Viðskipti innlent

Segja ólíklegt að stjórnvöld muni samþykkja tilboð slitabúa

Sæunn Gísladóttir skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur sagt að tíminn sé að renna út fyrir slitabúin.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur sagt að tíminn sé að renna út fyrir slitabúin. Vísir/Valli
Ólíklegt er að íslensk stjórnvöld muni samþykkja tilboð slitabúa föllnu bankanna um að þau greiði 334 milljarða króna í stöðugleikaframlag. Þessu greinir Bloomberg frá.

Í greininni á Bloomberg segir að þetta sé álit tveggja heimildamanna nátengdum málinu. Þar segir að 334 milljarðar króna, sé hins vegar ófullnægjandi samkvæmt Bloomberg sem miðar við 474 milljarða króna í útreikningi sínum. 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur sagt að tíminn sé að renna út fyrir slitabúin.  Ef samningar nást ekki munu þau standa frammi fyrir 39% stöðugleikaskatti til greiðslu í ríkissjóð. Talið er að það myndi kosta föllnu bankanna rúmlega 630 milljarða króna, eða tæplega tvöfalt meira en núverandi tilboð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×