Þegar Guðmundur kom í Munaðarnes Ögmundur Jónasson skrifar 7. október 2015 07:00 Þetta greinarkorn fjallar um heimsókn hins mikla baráttumanns fyrir réttindum fatlaðs fólks, Guðmundar Magnússonar, í Munaðarnes fyrir allmörgum árum. Greinin fjallar þó fyrst og fremst um boðaða nýja byggingarreglugerð um afnám kvaða. Ég var formaður BSRB á þessum tíma og jafnframt í forsvari fyrir orlofsbyggðir bandalagsins. Við höfðum þá nýlokið við að gera eitt sumarhúsanna upp frá grunni þannig að allt væri sniðið að þörfum fatlaðs fólks, hækkanlegar og lækkanlegar innréttingar og síðast en ekki síst salerni og baðherbergi þannig úr garði gerð að auðvelt var að athafna sig fyrir fólk í hjólastól. Á þessum tíma settum við einnig lyftu á milli hæða í þjónustumiðstöðina svo fatlað fólk gæti farið frítt um. Við vorum nokkuð góð með okkur þegar við opnuðum nýuppgerða húsið en Guðmundi, sem góðum félaga og manni sem þekkti erfiðleikana frá fyrstu hendi, hafði verið boðið að taka þátt í fögnuðinum. Ég hélt ræðu og hann hélt ræðu. Hans ræða var eftirminnileg. Hann hrósaði okkur í hástert fyrir framtakið en sagði að þetta væri bara fyrsta skrefið. Svo kom sagan. Skömmu eftir að hann slasaðist og lamaðist þannig að hann varð bundinn við hjólastól upp frá því, hafði hann komið í orlofsbyggðirnar í Munaðarnesi að heimsækja fjölskyldu sína. Hann kvaðst minnast þess hve mjög hann hefði hlakkað til heimsóknarinnar. Hún hefði hins vegar snúist upp í martröð. Þannig var að orlofshúsin höfðu verið byggð áður en vitund manna hafði almennt vaknað um þarfir fatlaðs fólks og öllum reglugerðum þar að lútandi auk þess áfátt. Frá því hafi verið skemmst að segja að í Munaðarnesi hafi hann ekki komist á salerni og því afráðið að flýta sér sem mest hann mátti aftur til síns heima.Sæmandi fyrir alla „Og lærdómurinn af þessu,“ sagði Guðmundur, „er að það er ekki nóg að byggja eitt hús sniðið að þörfum fatlaðs fólks, heldur þarf að byggja öll hús á þann veg. Við sem búum við fötlun erum nefnilega líka gestkomandi hjá ykkur hinum!“ Mér kom þessi saga í hug þegar ég nú les um hina miklu baráttu gegn reglugerðum um húsnæðisstaðla, sem ganga út á að gera byggingaverktökum auðveldara um vik að byggja húsnæði fyrir tekjulítið fólk. „Burt með reglugerðafarganið,“ segja menn við góðar undirtektir. En gæti verið að reglugerðunum hafi verið ætlað að tryggja að einvörðungu verði reist íbúðarhúsnæði sem er sæmandi fyrir alla, fatlaða jafnt sem ófatlaða, tekjulága jafnt sem tekjuháa? Reynslumikill arkitekt með góða dómgreind, segir mér að reglugerðarsmiðir hafi farið offari og sitthvað þurfi að einfalda. Vísar hann í ábendingar Arkitektafélagsins. En hugleiðum málið frá öllum hliðum áður en við stöndum upp til að klappa og fagna einfaldara lífi verktökum til handa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta greinarkorn fjallar um heimsókn hins mikla baráttumanns fyrir réttindum fatlaðs fólks, Guðmundar Magnússonar, í Munaðarnes fyrir allmörgum árum. Greinin fjallar þó fyrst og fremst um boðaða nýja byggingarreglugerð um afnám kvaða. Ég var formaður BSRB á þessum tíma og jafnframt í forsvari fyrir orlofsbyggðir bandalagsins. Við höfðum þá nýlokið við að gera eitt sumarhúsanna upp frá grunni þannig að allt væri sniðið að þörfum fatlaðs fólks, hækkanlegar og lækkanlegar innréttingar og síðast en ekki síst salerni og baðherbergi þannig úr garði gerð að auðvelt var að athafna sig fyrir fólk í hjólastól. Á þessum tíma settum við einnig lyftu á milli hæða í þjónustumiðstöðina svo fatlað fólk gæti farið frítt um. Við vorum nokkuð góð með okkur þegar við opnuðum nýuppgerða húsið en Guðmundi, sem góðum félaga og manni sem þekkti erfiðleikana frá fyrstu hendi, hafði verið boðið að taka þátt í fögnuðinum. Ég hélt ræðu og hann hélt ræðu. Hans ræða var eftirminnileg. Hann hrósaði okkur í hástert fyrir framtakið en sagði að þetta væri bara fyrsta skrefið. Svo kom sagan. Skömmu eftir að hann slasaðist og lamaðist þannig að hann varð bundinn við hjólastól upp frá því, hafði hann komið í orlofsbyggðirnar í Munaðarnesi að heimsækja fjölskyldu sína. Hann kvaðst minnast þess hve mjög hann hefði hlakkað til heimsóknarinnar. Hún hefði hins vegar snúist upp í martröð. Þannig var að orlofshúsin höfðu verið byggð áður en vitund manna hafði almennt vaknað um þarfir fatlaðs fólks og öllum reglugerðum þar að lútandi auk þess áfátt. Frá því hafi verið skemmst að segja að í Munaðarnesi hafi hann ekki komist á salerni og því afráðið að flýta sér sem mest hann mátti aftur til síns heima.Sæmandi fyrir alla „Og lærdómurinn af þessu,“ sagði Guðmundur, „er að það er ekki nóg að byggja eitt hús sniðið að þörfum fatlaðs fólks, heldur þarf að byggja öll hús á þann veg. Við sem búum við fötlun erum nefnilega líka gestkomandi hjá ykkur hinum!“ Mér kom þessi saga í hug þegar ég nú les um hina miklu baráttu gegn reglugerðum um húsnæðisstaðla, sem ganga út á að gera byggingaverktökum auðveldara um vik að byggja húsnæði fyrir tekjulítið fólk. „Burt með reglugerðafarganið,“ segja menn við góðar undirtektir. En gæti verið að reglugerðunum hafi verið ætlað að tryggja að einvörðungu verði reist íbúðarhúsnæði sem er sæmandi fyrir alla, fatlaða jafnt sem ófatlaða, tekjulága jafnt sem tekjuháa? Reynslumikill arkitekt með góða dómgreind, segir mér að reglugerðarsmiðir hafi farið offari og sitthvað þurfi að einfalda. Vísar hann í ábendingar Arkitektafélagsins. En hugleiðum málið frá öllum hliðum áður en við stöndum upp til að klappa og fagna einfaldara lífi verktökum til handa.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun