór um öll Bandaríkin 1929 til að lýsa þeirri skoðun að verðhækkun hlutabréfa væri komin til að vera: Ekkert að óttast, sagði hann. Bréfin hrundu þá um haustið og efnahagslífið með og þá einnig orðstír Fishers. Samt skrifuðu fáir af meira viti og dýpri skilningi en hann um heimskreppuna eftir á, orsakir hennar og afleiðingar. En Fisher fékk ekki að njóta sannmælis fyrir þau skrif fyrr en menn dustuðu af þeim rykið í bankahremmingum síðustu ára. Bensíngjöf og bólusetningar Hinn risinn var Bretinn John Maynard Keynes (1883-1946), upphafsmaður þjóðhagfræði nútímans. Hann var ekki síður fjöllyndur en Fisher, ýmist háskólakennari í Cambridge eða embættismaður í London, listaverkasafnari og ballettunnandi, kvæntist rússneskri ballerínu. Hann vakti fyrst athygli með því að rísa gegn Versalasamningunum 1919 í bók þar sem hann spáði rétt fyrir um efnahagslegar afleiðingar skaðabótanna sem Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar lögðu á Þjóðverja eftir stríðið mikla sem við köllum nú fyrri heimsstyrjöldina. Frægastur varð Keynes fyrir að rísa gegn ríkjandi hagfræði sem kenndi að kreppan mikla sem hófst 1929 yrði aðeins tímabundin. Tíminn leið, en kreppunni slotaði ekki. Keynes birti höfuðrit sitt 1936 þar sem hann lagði grunninn að nýrri þjóðhagfræði þar sem almannavaldið hefur svigrúm til að vernda efnahagslífið fyrir duttlungum einkaframtaksins með því t.d. að stíga á bensíngjöfina þegar heimilin og fyrirtækin halda að sér höndum og efnahagslífið lendir af þeim sökum í lægð. Þessu fræðilega framlagi Keynes á heimsbyggðin það að þakka að bankahremmingarnar í Bandaríkjunum 2007-2008 leiddu ekki af sér nýja heimskreppu. Þeir sem halda áfram að berjast gegn arfleifð Keynes af stjórnmálaástæðum eru næsti bær við fólkið sem berst nú gegn bólusetningu barna. Deilur um verðlaun Bókmenntaverðlaun Nóbels hafa iðulega vakið deilur, ýmist vegna margra rithöfunda sem verðlaunanefndin gekk fram hjá, t.d. Leo Tolstoy, Henrik Ibsen, Mark Twain, Anton Chekov, August Strindberg, Karen Blixen, Graham Greene og Jorge Luis Borges, eða vegna óverðugra höfunda sem sátt náðist um í nefndinni. Hagfræðiverðlaunin hafa ekki vakið umtalsverðar deilur nema tvisvar, í fyrra skiptið þegar Milton Friedman (1912-2006), prófessor í Chicago, hlaut verðlaunin 1976 og pólitískum andstæðingum hans var ekki skemmt. Friedman var samt fyllilega verður verðlaunanna. Hitt skiptið var þegar tveir fjármálaprófessorar hlutu verðlaunin 1997 og risavaxinn vogunarsjóður sem þeir stýrðu ásamt öðrum komst í sögulegt þrot árið eftir svo að bandarískt efnahagslíf lék á reiðiskjálfi. Fátækt skiptir máli Fyrir nokkrum dögum tilkynnti Nóbelsnefndin í Stokkhólmi að hagfræðiverðlaunin í ár hljóti Angus Deaton, prófessor í Princeton-háskóla í Bandaríkjunum, fyrir tölfræðilegar rannsóknir m.a. á fátækt og ójöfnuði. Deaton er Skoti, tæplega sjötugur að aldri. Hann sezt við hljóðfærið heima hjá sér flesta daga og spilar m.a. verk Chopins og Schumanns. Hann birti dásamlega bók í hittiðfyrra þar sem hann kortleggur framför heimsins síðustu 250 ár með því að reifa hagtölur og heilbrigðistölur hlið við hlið (The Great Escape: Health, Wealth, and the Origin of Inequality, 2013). Framför heimsins lýsir sér ekki aðeins í meiri tekjum og minna erfiði, heldur einnig og ekki síður í auknu heilbrigði og langlífi. Með þessari verðlaunaveitingu sendir Nóbelsnefndin skýr skilaboð: Fátækt skiptir máli. Það er holl brýning nú þegar heimsbyggðin á í vök að verjast fyrir árás taumlausrar græðgi á grunnstoðir samfélagsins. Og svo er það einnig ánægjuleg upplyfting að ár eftir ár skuli berast fréttir frá Nóbelsnefndunum í Stokkhólmi af frækilegum sigrum í fræðum og vísindum ekki síður en t.d. íþróttum.
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun