Tenórar deila Kristján Jóhannsson og Gunnar Guðbjörnsson skrifar 17. október 2015 07:00 Við félagarnir deilum ýmsu fyrir utan starfsheitinu tenór. Við höfum báðir átt þess kost að rækta hæfileika okkar í sönglistinni með frábæru fólki og teljum okkur hafa í gegnum árin glatt íslensku þjóðina með söng. Við deilum því líka að hafa kynnst Sigurði Demetz söngkennara snemma á lífsleiðinni. Hann kenndi okkur að röddin væri eins og steinn og fallegur á sinn hátt en sagði jafnframt að ef við slípuðum steininn okkar og fægðum hann af kostgæfni, gæti hann orðið fallegur og skínandi. Um síðustu mánaðamót deildum við félagarnir hins vegar þeirri óskemmtilegri reynslu að hafa fengið uppsagnarbréf frá skólanum sem við báðir vinnum við, skólanum sem er kenndur við gamla söngkennarann okkar. Við vitum í raun ekki hvaða framtíð bíður okkar eða nemenda okkar, hvað þá heldur skólans. Og þar sem við vitum ekki hvað stjórnvöld hafa í hyggju, höfum við áhyggjur. Við hugsum ekki aðeins um okkur sjálfa, nemendurna eða skólann. Við hugsum ekki síður um heila listgrein, sönglistina. Aðgerðarleysi stjórnvalda er á góðri leið með að murka úr henni líftóruna. Samt vitum við félagarnir að fólk úr öllum stjórnmálaflokkum leggur áherslu á mikilvægi okkar starfa, að kennslustörfunum okkar og námi nemendanna verði að bjarga, en ekkert gerist og við vitum ekkert um hvort eða hvernig málunum verði bjargað. Við höfum beðið þolinmóðir en jafnvel langlundargeði tenóra eru takmörk sett.Verður ekki til af sjálfu sér Í vor birti yfir um hríð. Þá leit út fyrir að samkomulag næðist milli Reykjavíkurborgar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og ríkis um að fjármagna í sameiningu björgunarpakka til að bjarga tónlistarskólunum í Reykjavík sem eru í alvarlegum fjárhagsvanda frá gjaldþroti. Forystufólk skólanna, stjórnmálamenn og embættismenn töldu allir að eftir samþykki Alþingis á veigamiklu atriði tengdu samkomulaginu væri skólastarf að hausti tryggt. Bjartsýni ríkti í okkar röðum. En það dimmdi snemma þetta haustið. Þegar skólarnir hófu undirbúning að skólastarfinu í ágúst kom í ljós að ríki gerði ekki ráð fyrir fjárveitingu til björgunarpakkans. Menntamálaráðherra lýsti yfir að hann vildi engan veginn taka á sig skuldbindingu sem væri á ábyrgð Reykjavíkurborgar þó að samkomulagið gerði ráð fyrir að hlutur ríkisins yrði nýttur til að fjármagna nám nemenda á háskólastigi. Ekki sjáum við félagar ástæðu til að skipta okkur af því hver borgar hvað en okkur finnst full ástæða til að fullorðið og skynsamt fólk leiti nú lausna á máli sem fulltrúar allra flokka höfðu sameinast um í vor en að því er virðist gleymt í sumarlok. Stendur málið upp á stjórnmálamenn sem hafa ekki síst notið eldanna sem söngvarar hafa tendrað gegnum tíðina. Sama á að sjálfsögðu við um annað listafólk en því má ekki gleyma að það verður ekki til af sjálfu sér. Oftast nær er listsköpun þess afrakstur þrotlauss náms og æfinga.Stefnir lóðbeint í þrot Frá árinu 2011 hefur mið- og framhaldsstig í söngmenntun verið háð greiðslum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga en greiðslurnar duga ekki fyrir kennslukostnaði. Sá kostnaður var ákveðinn í kjarasamningum sem skólarnir höfðu enga aðild að aðra en að greiða hann. Á meðan tónlistarskólar með áherslu á hljóðfæranám glíma aðeins við vanfjármögnun á kennslu þriðjungs nemenda sinna líða heilir 2/3 hlutar söngkennslu fyrir þetta ástand. Og það munar miklu því að bilið milli raunkostnaðar kennslu og þess sem skólarnir fá úr Jöfnunarsjóð eru um 40 prósent. Þá fjármuni klípa skólarnir af skólagjöldum nemenda sem nota á til að greiða rekstrarkostnað. Söngskólarnir eru orðnir svo aðþrengdir að rekstur þeirra stefnir lóðbeint í þrot. En aftur að okkur tveimur. Okkur grunar að einhverjir Íslendingar séu fegnir að við fengum tækifæri til að slípa steinana okkar undir handleiðslu Sigurðar Demetz. Nú viljum við fá tækifæri til að slípa steina næstu kynslóðar án þess að þurfa að lifa í stöðugum ótta um framhaldið. Við skorum á menntamálaráðherra og borgarstjóra að ganga strax til verka og bjarga þessum málum. Ákvörðun um lokun skólans okkar nálgast óðfluga og verður að liggja fyrir áður en nóvembermánuði lýkur. Það er því mikilvægt að bjarga okkur ekki aðeins fyrir horn með einhverjum bráðabirgðalausnum heldur verða stjórnvöld að efna til samtals um framtíð söngmenntunar á Íslandi samstundis eigi henni ekki að vera stefnt í glötun. Við viljum gjarnan, eins og fleiri sem vinna að söngmennt á Íslandi, eiga það samtal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Við félagarnir deilum ýmsu fyrir utan starfsheitinu tenór. Við höfum báðir átt þess kost að rækta hæfileika okkar í sönglistinni með frábæru fólki og teljum okkur hafa í gegnum árin glatt íslensku þjóðina með söng. Við deilum því líka að hafa kynnst Sigurði Demetz söngkennara snemma á lífsleiðinni. Hann kenndi okkur að röddin væri eins og steinn og fallegur á sinn hátt en sagði jafnframt að ef við slípuðum steininn okkar og fægðum hann af kostgæfni, gæti hann orðið fallegur og skínandi. Um síðustu mánaðamót deildum við félagarnir hins vegar þeirri óskemmtilegri reynslu að hafa fengið uppsagnarbréf frá skólanum sem við báðir vinnum við, skólanum sem er kenndur við gamla söngkennarann okkar. Við vitum í raun ekki hvaða framtíð bíður okkar eða nemenda okkar, hvað þá heldur skólans. Og þar sem við vitum ekki hvað stjórnvöld hafa í hyggju, höfum við áhyggjur. Við hugsum ekki aðeins um okkur sjálfa, nemendurna eða skólann. Við hugsum ekki síður um heila listgrein, sönglistina. Aðgerðarleysi stjórnvalda er á góðri leið með að murka úr henni líftóruna. Samt vitum við félagarnir að fólk úr öllum stjórnmálaflokkum leggur áherslu á mikilvægi okkar starfa, að kennslustörfunum okkar og námi nemendanna verði að bjarga, en ekkert gerist og við vitum ekkert um hvort eða hvernig málunum verði bjargað. Við höfum beðið þolinmóðir en jafnvel langlundargeði tenóra eru takmörk sett.Verður ekki til af sjálfu sér Í vor birti yfir um hríð. Þá leit út fyrir að samkomulag næðist milli Reykjavíkurborgar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og ríkis um að fjármagna í sameiningu björgunarpakka til að bjarga tónlistarskólunum í Reykjavík sem eru í alvarlegum fjárhagsvanda frá gjaldþroti. Forystufólk skólanna, stjórnmálamenn og embættismenn töldu allir að eftir samþykki Alþingis á veigamiklu atriði tengdu samkomulaginu væri skólastarf að hausti tryggt. Bjartsýni ríkti í okkar röðum. En það dimmdi snemma þetta haustið. Þegar skólarnir hófu undirbúning að skólastarfinu í ágúst kom í ljós að ríki gerði ekki ráð fyrir fjárveitingu til björgunarpakkans. Menntamálaráðherra lýsti yfir að hann vildi engan veginn taka á sig skuldbindingu sem væri á ábyrgð Reykjavíkurborgar þó að samkomulagið gerði ráð fyrir að hlutur ríkisins yrði nýttur til að fjármagna nám nemenda á háskólastigi. Ekki sjáum við félagar ástæðu til að skipta okkur af því hver borgar hvað en okkur finnst full ástæða til að fullorðið og skynsamt fólk leiti nú lausna á máli sem fulltrúar allra flokka höfðu sameinast um í vor en að því er virðist gleymt í sumarlok. Stendur málið upp á stjórnmálamenn sem hafa ekki síst notið eldanna sem söngvarar hafa tendrað gegnum tíðina. Sama á að sjálfsögðu við um annað listafólk en því má ekki gleyma að það verður ekki til af sjálfu sér. Oftast nær er listsköpun þess afrakstur þrotlauss náms og æfinga.Stefnir lóðbeint í þrot Frá árinu 2011 hefur mið- og framhaldsstig í söngmenntun verið háð greiðslum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga en greiðslurnar duga ekki fyrir kennslukostnaði. Sá kostnaður var ákveðinn í kjarasamningum sem skólarnir höfðu enga aðild að aðra en að greiða hann. Á meðan tónlistarskólar með áherslu á hljóðfæranám glíma aðeins við vanfjármögnun á kennslu þriðjungs nemenda sinna líða heilir 2/3 hlutar söngkennslu fyrir þetta ástand. Og það munar miklu því að bilið milli raunkostnaðar kennslu og þess sem skólarnir fá úr Jöfnunarsjóð eru um 40 prósent. Þá fjármuni klípa skólarnir af skólagjöldum nemenda sem nota á til að greiða rekstrarkostnað. Söngskólarnir eru orðnir svo aðþrengdir að rekstur þeirra stefnir lóðbeint í þrot. En aftur að okkur tveimur. Okkur grunar að einhverjir Íslendingar séu fegnir að við fengum tækifæri til að slípa steinana okkar undir handleiðslu Sigurðar Demetz. Nú viljum við fá tækifæri til að slípa steina næstu kynslóðar án þess að þurfa að lifa í stöðugum ótta um framhaldið. Við skorum á menntamálaráðherra og borgarstjóra að ganga strax til verka og bjarga þessum málum. Ákvörðun um lokun skólans okkar nálgast óðfluga og verður að liggja fyrir áður en nóvembermánuði lýkur. Það er því mikilvægt að bjarga okkur ekki aðeins fyrir horn með einhverjum bráðabirgðalausnum heldur verða stjórnvöld að efna til samtals um framtíð söngmenntunar á Íslandi samstundis eigi henni ekki að vera stefnt í glötun. Við viljum gjarnan, eins og fleiri sem vinna að söngmennt á Íslandi, eiga það samtal.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun