Öll jöfn að hjúskaparlögum Stjórnarfólk í Prestafélagi Íslands skrifar 3. október 2015 07:00 Hart hefur verið deilt á presta Þjóðkirkjunnar vegna heimildarinnar til að gefa saman hjón. Það hefur verið réttmæt gagnrýni í ljósi þess að Íslendingar vilja vera til fyrirmyndar í mannréttindabaráttu. Það hefur líka verið réttmætt í ljósi þess að þjónusta prestanna krefst þess að þeir mæti hverjum einstaklingi á sama hátt og Jesús gerði, þ.e. í kærleika og virðingu fyrir manngildinu. Í hjúskaparlögum er gerður greinarmunur á borgaralegum vígslumönnum og trúfélagslegum en þar er tekinn af allur vafi um að öll hjónaefni standa jöfn að lögum. Á hjónaefnum eru engir merkimiðar sem segja nokkuð um kyn eða kynhneigð. Allar manneskjur eru jafnar fyrir hjúskaparlögum og þurfa að uppfylla sömu skilyrði þess að fá að ganga í hjúskap. Við teljum því að umræða um samvisku vígslumannsins í þessu sambandi geti ekki verið byggð á nokkru því sem stendur í hjúskaparlögum.Geta ekki gert upp á milli fólks Það hlýtur hins vegar að vera slæmt fyrir flesta presta Þjóðkirkjunnar að finna hvernig þessi umræða getur sært sjálfsmynd þeirra sem vilja fá blessun kirkju sinnar og lögformlega hjónavígslu frammi fyrir Guði, svaramönnum og gestum sínum. Við teljum augljóst að prestar geta ekki gert upp á milli fólks sem leitar eftir þjónustu þeirra og teljum að það dugi að líta til 65. greinar stjórnarskrárinnar sem segir: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti“. Hjúskaparlögin staðfesta þessa skyldu presta sem embættismanna og forstöðumanna trúfélaga og eru þessi ákvæði afdráttarlaus að okkar mati. Einn munur er þó gerður á borgaralegum og kirkjulegum vígslumönnum en það er það ákvæði í lögunum að borgaralegir vígslumenn skulu gefa saman hjón. Prestar og forstöðumenn trúfélaga og lífsskoðunarfélaga hafa heimild til þess. Það er hæpið að það hafi verið vilji löggjafans að vígslumaðurinn geti nýtt þessa heimild á þann hátt að hann mismuni fólki sem leitar til hans vegna kynferðis eða kynhneigðar þannig að það brjóti gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar um jafnræði landsmanna.Samfylgd þjóðar og þjóna kirkjunnar Við teljum að það hafi verið farsæl hefð að prestar Þjóðkirkju og forstöðumenn trú- og lífsskoðunarfélaga hafa haft vígsluheimild að lögum. Það nægir að líta til þeirrar hefðar og frjálsræðis okkar að geta gengið í hjónaband nánast á þeim tíma og þeim stað sem fólk kýs, oftast um helgar, og oftast að vera frjálst að velja sinn vígslumann til að leiða þennan stóra viðburð í lífi sínu í trúarlegu samhengi. Við viljum að kirkjan verði opin og vígslumenn hennar verði ætíð fúsir til að mæta fólki án fordóma í þjónustu sem einkennist af virðingu fyrir lífssýn og trú í fari þeirra sem vilja opinberlega heita öðrum einstaklingi tryggð og ást í blíðu og stríðu. Hjón byggja tryggð sína og samband á þeirri fyrirmynd sem er eilíf og stenst tímans tönn. Þannig sjáum við einmitt kærleiksboð Jesú Krists og óbilandi ást Guðs á manneskjunni óháð því hversu breysk hún er. Við finnum til mikillar ábyrgðar í þessu máli. Við viljum þjóna sem prestar í kirkju sem er breið og lifandi kirkja. Sem stjórnarfólk í Prestafélagi Íslands viljum við að hátíðleg hjónaheit verði að fyrirmynd fyrir samfylgd þjóðar og þjóna kirkjunnar í átt til þroska, réttlætis og betri siða og líka í sambandi ríkis og kirkju.Sr. Kristján Björnsson, sr. Guðrún Karls Helgudóttir, sr. Vigfús Bjarni Albertsson, sr. Bryndís Malla Elídóttir og sr. Páll Ágúst Ólafsson, öll þjónandi prestar og stjórnarfólk í Prestafélagi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Hart hefur verið deilt á presta Þjóðkirkjunnar vegna heimildarinnar til að gefa saman hjón. Það hefur verið réttmæt gagnrýni í ljósi þess að Íslendingar vilja vera til fyrirmyndar í mannréttindabaráttu. Það hefur líka verið réttmætt í ljósi þess að þjónusta prestanna krefst þess að þeir mæti hverjum einstaklingi á sama hátt og Jesús gerði, þ.e. í kærleika og virðingu fyrir manngildinu. Í hjúskaparlögum er gerður greinarmunur á borgaralegum vígslumönnum og trúfélagslegum en þar er tekinn af allur vafi um að öll hjónaefni standa jöfn að lögum. Á hjónaefnum eru engir merkimiðar sem segja nokkuð um kyn eða kynhneigð. Allar manneskjur eru jafnar fyrir hjúskaparlögum og þurfa að uppfylla sömu skilyrði þess að fá að ganga í hjúskap. Við teljum því að umræða um samvisku vígslumannsins í þessu sambandi geti ekki verið byggð á nokkru því sem stendur í hjúskaparlögum.Geta ekki gert upp á milli fólks Það hlýtur hins vegar að vera slæmt fyrir flesta presta Þjóðkirkjunnar að finna hvernig þessi umræða getur sært sjálfsmynd þeirra sem vilja fá blessun kirkju sinnar og lögformlega hjónavígslu frammi fyrir Guði, svaramönnum og gestum sínum. Við teljum augljóst að prestar geta ekki gert upp á milli fólks sem leitar eftir þjónustu þeirra og teljum að það dugi að líta til 65. greinar stjórnarskrárinnar sem segir: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti“. Hjúskaparlögin staðfesta þessa skyldu presta sem embættismanna og forstöðumanna trúfélaga og eru þessi ákvæði afdráttarlaus að okkar mati. Einn munur er þó gerður á borgaralegum og kirkjulegum vígslumönnum en það er það ákvæði í lögunum að borgaralegir vígslumenn skulu gefa saman hjón. Prestar og forstöðumenn trúfélaga og lífsskoðunarfélaga hafa heimild til þess. Það er hæpið að það hafi verið vilji löggjafans að vígslumaðurinn geti nýtt þessa heimild á þann hátt að hann mismuni fólki sem leitar til hans vegna kynferðis eða kynhneigðar þannig að það brjóti gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar um jafnræði landsmanna.Samfylgd þjóðar og þjóna kirkjunnar Við teljum að það hafi verið farsæl hefð að prestar Þjóðkirkju og forstöðumenn trú- og lífsskoðunarfélaga hafa haft vígsluheimild að lögum. Það nægir að líta til þeirrar hefðar og frjálsræðis okkar að geta gengið í hjónaband nánast á þeim tíma og þeim stað sem fólk kýs, oftast um helgar, og oftast að vera frjálst að velja sinn vígslumann til að leiða þennan stóra viðburð í lífi sínu í trúarlegu samhengi. Við viljum að kirkjan verði opin og vígslumenn hennar verði ætíð fúsir til að mæta fólki án fordóma í þjónustu sem einkennist af virðingu fyrir lífssýn og trú í fari þeirra sem vilja opinberlega heita öðrum einstaklingi tryggð og ást í blíðu og stríðu. Hjón byggja tryggð sína og samband á þeirri fyrirmynd sem er eilíf og stenst tímans tönn. Þannig sjáum við einmitt kærleiksboð Jesú Krists og óbilandi ást Guðs á manneskjunni óháð því hversu breysk hún er. Við finnum til mikillar ábyrgðar í þessu máli. Við viljum þjóna sem prestar í kirkju sem er breið og lifandi kirkja. Sem stjórnarfólk í Prestafélagi Íslands viljum við að hátíðleg hjónaheit verði að fyrirmynd fyrir samfylgd þjóðar og þjóna kirkjunnar í átt til þroska, réttlætis og betri siða og líka í sambandi ríkis og kirkju.Sr. Kristján Björnsson, sr. Guðrún Karls Helgudóttir, sr. Vigfús Bjarni Albertsson, sr. Bryndís Malla Elídóttir og sr. Páll Ágúst Ólafsson, öll þjónandi prestar og stjórnarfólk í Prestafélagi Íslands.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun