Tenórar deila Kristján Jóhannsson og Gunnar Guðbjörnsson skrifar 17. október 2015 07:00 Við félagarnir deilum ýmsu fyrir utan starfsheitinu tenór. Við höfum báðir átt þess kost að rækta hæfileika okkar í sönglistinni með frábæru fólki og teljum okkur hafa í gegnum árin glatt íslensku þjóðina með söng. Við deilum því líka að hafa kynnst Sigurði Demetz söngkennara snemma á lífsleiðinni. Hann kenndi okkur að röddin væri eins og steinn og fallegur á sinn hátt en sagði jafnframt að ef við slípuðum steininn okkar og fægðum hann af kostgæfni, gæti hann orðið fallegur og skínandi. Um síðustu mánaðamót deildum við félagarnir hins vegar þeirri óskemmtilegri reynslu að hafa fengið uppsagnarbréf frá skólanum sem við báðir vinnum við, skólanum sem er kenndur við gamla söngkennarann okkar. Við vitum í raun ekki hvaða framtíð bíður okkar eða nemenda okkar, hvað þá heldur skólans. Og þar sem við vitum ekki hvað stjórnvöld hafa í hyggju, höfum við áhyggjur. Við hugsum ekki aðeins um okkur sjálfa, nemendurna eða skólann. Við hugsum ekki síður um heila listgrein, sönglistina. Aðgerðarleysi stjórnvalda er á góðri leið með að murka úr henni líftóruna. Samt vitum við félagarnir að fólk úr öllum stjórnmálaflokkum leggur áherslu á mikilvægi okkar starfa, að kennslustörfunum okkar og námi nemendanna verði að bjarga, en ekkert gerist og við vitum ekkert um hvort eða hvernig málunum verði bjargað. Við höfum beðið þolinmóðir en jafnvel langlundargeði tenóra eru takmörk sett.Verður ekki til af sjálfu sér Í vor birti yfir um hríð. Þá leit út fyrir að samkomulag næðist milli Reykjavíkurborgar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og ríkis um að fjármagna í sameiningu björgunarpakka til að bjarga tónlistarskólunum í Reykjavík sem eru í alvarlegum fjárhagsvanda frá gjaldþroti. Forystufólk skólanna, stjórnmálamenn og embættismenn töldu allir að eftir samþykki Alþingis á veigamiklu atriði tengdu samkomulaginu væri skólastarf að hausti tryggt. Bjartsýni ríkti í okkar röðum. En það dimmdi snemma þetta haustið. Þegar skólarnir hófu undirbúning að skólastarfinu í ágúst kom í ljós að ríki gerði ekki ráð fyrir fjárveitingu til björgunarpakkans. Menntamálaráðherra lýsti yfir að hann vildi engan veginn taka á sig skuldbindingu sem væri á ábyrgð Reykjavíkurborgar þó að samkomulagið gerði ráð fyrir að hlutur ríkisins yrði nýttur til að fjármagna nám nemenda á háskólastigi. Ekki sjáum við félagar ástæðu til að skipta okkur af því hver borgar hvað en okkur finnst full ástæða til að fullorðið og skynsamt fólk leiti nú lausna á máli sem fulltrúar allra flokka höfðu sameinast um í vor en að því er virðist gleymt í sumarlok. Stendur málið upp á stjórnmálamenn sem hafa ekki síst notið eldanna sem söngvarar hafa tendrað gegnum tíðina. Sama á að sjálfsögðu við um annað listafólk en því má ekki gleyma að það verður ekki til af sjálfu sér. Oftast nær er listsköpun þess afrakstur þrotlauss náms og æfinga.Stefnir lóðbeint í þrot Frá árinu 2011 hefur mið- og framhaldsstig í söngmenntun verið háð greiðslum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga en greiðslurnar duga ekki fyrir kennslukostnaði. Sá kostnaður var ákveðinn í kjarasamningum sem skólarnir höfðu enga aðild að aðra en að greiða hann. Á meðan tónlistarskólar með áherslu á hljóðfæranám glíma aðeins við vanfjármögnun á kennslu þriðjungs nemenda sinna líða heilir 2/3 hlutar söngkennslu fyrir þetta ástand. Og það munar miklu því að bilið milli raunkostnaðar kennslu og þess sem skólarnir fá úr Jöfnunarsjóð eru um 40 prósent. Þá fjármuni klípa skólarnir af skólagjöldum nemenda sem nota á til að greiða rekstrarkostnað. Söngskólarnir eru orðnir svo aðþrengdir að rekstur þeirra stefnir lóðbeint í þrot. En aftur að okkur tveimur. Okkur grunar að einhverjir Íslendingar séu fegnir að við fengum tækifæri til að slípa steinana okkar undir handleiðslu Sigurðar Demetz. Nú viljum við fá tækifæri til að slípa steina næstu kynslóðar án þess að þurfa að lifa í stöðugum ótta um framhaldið. Við skorum á menntamálaráðherra og borgarstjóra að ganga strax til verka og bjarga þessum málum. Ákvörðun um lokun skólans okkar nálgast óðfluga og verður að liggja fyrir áður en nóvembermánuði lýkur. Það er því mikilvægt að bjarga okkur ekki aðeins fyrir horn með einhverjum bráðabirgðalausnum heldur verða stjórnvöld að efna til samtals um framtíð söngmenntunar á Íslandi samstundis eigi henni ekki að vera stefnt í glötun. Við viljum gjarnan, eins og fleiri sem vinna að söngmennt á Íslandi, eiga það