Viðskipti innlent

Ríkissaksóknari áfrýjar Imon-málinu

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, og Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar.
Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, og Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar. Vísir
Ríkissaksóknari hefur áfrýjað Imon málinu svokallaða til Hæstaréttar. RÚV greindi fyrst frá þessu. 

Í málinu voru Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, og Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar, ákærð fyrir markaðsmisnotkun vegna lánveitinga til félagsins Imon ehf. til að kaupa hlutabréf í Landsbankanum í miðju bankahruni eða þremur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. 

Sigurjón og Elín voru bæði sýknuð en Steinþór 
var aftur á móti dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár á skilorði. Hann hefur nú þegar sjálfur áfrýjað málinu til Hæstaréttar. 

Fjölskipaður héraðsdómur klofnaði í málinu og taldi Ragnheiður Harðardóttir héraðsdómari skilaði séráliti og taldi að sakfella ætti Steinþór og Sigurjón fyrir annan hluta af ákærunni.

Sigurður G. Guðjónsson verjandi Sigurjóns Þ. Árnasonar segir í samtali við Vísi að þessi áfrýjun komi honum á óvart. Hann taldi niðurstöðu héraðsdóms skýra og sagðist ekki skilja þessa áfrýjun. „Ég er alveg gáttaður,“ segir Sigurður.


Tengdar fréttir

Áfrýjar í Imon-málinu

Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sem í dag var dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár skilorðsbundið, ætlar að áfrýja dómnum.

Sigurjón fór mikinn í ræðu sinni í héraðsdómi

Aðalmeðferð hófst í Imon málinu í dag. Meðal ákærðu er Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans sem hélt þrumuræðu þar sem hann kannaðist ekkert við þær sakir sem hann er borinn.

„Við vorum bara að sinna því sem okkur bar“

Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sagðist ekkert hafa gert af sér í Imon málinu í dag, honum hafi verið óheimilt að hafa upplýsingar um fjármögnun lánaviðskipta.

Björgólfsfeðgar í héraðsdómi

Björgólfur Thor Björgólfsson er mættur í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem hann mun gefa skýrslu í Imon málinu.

Imon-málið: Sigurjón og Elín sýknuð

Dómsuppsaga í Imon-málinu var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur en Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir voru bæði sýknuð. Steinþór Gunnarsson var aftur á móti dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár á skilorði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×