Viðskipti innlent

Íslensku flugfélögin leita að flugmönnum

Gissur Sigurðsson skrifar
Horfur eru á að mun hærra hlutfall umsækjenda fái ráðningu en verið hefur um árabil.
Horfur eru á að mun hærra hlutfall umsækjenda fái ráðningu en verið hefur um árabil. Vísir/Vilhelm
Flugfélögin Icelandair og WOW AIR eru bæði farin að ráða flugmenn fyrir ferðamannavertíðina á næsta ári, og hefjast ráðningar fyrr en undanfarin ár vegna aukinna umsvifa félaganna. 

Icelandair er þegar búið að ráða 35 flugmenn og mun ráða stóran hóp til viðbótar og WOW AIR mun líkleg ráða um 50 flugmenn, samkvæmt heimildum fréttabréfs Félags íslenskra atvinnuflugmanna.

Horfur eru á að mun hærra hlutfall umsækjenda fái ráðningu en verið hefur um árabil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×