Öll jöfn að hjúskaparlögum Stjórnarfólk í Prestafélagi Íslands skrifar 3. október 2015 07:00 Hart hefur verið deilt á presta Þjóðkirkjunnar vegna heimildarinnar til að gefa saman hjón. Það hefur verið réttmæt gagnrýni í ljósi þess að Íslendingar vilja vera til fyrirmyndar í mannréttindabaráttu. Það hefur líka verið réttmætt í ljósi þess að þjónusta prestanna krefst þess að þeir mæti hverjum einstaklingi á sama hátt og Jesús gerði, þ.e. í kærleika og virðingu fyrir manngildinu. Í hjúskaparlögum er gerður greinarmunur á borgaralegum vígslumönnum og trúfélagslegum en þar er tekinn af allur vafi um að öll hjónaefni standa jöfn að lögum. Á hjónaefnum eru engir merkimiðar sem segja nokkuð um kyn eða kynhneigð. Allar manneskjur eru jafnar fyrir hjúskaparlögum og þurfa að uppfylla sömu skilyrði þess að fá að ganga í hjúskap. Við teljum því að umræða um samvisku vígslumannsins í þessu sambandi geti ekki verið byggð á nokkru því sem stendur í hjúskaparlögum.Geta ekki gert upp á milli fólks Það hlýtur hins vegar að vera slæmt fyrir flesta presta Þjóðkirkjunnar að finna hvernig þessi umræða getur sært sjálfsmynd þeirra sem vilja fá blessun kirkju sinnar og lögformlega hjónavígslu frammi fyrir Guði, svaramönnum og gestum sínum. Við teljum augljóst að prestar geta ekki gert upp á milli fólks sem leitar eftir þjónustu þeirra og teljum að það dugi að líta til 65. greinar stjórnarskrárinnar sem segir: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti“. Hjúskaparlögin staðfesta þessa skyldu presta sem embættismanna og forstöðumanna trúfélaga og eru þessi ákvæði afdráttarlaus að okkar mati. Einn munur er þó gerður á borgaralegum og kirkjulegum vígslumönnum en það er það ákvæði í lögunum að borgaralegir vígslumenn skulu gefa saman hjón. Prestar og forstöðumenn trúfélaga og lífsskoðunarfélaga hafa heimild til þess. Það er hæpið að það hafi verið vilji löggjafans að vígslumaðurinn geti nýtt þessa heimild á þann hátt að hann mismuni fólki sem leitar til hans vegna kynferðis eða kynhneigðar þannig að það brjóti gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar um jafnræði landsmanna.Samfylgd þjóðar og þjóna kirkjunnar Við teljum að það hafi verið farsæl hefð að prestar Þjóðkirkju og forstöðumenn trú- og lífsskoðunarfélaga hafa haft vígsluheimild að lögum. Það nægir að líta til þeirrar hefðar og frjálsræðis okkar að geta gengið í hjónaband nánast á þeim tíma og þeim stað sem fólk kýs, oftast um helgar, og oftast að vera frjálst að velja sinn vígslumann til að leiða þennan stóra viðburð í lífi sínu í trúarlegu samhengi. Við viljum að kirkjan verði opin og vígslumenn hennar verði ætíð fúsir til að mæta fólki án fordóma í þjónustu sem einkennist af virðingu fyrir lífssýn og trú í fari þeirra sem vilja opinberlega heita öðrum einstaklingi tryggð og ást í blíðu og stríðu. Hjón byggja tryggð sína og samband á þeirri fyrirmynd sem er eilíf og stenst tímans tönn. Þannig sjáum við einmitt kærleiksboð Jesú Krists og óbilandi ást Guðs á manneskjunni óháð því hversu breysk hún er. Við finnum til mikillar ábyrgðar í þessu máli. Við viljum þjóna sem prestar í kirkju sem er breið og lifandi kirkja. Sem stjórnarfólk í Prestafélagi Íslands viljum við að hátíðleg hjónaheit verði að fyrirmynd fyrir samfylgd þjóðar og þjóna kirkjunnar í átt til þroska, réttlætis og betri siða og líka í sambandi ríkis og kirkju.Sr. Kristján Björnsson, sr. Guðrún Karls Helgudóttir, sr. Vigfús Bjarni Albertsson, sr. Bryndís Malla Elídóttir og sr. Páll Ágúst Ólafsson, öll þjónandi prestar og stjórnarfólk í