samtal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Við félagarnir deilum ýmsu fyrir utan starfsheitinu tenór. Við höfum báðir átt þess kost að rækta hæfileika okkar í sönglistinni með frábæru fólki og teljum okkur hafa í gegnum árin glatt íslensku þjóðina með söng. Við deilum því líka að hafa kynnst Sigurði Demetz söngkennara snemma á lífsleiðinni. Hann kenndi okkur að röddin væri eins og steinn og fallegur á sinn hátt en sagði jafnframt að ef við slípuðum steininn okkar og fægðum hann af kostgæfni, gæti hann orðið fallegur og skínandi. Um síðustu mánaðamót deildum við félagarnir hins vegar þeirri óskemmtilegri reynslu að hafa fengið uppsagnarbréf frá skólanum sem við báðir vinnum við, skólanum sem er kenndur við gamla söngkennarann okkar. Við vitum í raun ekki hvaða framtíð bíður okkar eða nemenda okkar, hvað þá heldur skólans. Og þar sem við vitum ekki hvað stjórnvöld hafa í hyggju, höfum við áhyggjur. Við hugsum ekki aðeins um okkur sjálfa, nemendurna eða skólann. Við hugsum ekki síður um heila listgrein, sönglistina. Aðgerðarleysi stjórnvalda er á góðri leið með að murka úr henni líftóruna. Samt vitum við félagarnir að fólk úr öllum stjórnmálaflokkum leggur áherslu á mikilvægi okkar starfa, að kennslustörfunum okkar og námi nemendanna verði að bjarga, en ekkert gerist og við vitum ekkert um hvort eða hvernig málunum verði bjargað. Við höfum beðið þolinmóðir en jafnvel langlundargeði tenóra eru takmörk sett.Verður ekki til af sjálfu sér Í vor birti yfir um hríð. Þá leit út fyrir að samkomulag næðist milli Reykjavíkurborgar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og ríkis um að fjármagna í sameiningu björgunarpakka til að bjarga tónlistarskólunum í Reykjavík sem eru í alvarlegum fjárhagsvanda frá gjaldþroti. Forystufólk skólanna, stjórnmálamenn og embættismenn töldu allir að eftir samþykki Alþingis á veigamiklu atriði tengdu samkomulaginu væri skólastarf að hausti tryggt. Bjartsýni ríkti í okkar röðum. En það dimmdi snemma þetta haustið. Þegar skólarnir hófu undirbúning að skólastarfinu í ágúst kom í ljós að ríki gerði ekki ráð fyrir fjárveitingu til björgunarpakkans. Menntamálaráðherra lýsti yfir að hann vildi engan veginn taka á sig skuldbindingu sem væri á ábyrgð Reykjavíkurborgar þó að samkomulagið gerði ráð fyrir að hlutur ríkisins yrði nýttur til að fjármagna nám nemenda á háskólastigi. Ekki sjáum við félagar ástæðu til að skipta okkur af því hver borgar hvað en okkur finnst full ástæða til að fullorðið og skynsamt fólk leiti nú lausna á máli sem fulltrúar allra flokka höfðu sameinast um í vor en að því er virðist gleymt í sumarlok. Stendur málið upp á stjórnmálamenn sem hafa ekki síst notið eldanna sem söngvarar hafa tendrað gegnum tíðina. Sama á að sjálfsögðu við um annað listafólk en því má ekki gleyma að það verður ekki til af sjálfu sér. Oftast nær er listsköpun þess afrakstur þrotlauss náms og æfinga.Stefnir lóðbeint í þrot Frá árinu 2011 hefur mið- og framhaldsstig í söngmenntun verið háð greiðslum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga en greiðslurnar duga ekki fyrir kennslukostnaði. Sá kostnaður var ákveðinn í kjarasamningum sem skólarnir höfðu enga aðild að aðra en að greiða hann. Á meðan tónlistarskólar með áherslu á hljóðfæranám glíma aðeins við vanfjármögnun á kennslu þriðjungs nemenda sinna líða heilir 2/3 hlutar söngkennslu fyrir þetta ástand. Og það munar miklu því að bilið milli raunkostnaðar kennslu og þess sem skólarnir fá úr Jöfnunarsjóð eru um 40 prósent. Þá fjármuni klípa skólarnir af skólagjöldum nemenda sem nota á til að greiða rekstrarkostnað. Söngskólarnir eru orðnir svo aðþrengdir að rekstur þeirra stefnir lóðbeint í þrot. En aftur að okkur tveimur. Okkur grunar að einhverjir Íslendingar séu fegnir að við fengum tækifæri til að slípa steinana okkar undir handleiðslu Sigurðar Demetz. Nú viljum við fá tækifæri til að slípa steina næstu kynslóðar án þess að þurfa að lifa í stöðugum ótta um framhaldið. Við skorum á menntamálaráðherra og borgarstjóra að ganga strax til verka og bjarga þessum málum. Ákvörðun um lokun skólans okkar nálgast óðfluga og verður að liggja fyrir áður en nóvembermánuði lýkur. Það er því mikilvægt að bjarga okkur ekki aðeins fyrir horn með einhverjum bráðabirgðalausnum heldur verða stjórnvöld að efna til samtals um framtíð söngmenntunar á Íslandi samstundis eigi henni ekki að vera stefnt í glötun. Við viljum gjarnan, eins og fleiri sem vinna að söngmennt á Íslandi, eiga það samtal.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar