Körfubolti

Bryndís samdi við Íslandsmeistarana

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Bryndís Guðmundsdóttir skrifar undir í kvöld fyrir vestan.
Bryndís Guðmundsdóttir skrifar undir í kvöld fyrir vestan. mynd/snæfell
Bryndís Guðmundsdóttir samdi í kvöld við Íslandsmeistara Snæfells í Dominos-deild kvenna í körfubolta.

Hún kemur til Hólmara frá Keflavík þar sem hún er uppalin og hefur spilað stærstan hluta síns ferils.

Þessi 27 ára gamli framherji rifti samningi við Keflavík á dögunum og hefur leitað sér að liði síðan. Hún verður mikill styrkur fyrir meistarana í Stykkishólmi.

Bryndís Guðmundsdóttir var gríðarlega atkvæðamikil 2014 og skoraði þá 23.5 stig í leik.  Stjórnir Keflavíkur og Snæfells komust að samkomulagi um vistaskipti landsliðsleikmannsins og samdi Bryndís við Snæfell til 2ja ára.

Bryndís spilaði með KR 2012-2013 en hefur annars verið í röðum Keflavíkur.

Bryndís er landsliðskona og var nú síðasta í leikmannahópi landsliðsins á Smáþjóðaleikunum í sumar.

Snæfell vann fyrsta leik tímabilsins örugglega gegn Hamri, 8-59, en Keflavík tapaði með fjórum stigum gegn Val, 92-88.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×