Viðskipti innlent

Meta Símann á 26 milljarða króna

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Höfuðstöðvar Símans.
Höfuðstöðvar Símans. Vísir/Vilhelm Gunnarsson
Almennt útboð á hlutabréfum í Símanum fer fram dagana 5.-7. október næstkomandi. Arion banki býður 18-21 prósent hlut í félaginu til sölu í útboðinu og nemur stærð þess að lágmarki 4,7 milljörðum króna ef miðað er við lágmarksgengið 2,7 krónur á hvern hlut. Það svarar til þess að markaðsvirði alls hlutafjár í Símanum sé 26 milljarðar króna.

Í tilkynningu kemur fram að stjórn Símans hafi ákveðið að óska eftir því að félagið verði tekið til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland. Væntir fyrirtækið þess að viðskipti geti hafist þann 15. október.

Í almenna útboðinu verða tvær tilboðsbækur í boði fyrir fjárfesta.

„Í tilboðsbók A verður fjárfestum boðið að skrá sig fyrir kaupum að andvirði á bilinu frá 100 þúsund krónum og upp í 10 milljónir króna. Þar verður tekið við áskriftum á verðbilinu 2,7-3,1 króna á hlut en eitt endanlegt útboðsgengi í tilboðsbók A verður ákvarðað af seljanda í lok útboðs. Í tilboðsbók B verður tekið við áskriftum að andvirði yfir 10 milljónum króna. Þar verður lágmarksverð 2,7 krónur á hlut og ekkert hámarksverð tilgreint af seljanda en eitt endanlegt útboðsgengi í tilboðsbók B verður ákvarðað af seljanda í lok útboðs sem verður jafnt eða hærra útboðsgengi í tilboðsbók A.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×