Körfubolti

Stjarnan Lengjubikarmeistari í karlaflokki

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Leikmenn Stjörnunnar voru sáttir að leikslokum.
Leikmenn Stjörnunnar voru sáttir að leikslokum. Vísir/óój

Stjörnumenn báru sigur úr býtum í úrslitaleik Lengjubikarsins í karlaflokki í dag gegn Þór Þorlákshöfn en Stjarnan vann úrslitaleikinn með fjórtán stigum, 72-58. Góður seinni hálfleikur gerði útslagið í leiknum en staðan var jöfn í hálfleik.

Leikmenn Stjörnunnar byrjuðu töluvert betur í leiknum og leiddu 23-15 eftir fyrsta leikhluta en liðin fóru jöfn inn í hálfleik í stöðunni 35-35.

Stjarnan setti í lás í þriðja leikhluta og leiddi með tíu stigum eftir þrjá leikhluta, 55-45. Leikmönnum Þórs tókst að minnka muninn niður í sex stig um tíma í fjórða leikhluta en lengra komust þeir ekki og tókst leikmönnum Stjörnunnar að bæta við forskotið eftir því sem leið á leikinn.

Fór svo að Stjarnan hafði betur í leiknum og varð Lengjubikarmeistari í karlaflokki í fyrsta sinn en Al'lonzo Coleman var atkvæðamestur í liði Stjörnunnar með 16 stig ásamt því að taka 8 fráköst. Marvin Valdimarsson setti niður fimmtán stig en þá var Justin Shouse öflugur með 13 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar.

Í liði Þórs var það Vance Michael Hall sem var stigahæstur með 18 stig en Ragnar Ágúst Nathanaelsson bætti við tvöfaldri tvennu með 10 stig og 15 fráköst.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.