Við getum öll lifað heilsusamlegum lífsstíl Sæunn Gísladóttir skrifar 2. október 2015 11:11 Alls kyns líkamsrækt verður í boði á sýningunni, meðal annars jóga. Vísir/getty Sýningin Heilsa og Lífsstíll 2015 verður haldin í Hörpunni alla helgina, frá föstudegi til sunnudags. Það eru 40 fyrirtæki sem koma að þessari sýningu sem tengjast heilsusamlegum lífsstíl með einum eða öðrum hætti. Það er mikil breidd í fyrirtækjahópnum en hér má sjá þau. Katrín A. Friðriksdóttir, sýningarstjóri, segist vona til að sjá alla á sýningunni. „Við viljum sjá alla þá sem hafa áhuga á heilsusamlegum lífstíl, bæði þá sem hafa tileinkað sér nú þegar þann lífsstíl og einnig þá sem vilja breyta lífsstíl sínum til hins betra." Hún vonast til að allt að 25 þúsund manns láti sjá sig um helgina. Ókeypis er inn á sýninguna sem er fyrsti viðburður að sínu tagi haldinn á landinu. Katrín segir að sér finnist íslensk heilsufyrirtæki standa framarlega í alþjóðlegum samanburði og spennandi verði að upplifa það sem fyrirtækin hafa upp á að bjóða. Á sýningunni verður hægt að smakka ýmislegt bæði heilsusúkkulaði og te, og skella sér í spinning og yoga. Svo verður hægt að fá nudd, vinna vinninga og kaupa vörur á tilboðsverði.Katrín A. Friðriksdóttir, sýningarstjóri.Sýningin er hugsuð bæði fyrir fullorðna og börn. „Íslendingar vilja eyða helgunum sínum með börnunum sínum, þannig að við reynum að stíla inn á það,“ segir Katrin. Íþróttaálfurinn mun því láta sjá sig, og breikstrákar frá Kramhúsinu taka einhver tryllt spor. Svo verður í boði zumba fyrir börn og allskonar uppákomur. „Harpa er rosalegur gæðastimpil og við erum mjög stolt af því að fá að halda þetta í Hörpunni. Það er oft kannski ógnvekjandi að mæta inn í líkamsræktarstöð og það getur verið ógnandi að koma inn í heilsubúð, en Harpan er hlutlaus staður fyrir alla og þá er auðvelt fyrir þá sem eru hræddir við að taka þetta skref að koma bara í Hörpuna." Samhliða sýningunni er fyrirlestraröð laugardag og sunnudag í Kaldalóni í Hörpunni þar sem 12 mismunandi fyrirlesarar koma fram með ólík málefni en þó öll tengd heilsu eða jafnvel óheilsu. „Við erum rosalega stolt af því að taka á móti fagaðilum úr sínum geira sem munu halda ernindi sem öll tengjast heilsunni, eins og heimsmet Íslendinga í svefnleysi, streita og fyrirtækjaheilsa. Þetta eru ólík viðfangsefni en öll sem tengjast heilsunni á einn eða annan hátt," segir Katrín. Katrín segir að lokum mikilvægt að sjá að við getum öll lifað heilsusamlegum lífstíl á okkar hátt. „Heilsusamlegur lífstíll felur það ekki endilega í sér að taka þetta alla leið. Þú ert að lifa heilsusamlegum lífstíl ef þú ert að hugsa vel um sjálfan þig og þykir vænt um sjálfan þig og passar upp á hvað þú borðar og upp á heilsuna og að sofa vel þó þú sért ekki fimm daga vikunnar í ræktinni eða alltaf að drekka próteinsjeik," segir Katrín. Mest lesið Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Sjá meira
Sýningin Heilsa og Lífsstíll 2015 verður haldin í Hörpunni alla helgina, frá föstudegi til sunnudags. Það eru 40 fyrirtæki sem koma að þessari sýningu sem tengjast heilsusamlegum lífsstíl með einum eða öðrum hætti. Það er mikil breidd í fyrirtækjahópnum en hér má sjá þau. Katrín A. Friðriksdóttir, sýningarstjóri, segist vona til að sjá alla á sýningunni. „Við viljum sjá alla þá sem hafa áhuga á heilsusamlegum lífstíl, bæði þá sem hafa tileinkað sér nú þegar þann lífsstíl og einnig þá sem vilja breyta lífsstíl sínum til hins betra." Hún vonast til að allt að 25 þúsund manns láti sjá sig um helgina. Ókeypis er inn á sýninguna sem er fyrsti viðburður að sínu tagi haldinn á landinu. Katrín segir að sér finnist íslensk heilsufyrirtæki standa framarlega í alþjóðlegum samanburði og spennandi verði að upplifa það sem fyrirtækin hafa upp á að bjóða. Á sýningunni verður hægt að smakka ýmislegt bæði heilsusúkkulaði og te, og skella sér í spinning og yoga. Svo verður hægt að fá nudd, vinna vinninga og kaupa vörur á tilboðsverði.Katrín A. Friðriksdóttir, sýningarstjóri.Sýningin er hugsuð bæði fyrir fullorðna og börn. „Íslendingar vilja eyða helgunum sínum með börnunum sínum, þannig að við reynum að stíla inn á það,“ segir Katrin. Íþróttaálfurinn mun því láta sjá sig, og breikstrákar frá Kramhúsinu taka einhver tryllt spor. Svo verður í boði zumba fyrir börn og allskonar uppákomur. „Harpa er rosalegur gæðastimpil og við erum mjög stolt af því að fá að halda þetta í Hörpunni. Það er oft kannski ógnvekjandi að mæta inn í líkamsræktarstöð og það getur verið ógnandi að koma inn í heilsubúð, en Harpan er hlutlaus staður fyrir alla og þá er auðvelt fyrir þá sem eru hræddir við að taka þetta skref að koma bara í Hörpuna." Samhliða sýningunni er fyrirlestraröð laugardag og sunnudag í Kaldalóni í Hörpunni þar sem 12 mismunandi fyrirlesarar koma fram með ólík málefni en þó öll tengd heilsu eða jafnvel óheilsu. „Við erum rosalega stolt af því að taka á móti fagaðilum úr sínum geira sem munu halda ernindi sem öll tengjast heilsunni, eins og heimsmet Íslendinga í svefnleysi, streita og fyrirtækjaheilsa. Þetta eru ólík viðfangsefni en öll sem tengjast heilsunni á einn eða annan hátt," segir Katrín. Katrín segir að lokum mikilvægt að sjá að við getum öll lifað heilsusamlegum lífstíl á okkar hátt. „Heilsusamlegur lífstíll felur það ekki endilega í sér að taka þetta alla leið. Þú ert að lifa heilsusamlegum lífstíl ef þú ert að hugsa vel um sjálfan þig og þykir vænt um sjálfan þig og passar upp á hvað þú borðar og upp á heilsuna og að sofa vel þó þú sért ekki fimm daga vikunnar í ræktinni eða alltaf að drekka próteinsjeik," segir Katrín.
Mest lesið Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Sjá meira