Öruggar samgöngur – komum heil heim Þórólfur Árnason skrifar 16. október 2015 07:00 Stefnumark okkar allra hvern einasta dag, í hverri einustu ferð, er að koma heil heim. Ásetningur um slysalausar samgöngur, þar sem engir mannskaðar verða á Íslandi, verður ætíð að vera okkur efst í huga. Sú neytendavernd og öryggi sem Samgöngustofa vinnur að með réttri skráningu samgöngutækja og skoðun þeirra, eftirliti með menntun og hæfni þeirra sem stýra tækjum og búnaði og leyfisveitingum til rekstraraðila er mikilvæg. Ekki hvað síst er varðar alþjóðlega samkeppnishæfni þjóðarinnar með gagnkvæmum viðurkenningum á flutningatækjum og skírteinum einstaklinga. Fiskveiðar, ferðaþjónusta eða flutningastarfsemi væru ekki jafn öflug á Íslandi ef ekki væri unnið samkvæmt alþjóðlegum reglum og samkvæmt samningum sem íslenska ríkið hefur undirgengist. Í mörgum tilvikum sér Samgöngustofa síðan um framkvæmd þessara alþjóðlegu reglna og samninga.Nýjar áherslur um aukna samvinnu Stofnun Samgöngustofu hefur falið í sér mikil tækifæri, m.a. um samnýtingu fjölbreyttrar þekkingar til aukins öryggis fyrir allar greinar samgangna. Nýjar áherslur um aukna samvinnu við atvinnulíf og rekstraraðila á þessum vettvangi hafa verið í mótun. Alþjóðlegar kröfur um öryggi í samgöngum byggjast í ríkari mæli á því að skráning atvika og frávika eigi sér stað, þau séu greind og viðbragð síðan ráðið í framhaldinu. Slíkt viðbragð getur vissulega verið tillögur að nýjum eða hertum öryggisreglum en ekki síður umbótaferli í vinnubrögðum, fræðslu og forvörnum. Með samvinnu og skilvirkni að leiðarljósi færumst við nær sameiginlegu markmiði um öruggar samgöngur. Mikilvægur liður í því er ábyrgð þeirra sem hanna og reka samgöngumannvirki eða farartæki eða stjórna þeim, en ekki ógnandi refsivöndur eftirlitsaðila.Samvinnan skilar sér Vitundarvakning umliðinna ára hefur bjargað fjölda mannslífa, á sjó, landi og í lofti. Tækniþróun, skýrari umgjörð og ekki síst fræðsla og forvarnarstarf er meðal þess sem hefur breytt viðmiðum til hins betra. Banaslys eru ekki náttúrulögmál og mannskaðar ekki eðlilegur fórnarkostnaður. Nauðsyn sameiginlegrar sýnar um heildstæðar, öruggar samgöngur hefur aldrei fyrr verið jafn aðkallandi og með ábyrgri hegðun getum við öll lagt hönd á plóg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Árnason Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Stefnumark okkar allra hvern einasta dag, í hverri einustu ferð, er að koma heil heim. Ásetningur um slysalausar samgöngur, þar sem engir mannskaðar verða á Íslandi, verður ætíð að vera okkur efst í huga. Sú neytendavernd og öryggi sem Samgöngustofa vinnur að með réttri skráningu samgöngutækja og skoðun þeirra, eftirliti með menntun og hæfni þeirra sem stýra tækjum og búnaði og leyfisveitingum til rekstraraðila er mikilvæg. Ekki hvað síst er varðar alþjóðlega samkeppnishæfni þjóðarinnar með gagnkvæmum viðurkenningum á flutningatækjum og skírteinum einstaklinga. Fiskveiðar, ferðaþjónusta eða flutningastarfsemi væru ekki jafn öflug á Íslandi ef ekki væri unnið samkvæmt alþjóðlegum reglum og samkvæmt samningum sem íslenska ríkið hefur undirgengist. Í mörgum tilvikum sér Samgöngustofa síðan um framkvæmd þessara alþjóðlegu reglna og samninga.Nýjar áherslur um aukna samvinnu Stofnun Samgöngustofu hefur falið í sér mikil tækifæri, m.a. um samnýtingu fjölbreyttrar þekkingar til aukins öryggis fyrir allar greinar samgangna. Nýjar áherslur um aukna samvinnu við atvinnulíf og rekstraraðila á þessum vettvangi hafa verið í mótun. Alþjóðlegar kröfur um öryggi í samgöngum byggjast í ríkari mæli á því að skráning atvika og frávika eigi sér stað, þau séu greind og viðbragð síðan ráðið í framhaldinu. Slíkt viðbragð getur vissulega verið tillögur að nýjum eða hertum öryggisreglum en ekki síður umbótaferli í vinnubrögðum, fræðslu og forvörnum. Með samvinnu og skilvirkni að leiðarljósi færumst við nær sameiginlegu markmiði um öruggar samgöngur. Mikilvægur liður í því er ábyrgð þeirra sem hanna og reka samgöngumannvirki eða farartæki eða stjórna þeim, en ekki ógnandi refsivöndur eftirlitsaðila.Samvinnan skilar sér Vitundarvakning umliðinna ára hefur bjargað fjölda mannslífa, á sjó, landi og í lofti. Tækniþróun, skýrari umgjörð og ekki síst fræðsla og forvarnarstarf er meðal þess sem hefur breytt viðmiðum til hins betra. Banaslys eru ekki náttúrulögmál og mannskaðar ekki eðlilegur fórnarkostnaður. Nauðsyn sameiginlegrar sýnar um heildstæðar, öruggar samgöngur hefur aldrei fyrr verið jafn aðkallandi og með ábyrgri hegðun getum við öll lagt hönd á plóg.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun