Viðskipti innlent

Kaupás innkallar Chocolate and Love súkkulaðiplötur

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Varan var í dreifingu í verslunum Krónunnar og Nóatúns.
Varan var í dreifingu í verslunum Krónunnar og Nóatúns. Vísir/Heiða
Kaupás hefur í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur innkallað súkkulaðiplötur sem aðskotahlutur hefur fundist í. Um er að ræða svokallaðar Chocolate and Love súkkulaðiplötur sem verið hafa í dreifingu í verslunum Krónunnar og Nóatúns um allt land.

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:

Varan sem um ræðir.Kaupás
Vörumerki: Chocolate and Love 

Vöruheiti: Chocolate and Love Coffee 55%

Umbúðir: 100g pakki

Strikanúmer: 5060270120032

Nettó magn: 100 g

Best fyrir: 17.04.2016

Framleiðandi: Chocolate and Love 

Framleiðsluland: Sviss

Dreifing: Verslanir Krónunnar og Nóatúns um land allt.

Viðskiptavinum sem hafa verslað vöruna í framangreindum verslunum er bent á að skila þeim í viðkomandi verslun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×