Prestafélagi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Hart hefur verið deilt á presta Þjóðkirkjunnar vegna heimildarinnar til að gefa saman hjón. Það hefur verið réttmæt gagnrýni í ljósi þess að Íslendingar vilja vera til fyrirmyndar í mannréttindabaráttu. Það hefur líka verið réttmætt í ljósi þess að þjónusta prestanna krefst þess að þeir mæti hverjum einstaklingi á sama hátt og Jesús gerði, þ.e. í kærleika og virðingu fyrir manngildinu. Í hjúskaparlögum er gerður greinarmunur á borgaralegum vígslumönnum og trúfélagslegum en þar er tekinn af allur vafi um að öll hjónaefni standa jöfn að lögum. Á hjónaefnum eru engir merkimiðar sem segja nokkuð um kyn eða kynhneigð. Allar manneskjur eru jafnar fyrir hjúskaparlögum og þurfa að uppfylla sömu skilyrði þess að fá að ganga í hjúskap. Við teljum því að umræða um samvisku vígslumannsins í þessu sambandi geti ekki verið byggð á nokkru því sem stendur í hjúskaparlögum.Geta ekki gert upp á milli fólks Það hlýtur hins vegar að vera slæmt fyrir flesta presta Þjóðkirkjunnar að finna hvernig þessi umræða getur sært sjálfsmynd þeirra sem vilja fá blessun kirkju sinnar og lögformlega hjónavígslu frammi fyrir Guði, svaramönnum og gestum sínum. Við teljum augljóst að prestar geta ekki gert upp á milli fólks sem leitar eftir þjónustu þeirra og teljum að það dugi að líta til 65. greinar stjórnarskrárinnar sem segir: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti“. Hjúskaparlögin staðfesta þessa skyldu presta sem embættismanna og forstöðumanna trúfélaga og eru þessi ákvæði afdráttarlaus að okkar mati. Einn munur er þó gerður á borgaralegum og kirkjulegum vígslumönnum en það er það ákvæði í lögunum að borgaralegir vígslumenn skulu gefa saman hjón. Prestar og forstöðumenn trúfélaga og lífsskoðunarfélaga hafa heimild til þess. Það er hæpið að það hafi verið vilji löggjafans að vígslumaðurinn geti nýtt þessa heimild á þann hátt að hann mismuni fólki sem leitar til hans vegna kynferðis eða kynhneigðar þannig að það brjóti gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar um jafnræði landsmanna.Samfylgd þjóðar og þjóna kirkjunnar Við teljum að það hafi verið farsæl hefð að prestar Þjóðkirkju og forstöðumenn trú- og lífsskoðunarfélaga hafa haft vígsluheimild að lögum. Það nægir að líta til þeirrar hefðar og frjálsræðis okkar að geta gengið í hjónaband nánast á þeim tíma og þeim stað sem fólk kýs, oftast um helgar, og oftast að vera frjálst að velja sinn vígslumann til að leiða þennan stóra viðburð í lífi sínu í trúarlegu samhengi. Við viljum að kirkjan verði opin og vígslumenn hennar verði ætíð fúsir til að mæta fólki án fordóma í þjónustu sem einkennist af virðingu fyrir lífssýn og trú í fari þeirra sem vilja opinberlega heita öðrum einstaklingi tryggð og ást í blíðu og stríðu. Hjón byggja tryggð sína og samband á þeirri fyrirmynd sem er eilíf og stenst tímans tönn. Þannig sjáum við einmitt kærleiksboð Jesú Krists og óbilandi ást Guðs á manneskjunni óháð því hversu breysk hún er. Við finnum til mikillar ábyrgðar í þessu máli. Við viljum þjóna sem prestar í kirkju sem er breið og lifandi kirkja. Sem stjórnarfólk í Prestafélagi Íslands viljum við að hátíðleg hjónaheit verði að fyrirmynd fyrir samfylgd þjóðar og þjóna kirkjunnar í átt til þroska, réttlætis og betri siða og líka í sambandi ríkis og kirkju.Sr. Kristján Björnsson, sr. Guðrún Karls Helgudóttir, sr. Vigfús Bjarni Albertsson, sr. Bryndís Malla Elídóttir og sr. Páll Ágúst Ólafsson, öll þjónandi prestar og stjórnarfólk í Prestafélagi Íslands.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun