Hlutverk forseta? Stefán Jón Hafstein skrifar 17. október 2015 07:00 Álitsgjafar og umræðustjórar hnýta í forseta Íslands fyrir að vilja hugsa sinn gang um framboð á ný. Það er ósanngjarnt. Ef forseti þarf að hugsa um framboð 2016 hefur hann til þess fullt leyfi, eins og allir kjörgengir Íslendingar sem hafa sama rétt. Eins má forseti skipta oft um skoðun á þessu sama máli, fyrir nýársávarp og eftir, rétt eins og allir aðrir. Það er nefnilega grundvallarmisskilningur að umræða um hlutverk, tilgang og eðli embættisins í framtíðinni, sem og hugsanleg framboð, byggi á einum manni. Um næsta forseta fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla og tímabært að huga að hlutverki og tilgangi embættisins á breyttum tímum.Ábyrgðin er okkar Þar sem áhrif embættisins og hlutverk er á ábyrgð þjóðarinnar er það skylda okkar að hefja þessa umræðu. Það er ekki bara forsetaembættið sem hefur þróast á liðnum árum heldur samfélagið allt. Nýtt samfélagsmisgengi myndaðist með eftirminnilegum hætti í Hruninu fyrir sjö árum og við höfum ekki unnið úr því enn. Þegar horft er til forsetaembættisins og mikilvægrar kosningar á næsta ári er fráleitt að einblína á stöðuna eins og hún er núna, heldur verður að vega og meta þá framtíð sem við viljum skapa og hvert hlutverk forseta er í því efni.Stjórnarskráin er brotalöm Dr. Svanur Kristjánsson hefur skrifað merkilegar greinar um forsetaembættið á liðnum árum. Í einni þeirra segir: „Stjórnarskráin var samin til bráðabirgða fyrir 70 árum. Alþingi gaf þjóðinni þá fyrirheit um endurskoðun hennar?… Ekki hefur enn verið staðið við þau loforð. Íslendingar hafa ekki enn valið sér leið til lýðræðis. Á meðan halda áfram endalausar deilur um meginatriði í stjórnarskrá og stjórnskipun landsins. Hvað eftir annað blossa t.d. upp hatrömm átök um stöðu forseta Íslands í stjórnskipun, enda ákvæðin um völd hans og ábyrgð mjög óljós — svo ekki sé fastar að orði kveðið. Íslendingar hafa ekki enn náð samkomulagi um leiðina til lýðræðis. Á meðan verður draumurinn um lýðræði í íslensku lýðveldi sífellt fjarlægari. Skipverjar sem sigla án áttavita ná sjaldnast til hafnar. Hættulegar hafvillur verða yfirleitt þeirra hlutskipti.“ Í ljósi þessara orða er beinlínis ábyrgðarlaust að fjalla ekki um hvers er að vænta við næstu forsetakosningar og hvers þjóðin væntir af forseta.Umræðuvettvangur um hlutverk forseta Í vikunni sendi ég út bréf til nokkur hundruð Íslendinga og kynnti opinn umræðuvettvang um þetta efni, auk þess sem þar er að finna könnun á afstöðu fólks til embættisins. Í bréfinu sagði: „Forseti Íslands er áhrifavaldur, afstaða hans til samfélagsmála er mikilvæg eins og ráða má af framgöngu allra þeirra sem gegnt hafa embættinu á lýðveldistímanum. Því miður er staðan sú að stjórnarskráin gefur talsvert svigrúm til frjálslegrar túlkunar á hlutverki og framgöngu forseta. Næsti forseti Íslands þarf því að hafa skýrt umboð til að tala máli almannahagsmuna og beita áhrifum embættisins til góðs. Forseti er þjóðkjörinn, áhrifavald embættisins er þjóðareign. Að mínu mati verðum við að íhuga vandlega hvernig við viljum að forsetaembættinu verði beitt á næstu árum og það gert að jákvæðu afli í þágu almannahagsmuna. Hvaða hagsmunir eru það? Í fyrsta lagi eru það skýrir almannahagsmunir að gerðar verði lýðræðisumbætur sem feli í sér aukið áhrifavald almennings á framvindu mála með beinum hætti. Í öðru lagi verður forseti að hafa langtímasýn um réttláta samfélagsgerð og brýna fólk í því efni. Forseti á að vera óbilandi vörður réttlætis og lýðræðislegra aðferða með synjunarvaldi sínu til að taka í taumana þegar tilefni gefst til og leggja í dóm þjóðarinnar. Almennt séð á forseti að hlusta á, skilja og leiða saman ólík sjónarmið og túlka í þágu menningar, lýðræðis, jafnréttis og framsækni í umhverfismálum.“Hvað vill fólk? Þess vegna er ekki eftir neinu að bíða. Virkt lýðræði kallar á ábyrgð, athafnir og umræðu, ekki umkomulausa bið eftir boðskap að ofan. Á Fésbók má finna síðuna „Hlutverk forseta“ og þar er hlekkur á spurningalista sem gaman og áhugavert er að spreyta sig á - og er öllum opinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Álitsgjafar og umræðustjórar hnýta í forseta Íslands fyrir að vilja hugsa sinn gang um framboð á ný. Það er ósanngjarnt. Ef forseti þarf að hugsa um framboð 2016 hefur hann til þess fullt leyfi, eins og allir kjörgengir Íslendingar sem hafa sama rétt. Eins má forseti skipta oft um skoðun á þessu sama máli, fyrir nýársávarp og eftir, rétt eins og allir aðrir. Það er nefnilega grundvallarmisskilningur að umræða um hlutverk, tilgang og eðli embættisins í framtíðinni, sem og hugsanleg framboð, byggi á einum manni. Um næsta forseta fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla og tímabært að huga að hlutverki og tilgangi embættisins á breyttum tímum.Ábyrgðin er okkar Þar sem áhrif embættisins og hlutverk er á ábyrgð þjóðarinnar er það skylda okkar að hefja þessa umræðu. Það er ekki bara forsetaembættið sem hefur þróast á liðnum árum heldur samfélagið allt. Nýtt samfélagsmisgengi myndaðist með eftirminnilegum hætti í Hruninu fyrir sjö árum og við höfum ekki unnið úr því enn. Þegar horft er til forsetaembættisins og mikilvægrar kosningar á næsta ári er fráleitt að einblína á stöðuna eins og hún er núna, heldur verður að vega og meta þá framtíð sem við viljum skapa og hvert hlutverk forseta er í því efni.Stjórnarskráin er brotalöm Dr. Svanur Kristjánsson hefur skrifað merkilegar greinar um forsetaembættið á liðnum árum. Í einni þeirra segir: „Stjórnarskráin var samin til bráðabirgða fyrir 70 árum. Alþingi gaf þjóðinni þá fyrirheit um endurskoðun hennar?… Ekki hefur enn verið staðið við þau loforð. Íslendingar hafa ekki enn valið sér leið til lýðræðis. Á meðan halda áfram endalausar deilur um meginatriði í stjórnarskrá og stjórnskipun landsins. Hvað eftir annað blossa t.d. upp hatrömm átök um stöðu forseta Íslands í stjórnskipun, enda ákvæðin um völd hans og ábyrgð mjög óljós — svo ekki sé fastar að orði kveðið. Íslendingar hafa ekki enn náð samkomulagi um leiðina til lýðræðis. Á meðan verður draumurinn um lýðræði í íslensku lýðveldi sífellt fjarlægari. Skipverjar sem sigla án áttavita ná sjaldnast til hafnar. Hættulegar hafvillur verða yfirleitt þeirra hlutskipti.“ Í ljósi þessara orða er beinlínis ábyrgðarlaust að fjalla ekki um hvers er að vænta við næstu forsetakosningar og hvers þjóðin væntir af forseta.Umræðuvettvangur um hlutverk forseta Í vikunni sendi ég út bréf til nokkur hundruð Íslendinga og kynnti opinn umræðuvettvang um þetta efni, auk þess sem þar er að finna könnun á afstöðu fólks til embættisins. Í bréfinu sagði: „Forseti Íslands er áhrifavaldur, afstaða hans til samfélagsmála er mikilvæg eins og ráða má af framgöngu allra þeirra sem gegnt hafa embættinu á lýðveldistímanum. Því miður er staðan sú að stjórnarskráin gefur talsvert svigrúm til frjálslegrar túlkunar á hlutverki og framgöngu forseta. Næsti forseti Íslands þarf því að hafa skýrt umboð til að tala máli almannahagsmuna og beita áhrifum embættisins til góðs. Forseti er þjóðkjörinn, áhrifavald embættisins er þjóðareign. Að mínu mati verðum við að íhuga vandlega hvernig við viljum að forsetaembættinu verði beitt á næstu árum og það gert að jákvæðu afli í þágu almannahagsmuna. Hvaða hagsmunir eru það? Í fyrsta lagi eru það skýrir almannahagsmunir að gerðar verði lýðræðisumbætur sem feli í sér aukið áhrifavald almennings á framvindu mála með beinum hætti. Í öðru lagi verður forseti að hafa langtímasýn um réttláta samfélagsgerð og brýna fólk í því efni. Forseti á að vera óbilandi vörður réttlætis og lýðræðislegra aðferða með synjunarvaldi sínu til að taka í taumana þegar tilefni gefst til og leggja í dóm þjóðarinnar. Almennt séð á forseti að hlusta á, skilja og leiða saman ólík sjónarmið og túlka í þágu menningar, lýðræðis, jafnréttis og framsækni í umhverfismálum.“Hvað vill fólk? Þess vegna er ekki eftir neinu að bíða. Virkt lýðræði kallar á ábyrgð, athafnir og umræðu, ekki umkomulausa bið eftir boðskap að ofan. Á Fésbók má finna síðuna „Hlutverk forseta“ og þar er hlekkur á spurningalista sem gaman og áhugavert er að spreyta sig á - og er öllum opinn.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar